Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 4
4 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR FJARSKIPTI Langdrægur GSM- sendir á Steinnýjarstaðafjalli ofan við Skagaströnd hefur valdið byltingu í útbreiðslu GSM- sambands á Ströndum og á Húnaflóa segir á strandir.is „Sendirinn dregur 100 kíló- metra í sjónlínu, en ennþá er eftir að fínstilla sendinguna og mæla útbreiðsluna,“ segir á strandir.is. „Enn sem komið er geta við- skiptavinir Vodafone einir notað þjónustuna, en það hlýtur að teljast ótrúlegt og óviðunandi ef Síminn bíður lengi með að semja um aðgang að dreifingu Vodafone á þeim svæðum sem þeirra kerfi nær ekki til.“ - gar Fjarskipti á Húnaflóa: GSM-samband á StröndumSVEITARSTJÓRNARMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga hefur miklar efasemdir um lengingu kennaranáms. Sambandið gagnrýnir sérstaklega áform um lengingu leikskólakennaranáms og vill að menntunarkröfur til leikskólakennara verði óbreyttar. „Sú breyting er lítt rökstudd í frumvarpinu,“ segir í umsögn sambandsins til menntamála- nefndar Alþingis. Aðeins þriðjungur leikskóla- starfsmanna hefur leikskólakenn- aramenntun. Brýnna verkefni er „að fjölga menntuðum leikskóla- kennurum en að auka menntunar- kröfur til þeirra sem útskrifast úr leikskólakennaranámi“. - ghs Sveitarfélögin: Andvíg lengra námi leikskóla- kennara STJÓRNMÁL Enginn hefur sótt um stöðu sveitarstjóra í Borgarfjarðar- hreppi sem auglýst hefur verið frá 17. janúar síðastliðnum. „Það hefur enginn áhugi verið sýndur enda ekki slegist um þessa stöðu í svona litlu sveitarfélagi,“ segir Steinn Eiríksson sem nú gegnir stöðunni. „Enda eru launin engin sérstök gulrót í þessu sambandi en þau erum um helmingur eða einn þriðji af því sem óreyndur viðskiptafræðingur myndi sætta sig við.“ Steinn á og rekur fyrirtækið Álfastein í Borgarfirði eystri sem framleiðir legsteina, listmuni úr grjóti, nytjalistarmuni og fleira. „Þetta er hörku rekstur og það gengur ekki til lengdar að vera sveitarstjóri, sem reyndar kallar á fullt starf, og líka vera á fullu í rekstri. En sveitarstjórastaðan er í raun mikið starf og að mörgu leyti mun flóknara hér en í stærri sveitarfélögum. Í stærri sveitar- félögum eru til staðar alls konar undirmenn sem geta leyst úr ýmsu en hér verður sveitarstjórinn að koma sér vel inn í öll mál og kunna skil á öllu, hann þarf eiginlega að vera alltmúligmann.“ Steinn segir að hann muni sitja uns eftirmaður hans finnist. „Ég trúi ekki öðru en að hann finnist, í raun er þetta mjög skemmtilegt starf og það myndi í raun henta mjög vel fyrir einhvern vel mennt- aðan og metnaðargjarnan mann, jafnvel að sunnan, sem langar í mjög svo mikilvæga reynslu. Hann myndi fá góða reynslu af stjórnsýslunni.“ Hann segir að sveitungar séu ekki farnir að ræða um neinn lík- legan eftirmann. „Ef það væri ein- hver á svæðinu sem sýndi þessu áhuga og hefði eitthvað í starfið að gera þá væri hann ráðinn en hér fór fram óhlutbundin kosning sem þýðir að hér voru kosnir einstakl- ingar en ekki flokkar til valda svo pólitíkin ætti ekkert að flækja þetta fyrir eftirmanninum.“ - jse Staða sveitarstjóra í Borgarfjarðarhreppi er enn laus þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar: Lítill áhugi á sveitarstjórastöðu fyrir austan STEINN EIRÍKSSON Er kominn á kaf í rekstur og lætur því sveitarstjórastólinn af hendi.              SERBÍA, AP Forsetakosningar fóru fram í Serbíu í gær og eru tengsl Serbíu til vesturs eða austurs talin velta á úrslitunum. Núverandi forseti, Boris Tadic, þykir hallur undir vesturveldin meðan keppinautur hans, Tomislav Nicolic, vill styrkja tengslin við Rússland. Margir serbneskir íbúar Kosovo-héraðs álíta kosningarnar stefnumarkandi fyrir framtíð héraðsins. Albanski meirihlutinn vill sjálfstæði héraðsins frá Serbíu. - sdg Tengsl til vesturs eða austurs: Kosið í Serbíu BORIS TADIC OG TOMISLAV NICOLIC Báðir frambjóðendurnir hafa lýst yfir að þeir séu andsnúnir sjálfstæði Kosovo- héraðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÝRALÍF Fálkinn gæfi sem gæddi sér á fýl við höfnina í Vestmanna- eyjum í fyrradag var umsetinn forvitnum Eyjamönnum þegar hann tók aftur til matar síns á sama stað í gær. Mikil bílaumferð var hjá fálkanum og stoppuðu margir til að kíkja á hann. Fólk fór í allt að tveggja metra færi við fálkann til að taka af honum myndir en hann kippti sér ekki upp við það. - jse Fálkinn gæfi í Eyjum: Umsetinn for- vitnum peyjum FÁLKINN KROPPAR Í FÝL Það er lítið ætilegt eftir af fýlnum. MYND/ÓSKAR SLYS „Þetta er nýmóðins hjá sveit- inni, við ákváðum að fara í vetrar- ferð um helgina og leyfðum börn- unum að koma með,“ segir Svanur Sævar Lárusson, formaður flug björgunarsveitarinnar Hellu. „Meðal annars svo þau gætu séð um hvað þetta snýst — af hverju við foreldrarnir erum aldrei heima.“ Karlmaður á sextugsaldri, sem velti vélsleða við Landmannahelli seint í fyrrakvöld, skreið fótbrot- inn í klukkustund aftur í skálann þar sem hann og ferðafélagarnir gistu og lét vita af sér. Fyrir til- viljun var björgunarsveitin í fjöl- skylduferðinni í næsta nágrenni. Flogið var með manninn á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Svanur segir manninn hafa verið illa brotinn þegar hann kom aftur í skálana, og hafi ekki getað komið upp orði vegna örmögnun- ar. Hann hafi klórað í ferðafélaga sína til að vekja þá. „Það vildi svo vel til að við vorum með hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og allt okkar færasta fólk í fyrstu hjálp til staðar,“ segir Svanur, sem stýrði aðgerðinni úr stjórnstöð. Hann segir tólf manns hafa tekið þátt í henni á vegum sveitarinnar. Kallað var á þyrlu Landhelgis- gæslunnar um klukkan hálf tvö, en þegar hún nálgaðist Land- mannahelli kom í ljós að hún gat ekki lent þar vegna slæms skyggn- is og veðurs. Því var ákveðið að þyrlan lenti við Búrfell, og þang- að skyldi ekið með manninn á snjóbíl björgunarsveitarinnar. Á meðan flutningurinn var undirbúinn óku björgunarsveitar- menn að þyrlunni á vélsleða, sóttu lækni sem var um borð og fóru með hann til mannsins. Þetta gerðu þeir svo hægt væri að lina sársauka hans með verkjalyfjum. Þyrlan lagði síðan af stað til Reykjavíkur um klukkan sjö í gærmorgun. Jónas Hvannberg, læknir á vakt á bæklunardeild, segir líðan mannsins eftir atvikum. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta ekki í fyrsta skiptið sem fjöl- skylduferð Flugbjörgunarsveitar- innar Hellu breytist skyndilega í björgunaraðgerð. „Eitt sumarið fyrir nokkrum árum vorum við í svipaðri ferð inni á hálendinu þegar bíll valt í næsta nágrenni. Þá þurfti að keyra viðkomandi með sjúkrabíl til byggða,“ segir Svanur. salvar@frettabladid.is Skreið fótbrotinn fram á flugbjörgunarsveit Heppnin var með karlmanni sem velti vélsleða við Landmannahelli í fyrrakvöld. Hann skreið fótbrotinn eftir hjálp og fann fyrir björgunarsveit í fjölskylduferð. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskylduferð breytist í björgunaraðgerð, segir formaður. FLUGBJÖRGUNARSVEITIN Á HELLU Kom manni sem skriðið hafði særður í klukku- stund til bjargar. Sveitin var í fjölskylduferð í næsta skála. MYND/FLUGBJÖRGUNARSVEITIN HELLU LANDMANNAHELLIR Slysið varð við Landmannahelli. GENGIÐ 01.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,1138 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,52 64,82 128,43 129,05 95,97 96,51 12,873 12,949 11,957 12,027 10,139 10,199 0,6062 0,6098 102,83 103,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.