Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 4. febrúar 2008 25 Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn, 2 – 11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 31. janúar 2008 ferðatímabil 1. – 29. febrúar 2008 býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F LU 40 78 2 01 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 490 kr. 1. – 29. febrúar. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Hollywood-stjörnurnar Sarah Jessica Parker, Josh Brolin og Natalie Portman voru á meðal þeirra sem hvöttu framleiðendur sjónvarps- þáttarins Entertainment Tonight til að hætta við að sýna mynd- band af Heath Ledger nota eiturlyf. Á endanum létu framleiðendurnir undan þrýstingnum og hættu við sýninguna, vinum og vandamönnum Ledgers til mikils léttis. Leikstjórinn Tim Burton og kona hans Helena Bon- ham Carter hafa nefnt sex vikna dóttur sína Indiana Rose. Carter eignaðist dótturina 16. desember. Talið er að þau hafi beðið svo lengi með að greina frá nafninu vegna þess að þau héldu að þau myndu eignast strák. Þau eiga fyrir hinn fjögurra ára Billy Ray. Leikkonan Katie Holmes hefur vísað á bug slúðurfrétt um að hún hafi orðið ófrísk eftir fyrrverandi kærasta sinn Chris Klein og látið eyða fóstrinu. Holmes og Klein voru saman í fimm ár þar til þau hættu saman snemma árið 2005. Nokkrum vikum síðar byrjaði Holmes með Tom Cruise og eignaðist með honum dótturina Suri í apríl 2006. Damon Albarn, fyrrum söngvari Blur, segir ólíklegt að sveitin komi aftur saman því hinir meðlimirnir þoli sig ekki. „Ég borðaði kvöldmat með strákunum um daginn og það var gaman en það er ekki möguleiki að þeir vilji vinna aftur með mér því enginn þeirra þolir mig. Við ætlum ekki að koma aftur saman,“ sagði Albarn. „Eina ástæðan fyrir því að sveitir hefja aftur störf er peningar og ég þarf ekki á meiri peningum að halda.“ FRÉTTIR AF FÓLKI News Of the World upplýsti í gær að dauði Heaths Ledger hefði átt sér langan aðdrag- anda. Leikarinn hefði verið háður eiturlyfinu kókaíni um þó nokkurt skeið. Sunnudagsblaðið birti á vef- síðu sinni myndband af Heath á hótelherbergi fyrir tveimur árum þar sem hann sést greinilega nota eiturlyfið. Að sögn blaðsins var myndbandið tekið fyrir tveimur árum á Chateau Marmont hótelinu, því sama og John Belushi lést á vegna ofneyslu eitur- lyfja árið 1982. Fram kemur að Ledger hafi sótt verð- launaafhendingu hjá sam- tökum kvikmyndaleikara fyrr um kvöldið ásamt þáverandi unnustu sinni, Michelle Williams. Hún hafi hins vegar verið sofandi í herbergi skammt frá ásamt dóttur þeirra, Mathildu. „Þetta myndband er algjör sprengja, þarna sést Heath í miklu eitur- lyfjamóki í herbergi sem er fullt af ókunnugu fólki,“ hefur News of the World eftir heimildarmanni sínum en andlát Heaths kom heimsbyggðinni í opna skjöldu enda hann ekki verið þekktur fyrir stíft og strangt skemmtanahald. Einna helst vekur athygli að þrátt fyrir að Heath hafi á þess- um tíma verið ákaflega þekkt andlit og frægt nafn þá lætur hann sig hafa það að nota eiturlyf- ið með fólki sem hann vissi ekkert um. „Þetta sýnir hvað best hversu háður Heath er eiturlyfinu, honum er alveg sama þótt einhver þekki hann, hann þarf bara sinn næsta skammt,“ segir heimildarmaður News of the World. Einnig kemur fram að Heath fái samviskubit þegar líður á kvöldið og er þess fullviss að hann eigi eftir að lenda í mikl- um vandræðum vegna þessa. „En hann heldur engu að síður áfram. Í lokin er hann farinn að tala um dótt- ur sína og hversu stutt sé síðan hún fæddist,“ segir einn sjónarvotturinn en Mathilda var aðeins þriggja mánaða þegar myndbandið var tekið. News of the World greinir frá því að Michelle Williams hafi hætt með Heath einmitt vegna þess- ara lifnaðarhátta og bætir því við að þrátt fyrir að það hafi verið látið í veðri vaka að hann hafi dáið fyrir slysni þá hafi fundist kvittun, rúlluð upp sem rör en það er alþekkt bragð meðal kókaínfíkla. Miðað við þann lífsstíl sem Heath ástundaði hafi menn alveg eins getað búist við þessu. Heath var háður kókaíni MIKIL SORG Michelle Williams er sögð miður sín yfir því hvernig fór og hefur beðið fjölmiðla um að sýna henni og dótturinni Mathildu skilning. LANGT LEIDDUR Heath Ledger virðist hafa verið langt leiddur kókaínfíkill og því hefði andlát hans ekki átt að koma neinum á óvart. Benjamin Barker snýr aftur til Lundúna eftir áralanga fangelsis- vist fyrir glæpi sem hann framdi ekki, staðráðinn í að hefna sín á manninum sem hafði af honum æruna, konu og barn. Hann tekur upp fyrri iðju sem rakari undir nafninu Sweeney Todd en fæstir viðskiptavinanna eiga afturkvæmt úr rakarastólnum og leigusali hans frú Lovett hefur vart undan við að hakka líkin niður í bökur, sem hún selur grunlausum borgurunum við góðan orðstír. Sagan af Sweeney Todd er ógeð- felld og blóði drifin lýsing á upp- gangi raðmorðingja í iðnbylting- unni í Lundúnum, sem birtist fyrst á prenti í Englandi um miðja 19. öld og sumir telja að hafi átt sér stoð í raunveruleikanum. Síðan þá hefur hún verið aðlöguð fyrir leikhús, óperu og hvíta tjaldið með mis- jafnri útkomu en ekki er annað hægt að segja en að Tim Burton takist nokkuð vel upp með þessa nýju útgáfu, sem byggist á söngleik frá árinu 1979. Sweeney Todd er sjónræn veisla eins og vænta má af hendi Burtons; gotnesk martraðarveröld þar sem óvenju pönkaðar fyrri aldar sögu- persónur, þjakaðar af óréttlæti og misskiptingu, reyna að finna lífinu tilgang. Aldrei þessu vant hverfur þó sagan ekki í skuggann af hinum drungalega Burton-stíl, heldur vinnur þetta tvennt vel saman ásamt góðum leik. Johnny Depp og sérstaklega Helena Bonham-Carter túlka Sweeney og frú Lovett með tilþrifum og syngja við hvern sinn fingur meðan þau brytja niður ill- þýði Lundúna. Burton hefur ekki sent frá sér jafn heilsteypta og velheppnaða mynd í áraraðir, þótt svolítið vanti upp á húmorinn og fulllangt sé gengið í blóðsúthellingum, sérstak- lega í lokin. Hvað sem skefjalausu ofbeldi líður drukknar sagan ekki í blóði og boðskapurinn um hefnd sem veitir ekki sálarfrið heldur blindar menn og leiðir loks til tortímingar kemst vel til skila. Roald Eyvindur Viðarsson Hressandi hryllingur KVIKMYNDIR Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street Leikstjóri: Tim Burton Aðalhlutverk: Johnny Depp, Helena Bonham Carter og Alan Rickman ★★★ Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street er vel stílfærð útfærsla á einum blóðugasta söngleik sem um getur, ásamt því að vera besta mynd Tims Burton í áraraðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.