Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 4. febrúar 2008 Lista- og menningarráð Kópavogs lagði í byrjun árs fram þá tillögu að frítt yrði inn í Listasafn Kópa- vogs frá og með janúar 2008. Var tillagan samþykkt og er því orðið frítt í öll söfn í Kópavogi. Söfnin eru: Listasafn Kópavogs, Gerðar- safn, Bókasafn Kópavogs, Nátt- úrufræðistofa Kópavogs og Hér- aðsskjalasafn Kópavogs. Ekki er enn komin reynsla á hvort aðsókn muni aukast en miðað við reynslu í öðrum söfnum hér á landi og er- lendis eru nokkrar líkur á því. Á skjalasafni Kópavogs eru varðveitt gömul skjöl sem geyma sögu bæjarins frá uppvaxtar- árum hans. Safnagripir náttúru- fræðistofu eru fjölbreyttir og þar er hægt að fá leiðsögn. Hægt er að skoða söfnin nánar á eftirfar- andi vefsíðum: www.gerdarsafn.is www.bokasafnkopavogs.is www.natkop.is Frítt í öll söfn í Kópavogi NÁTTÚRUFRÆÐISAFN MYND/BENT MARINÓSSON GERÐARSAFN Ókeypis aðgangur er í safnið. MYND/BENT MARINÓSSON Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum var formlega sett á blaðamanna- fundi á Kjarvalsstöðum í vikunni. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamanna, setti Meistaradeildina en auk þess var formlega opnuð heimasíðan www. meistaradeildvis.is en á þeim vef er að finna allar upplýsingar um meistaradeildina, þátttakendur hennar og aðstandendur. Fyrsta mótið af sjö fór fram fimmtudag- inn 31. janúar. Næstu mót verða sem hér segir: 14. febrúar 2008 - smali / hraða- fimi 28. febrúar 2008 - tölt (T1) 13. mars 2008 - gæðingafimi 27. mars 2008 - fimmgangur 10. apríl 2008 - 150 m skeið og gæð- ingas keið 24. apríl 2008 - Slaktaumatölt (T2) og flugskeið Margir af fremstu knöpum landsins etja kappi í deildinni líkt og undanfarin ár. Keppendur eru 24 og fyrir utan að keppa hver við annan taka allir þátt í liðakeppni undir merkjum sex fyrirtækja. Það er Örn Karlsson, eigandi og staðarhaldari Ölfushallarinnar, sem er höfundur Meistaradeild- arinnar. Hann hefur meðal ann- ars þróað nýjar keppnisgreinar sem hafa náð vinsældum, smala og gæðingafimi. Að öðru leyti er keppt í hefðbundnum greinum hestaíþrótta. Heimasíða Meistara- deildar VÍS opnuð VIÐ SETNINGU Örn Karlsson og Haraldur Þórarinsson innsigla setningu Meistara- deildar VÍS 2008. MYND/JENS EINARSSON Ólafur Hjálmarsson, skrifstofu- stjóri, hefur verið skipaður í emb- ætti hagstofustjóra til næstu fimm ára frá 1. mars næstkom- andi. Ólafur er fæddur í Vest- manna eyjum 6. febrúar 1957. Hann lauk cand. oecon. prófi frá við- skiptadeild Há- skóla Íslands árið 1984 og M.A.-gráðu í þjóðhagfræði frá York University í Toronto árið 1986. Hann hefur verið skrif- stofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá árinu 1999 og staðgengill skrifstofu- stjóra á árunum 1992 til 1999. Ný lög um Hagstofu Íslands tóku gildi um áramót og er hún nú sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Nýr hagstofustjóri ÓLAFUR HJÁLM- ARSSON Nýr hagstofustjóri. Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari RÁÐSTEFNA OG VERÐLAUNAAFHENDING á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 9.00-12.00 RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN! ÍSLENSKI ÞEKKINGARDAGURINN DAGSKRÁ G un na r Si gu rð ss on Þo rv al du r L. S ig ur jó ns so n Fr ed ri k H är en Bi rn a Ei na rs dó tt ir Hver er drifkrafturinn að baki árangri? Hægt er að skoða það á almennu máli og nefna þætti sem eru mikilvægir: Stefna fyrirtækisins er skýr, leiðtogar innan fyrirtækja veita innblástur, fyrirtækjamenningin - teymis- vinna – allir vinna að sama marki, einstaklingsvinna – sterkir einstaklingar standa upp úr og auka árangur fyrirtækisins, kerfi sem stuðla að bættum árangri – hvatakerfi, menntun o.s.frv., sköpunarkraftur, nýbreytni, innblástur og margt fleira. FVH efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingar- innar Íslenska þekkingardagsins, þar sem þemað er „Drifkraftar árangurs.“ Erlendur gestafyrirlesari er Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð og höfundur bókarinnar The Idea Book. Einnig flytja Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, erindi á ráðstefnunni. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til íslensku Þekkingarver›launanna 2008: ÖSSUR, NORÐURÁL OG KAFFITÁR Rá›stefna FVH gefur 4 einingar hjá Endurmenntunarnefnd FLE. Rá›stefnustjóri er Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Glitnis. SKRÁÐU ÞIG STRAX Skráning fer fram á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› 8.450 kr. fyrir félaga FVH og 16.900 kr. fyrir a›ra. Innifali›: Ráðstefnugögn, léttur morgun- og hádegisverður. Styrktara›ilar íslenska Þekkingardagsins: DRIFKRAFTAR ÁRANGURS 8.30-9.00 Afhending ráðstefnugagna og léttur morgunverður 9.00-9.10 Ávarp formanns FVH Þröstur Olaf Sigurjónsson 9.10-9.30 IT'S A SMALL WORLD Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group 9.30-9.50 FJÖLBREYTNI: FORSENDA FRAMFARA Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka 9.50-10.10 Hlé 10.10-11.30 IMAGINATION IS MORE IMPORTANT THAN KNOWLEDGE Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð og höfundur bókarinnar The Idea Book 11.30-12.00 Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, afhendir Þekkingarverðlaun FVH og kynnir val á viðskipta- fræðingi/hagfræðingi ársins 2007 Léttar veitingar í lok ráðstefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.