Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 03.02.2008, Qupperneq 80
24 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is > KSÍ mylur gull Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að mala gull og skilaði enn einu sinni góðum hagnaði á síðasta rekstrarári. Hagnaður ársins 2007 var 66,6 milljónir króna sem gerir það að verkum að eigið fé sambandsins stendur nú í tæplega 350 milljónum króna. Fjármunatekjur skiluðu sambandinu góðum hagnaði líkt og undanfarin ár en fjár- munatekjur ársins 2007 voru tæplega 150 milljónir króna. Vilhjálmur Ingi Halldórsson er genginn í Stjörnuna á nýjan leik og hann spilar sinn fyrsta leik með félaginu í kvöld er það sækir HK heim í Digranes. Vilhjálmur hefur síðustu tvö og hálft ár leikið í Danmörku. Fyrstu tvö árin með Skjern og svo með Lemvig. „Þetta gekk allt furðufljótt fyrir sig og það er svolítið síðan ég samdi við Stjörnuna. Lemvig var mjög sanngjarnt en Stjarnan þurfti að borga eitthvað fyrir mig. Það kom aldrei annað til greina en að koma heim í Stjörnuna fyrst ég var að koma heim á annað borð,“ sagði Vilhjálmur við Fréttablaðið en umhverfið hefur breyst talsvert eftir að hann fór út enda Stjarnan flutt á nýjan heimavöll. „Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til. Liðið hefur mikið breyst líka og er skemmtilegt. Það tekur smá tíma að venjast nýja húsinu en mér hefur fundist fínt að æfa þar. Það er samt alltaf eins og að fara á útivöll að mæta á æfingar þarna,“ sagði Vilhjálmur léttur en hann er ánægður með árin í Danmörku. „Þetta var snilldartími. Sérstaklega hjá Skjern með öllum Íslendingunum og liðinu gekk líka mjög vel bæði heima og í Evrópukeppninni. Skjern er frábær klúbbur og mér leið mjög vel þar. Lemvig var fínt í upphafi en svo fjaraði svolítið undan þessu og ég fékk mig því bara lausan. Þetta var gríðarlega mikil reynsla sem ég bý að,“ sagði Vilhjálmur sem fékk lítið að spila sóknarleik í Danmörku en hann var mikil skytta hér heima og komst í íslenska landsliðið á tímabili. „Ég bætti mig eðlilega mikið í vörninni á þessum tíma en ég vildi líka spila meiri sókn og það var nú ein aðalástæð- an fyrir því að ég fór frá Skjern. Ég er eflaust svipaður leikmaður en hef samt skólast mikið á þessum tíma. Ég þarf aðeins að hressa upp á sóknina hjá mér og fá hittnina aftur,“ sagði Vilhjálmur en honum leggst vel á það sem eftir er tímabilsins og stefnir á að ná árangri með Stjörnunni. „Mér líst mjög vel á þjálfarateymið okkur og þeir vega vel upp hvorn annan. Svo er hópurinn skemmtilegur og sterkur. Þetta lið á að geta farið langt og það væri ekki verra að landa titlinum í ár.“ HANDKNATTLEIKSKAPPINN VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON: KOMINN HEIM Í HEIÐARDALINN FRÁ DANMÖRKU Kom aldrei annað til greina en að fara í Stjörnuna KÖRFUBOLTI Snæfell er komið í úrslit Lýsingarbikars karla eftir öruggan stórsigur á Njarðvík, 77- 94, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Snæfell var einfaldlega mikið betra liðið í leiknum og verðskuld- aði sigurinn sem og farseðilinn í bikarúrslitin þar sem liðið mætir annaðhvort Skallagrími eða Fjölni en þau mætast í hinum bikarúr- slitaleiknum í kvöld. „Ég er pottþéttur á að við fáum Skallagrím. Það verður bara frá- bært. Það eru allir svo miklir sveitamenn þarna fyrir vestan að þeir munu allir mæta í stígvélum og lopapeysum í Laugardalshöll- ina. Þetta verður alvöru fjör. Mjólkurbíllinn og allur pakkinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrir- liði Snæfells, kampakátur í leiks- lok. Hlynur átti mjög fínan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 16 stig en skaut samt aðeins fjórum sinnum utan af velli. Það gera fjögur stig á skot. Geri aðrir betur. Hann tók þess utan 12 fráköst í hálfleiknum og fékk ekki á sig eina einustu villu þrátt fyrir hávær mótmæli úr stúkunni. Þessi stórleikur Hlyns, sem og Justin Shouse sem einnig lék vel, gerði það að verkum að Snæfell leiddi með 15 stigum í hálfleik, 30- 45. Snæfell var mun grimmari aðil- inn strax frá upphafi og Njarðvík- ingar voru einfaldlega ekki tilbún- ir slaginn. Þeir rifu sig upp um tíma, minnkuðu muninn í þrjú stig, 22-25, en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Með bakið upp við vegginn mættu Njarðvíkingar værukærir til síðari hálfleiksins og gestirnir úr Hólminum kláruðu dæmið til- tölulega snemma. Heimamenn tóku nokkra dauðakippi en þeir stóðu stutt yfir. Stórsigur Snæfell- inga því staðreynd og þeir fögn- uðu vel og innilega í leikslok. Áður hefur verið minnst á góða frammistöðu Hlyns og Shouse en Magni Hafsteinsson kom líka sterkur inn og endurkoma hans hefur heldur betur haft góð áhrif á þetta Snæfells-lið sem er allt í einu til alls líklegt. „Ég átti von á erfiðari leik. Mér fannst við spila hörkuvörn í leikn- um og leikurinn var góður af okkar hálfu,“ sagði Hlynur en það var hart tekist á, menn rifust og leikmenn Njarðvíkur voru meðal annars með einhver handbolta- leiðindi við Hlyn og sögðu honum bara að drífa sig á handboltaæf- ingu. „Svona á þetta bara að vera. Alvöru barátta. Fólk er ekkert komið til að horfa á einhvern KFUM-bolta.“ Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur, var eðlilega súr í leikslok. „Við áttum aldrei möguleika í Snæfell að þessu sinni. Ég veit ekki hvað var að hjá okkur. Við mættum ekki tilbúnir ólíkt Snæ- felli sem var klárt frá upphafi og spilaði virkilega vel. Þetta var hræðilega svekkjandi, ég get ekki neitað því,“ sagði Teitur súr. - hbg Hlynur Bæringsson vill fá Skallana í bikarúrslitum eftir sigur Snæfells á Njarðvík: Allir sveitamennirnir munu mæta í stígvélum og lopapeysum STERKUR Hlynur Bæringsson átti sannkallaðan stórleik með Snæfelli gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í gær. Hann skoraði grimmt og tók þess utan fjölda frákasta enda ákaflega grimmur undir körfunni. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS Lýsingarbikar karla: Njarðvík-Snæfell 77-94 (30-45) Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 28 (10 fráköst), Brenton Birmingham 16 (6 stolnir), Hörður Axel Vilhjálmsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 7, Jóhann Árni Ólafsson 5, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik Stefánsson 2. Stig Snæfells: Justin Shouse 27 (5 stolnir), Hlyn- ur Bæringsson 19 (19 fráköst, 3 þristar), Sigurður Þorvaldsson 15, Magni Hafsteinsson 13, Jón Ólafur Jónsson 8, Slobodan Subasic 6, Anders Katholm 3, Árni Ásgeirsson 3. N1-deild kvenna: Haukar-Valur 25-33 (14-12) Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 8 (15/1), Sandra Stojkovic 7/3 (10/3), Erna Þrá- insdóttir 4 (5), Harpa Melsted 3 (8), Nína Kristín Björnsdóttir 3 (14/2), Ausra Gecenic (1), Hekla Hannesdóttir (1), Sigrún Brynjólfsdóttir (1), Hind Hannesdóttir (1), Varin skot: Laima Miliauskaite 10 (33/3 30,3%), Helga Torfadóttir 1 (6/2 16,7%), Bryndís Jóns- dóttir 4 (9 44,4%) Hraðaupphlaup: 5 (Erna 3, Ramune 2) Fiskuð víti: 6 (Erna 2, Nína 2, Sigrún, Harpa) Utan vallar: 4 mínútur Mörk Vals (skot): Hafrún Kristjánsdóttir 7/5 (7/5), Eva Barna 6 (9), Íris Ásta Pétursdóttir 5 (8), Nora Valovics 4 (5), Kristín Collins 3 (5), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Katrín Andrés- dóttir 2 (3), Dagný Skúladóttir 2 (3), Rebekka Skúladóttir 1 (1), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5), Kristín Guðmundsdóttir (4) Varin skot: Berglind Hansdóttir 18/2 (40/3 45%), Jolanta Slapikiene 4 (7/2 57,1%) Hraðaupphlaup: 16 (Kristín Collins 3, Íris 3, Dagný 2, Eva 2, Hildigunnur 2, Rebekka, Katrín, Nora, Ágústa) Fiskuð víti: 5 (Kristín G. 2, Ágústa, Eva, Hildi- gunnur) Utan vallar: 2 mínútur N1-deild karla: ÍBV-Fram 21-30 Tveir leikir fara fram í N1-deild karla í dag er HK tekur á móti Stjörnunni og Afturelding tekur á móti Akureyri. Í N1-deild kvenna fer fram einn leikur en Akur- eyri tekur á móti Fylki. ÚRSLIT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.