Fréttablaðið - 04.02.2008, Síða 41
MÁNUDAGUR 4. febrúar 2008
Lista- og menningarráð Kópavogs
lagði í byrjun árs fram þá tillögu
að frítt yrði inn í Listasafn Kópa-
vogs frá og með janúar 2008. Var
tillagan samþykkt og er því orðið
frítt í öll söfn í Kópavogi. Söfnin
eru: Listasafn Kópavogs, Gerðar-
safn, Bókasafn Kópavogs, Nátt-
úrufræðistofa Kópavogs og Hér-
aðsskjalasafn Kópavogs. Ekki er
enn komin reynsla á hvort aðsókn
muni aukast en miðað við reynslu
í öðrum söfnum hér á landi og er-
lendis eru nokkrar líkur á því.
Á skjalasafni Kópavogs eru
varðveitt gömul skjöl sem geyma
sögu bæjarins frá uppvaxtar-
árum hans. Safnagripir náttúru-
fræðistofu eru fjölbreyttir og þar
er hægt að fá leiðsögn. Hægt er
að skoða söfnin nánar á eftirfar-
andi vefsíðum:
www.gerdarsafn.is
www.bokasafnkopavogs.is
www.natkop.is
Frítt í öll söfn í Kópavogi
NÁTTÚRUFRÆÐISAFN MYND/BENT MARINÓSSON
GERÐARSAFN Ókeypis aðgangur er í safnið. MYND/BENT MARINÓSSON
Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum
var formlega sett á blaðamanna-
fundi á Kjarvalsstöðum í vikunni.
Haraldur Þórarinsson, formaður
Landssambands hestamanna, setti
Meistaradeildina en auk þess var
formlega opnuð heimasíðan www.
meistaradeildvis.is en á þeim vef
er að finna allar upplýsingar um
meistaradeildina, þátttakendur
hennar og aðstandendur. Fyrsta
mótið af sjö fór fram fimmtudag-
inn 31. janúar. Næstu mót verða
sem hér segir:
14. febrúar 2008 - smali / hraða-
fimi
28. febrúar 2008 - tölt (T1)
13. mars 2008 - gæðingafimi
27. mars 2008 - fimmgangur
10. apríl 2008 - 150 m skeið og gæð-
ingas keið
24. apríl 2008 - Slaktaumatölt (T2)
og flugskeið
Margir af fremstu knöpum
landsins etja kappi í deildinni líkt
og undanfarin ár. Keppendur eru
24 og fyrir utan að keppa hver við
annan taka allir þátt í liðakeppni
undir merkjum sex fyrirtækja.
Það er Örn Karlsson, eigandi og
staðarhaldari Ölfushallarinnar,
sem er höfundur Meistaradeild-
arinnar. Hann hefur meðal ann-
ars þróað nýjar keppnisgreinar
sem hafa náð vinsældum, smala
og gæðingafimi. Að öðru leyti er
keppt í hefðbundnum greinum
hestaíþrótta.
Heimasíða Meistara-
deildar VÍS opnuð
VIÐ SETNINGU Örn Karlsson og Haraldur
Þórarinsson innsigla setningu Meistara-
deildar VÍS 2008. MYND/JENS EINARSSON
Ólafur Hjálmarsson, skrifstofu-
stjóri, hefur verið skipaður í emb-
ætti hagstofustjóra til næstu
fimm ára frá 1.
mars næstkom-
andi.
Ólafur er
fæddur í Vest-
manna eyjum 6.
febrúar 1957.
Hann lauk
cand. oecon.
prófi frá við-
skiptadeild Há-
skóla Íslands
árið 1984 og
M.A.-gráðu í
þjóðhagfræði
frá York University í Toronto
árið 1986. Hann hefur verið skrif-
stofustjóri fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins frá árinu
1999 og staðgengill skrifstofu-
stjóra á árunum 1992 til 1999.
Ný lög um Hagstofu Íslands
tóku gildi um áramót og er hún
nú sjálfstæð stofnun sem heyrir
undir forsætisráðherra.
Nýr hagstofustjóri
ÓLAFUR HJÁLM-
ARSSON Nýr
hagstofustjóri.
Föndurverslun
Síðumúli 15
S: 553-1800
Sjón er sögu ríkari
RÁÐSTEFNA OG VERÐLAUNAAFHENDING
á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 9.00-12.00
RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN!
ÍSLENSKI ÞEKKINGARDAGURINN
DAGSKRÁ
G
un
na
r
Si
gu
rð
ss
on
Þo
rv
al
du
r
L.
S
ig
ur
jó
ns
so
n
Fr
ed
ri
k
H
är
en
Bi
rn
a
Ei
na
rs
dó
tt
ir
Hver er drifkrafturinn að baki árangri? Hægt er að
skoða það á almennu máli og nefna þætti sem eru
mikilvægir: Stefna fyrirtækisins er skýr, leiðtogar innan
fyrirtækja veita innblástur, fyrirtækjamenningin - teymis-
vinna – allir vinna að sama marki, einstaklingsvinna –
sterkir einstaklingar standa upp úr og auka árangur
fyrirtækisins, kerfi sem stuðla að bættum árangri –
hvatakerfi, menntun o.s.frv., sköpunarkraftur, nýbreytni,
innblástur og margt fleira.
FVH efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingar-
innar Íslenska þekkingardagsins, þar sem þemað er
„Drifkraftar árangurs.“ Erlendur gestafyrirlesari er
Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð og
höfundur bókarinnar The Idea Book. Einnig flytja
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, og
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital
Fjárfestingarbanka, erindi á ráðstefnunni.
Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til íslensku
Þekkingarver›launanna 2008:
ÖSSUR, NORÐURÁL OG KAFFITÁR
Rá›stefna FVH gefur 4 einingar hjá Endurmenntunarnefnd FLE.
Rá›stefnustjóri er Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Glitnis.
SKRÁÐU ÞIG STRAX
Skráning fer fram á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› 8.450 kr. fyrir félaga FVH
og 16.900 kr. fyrir a›ra. Innifali›: Ráðstefnugögn, léttur morgun- og hádegisverður.
Styrktara›ilar íslenska Þekkingardagsins:
DRIFKRAFTAR
ÁRANGURS
8.30-9.00 Afhending ráðstefnugagna og léttur morgunverður
9.00-9.10 Ávarp formanns FVH
Þröstur Olaf Sigurjónsson
9.10-9.30 IT'S A SMALL WORLD
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group
9.30-9.50 FJÖLBREYTNI: FORSENDA FRAMFARA
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka
9.50-10.10 Hlé
10.10-11.30 IMAGINATION IS MORE IMPORTANT
THAN KNOWLEDGE
Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð
og höfundur bókarinnar The Idea Book
11.30-12.00 Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, afhendir
Þekkingarverðlaun FVH og kynnir val á viðskipta-
fræðingi/hagfræðingi ársins 2007
Léttar veitingar í lok ráðstefnu.