Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 4. febrúar 2008 23 Tvö hundruðasti tónlistar- þáttur Jools Holland var sýndur á sjónvarpsstöðinni BBC 2 síðastliðið föstu- dagskvöld. Þeir sem komu fram í afmælisþættinum voru Radiohead, Mary J. Blige, Cat Power, Feist og Dionne Warwick. „Ég mun aldrei skilja hvers vegna þessi þáttur hefur fengið að vera í loftinu svona lengi. Það er ótrúlegt að maður hafi gert tvö hundruð þætti,“ sagði Holland. Hinn fimmtugi sjónvarpsmaður segist hafa náð að bjóða áhorfendum upp á ótrúlega góða tónlist á þessu tímabili. „Við höfum náð þessu á filmu, ekki bara fyrir okkur, heldur líka fyrir komandi kynslóðir,“ sagði hann. Holland, sem hefur verið í þrjátíu ár í tónlistarbransanum, segir að hvorki fólkið né tónlistin hafi breyst mikið á þessum tíma. „Ég held að hugarfar fólksins og hvernig það lítur á tónlistarsköpun sé nákvæmlega eins og fyrir fimmtíu árum eða fyrir fimm hundruð árum.“ Hann segist ekki geta hugsað sér lífið án tónlistar. „Ég held að það yrði ótrúlega leiðinlegt og nánast andlaust. Mér finnst tónlist gefa lífinu gildi.“ Tvö hundruð þættir JOOLS HOLLAND Tvö hundruð þættir úr smiðju Jools Holland eru að baki. „Það er enginn smá heiður að vinna með svona mönnum,“ segir Ingi Þór Jónsson, skipuleggjandi norrænu menningarhátíðarinnar NICE08 um samstarf sitt og Andrews Cornall, framkvæmda- stjóra Konunglegu fílharmoníu- sveitarinnar í Liverpool, og Vlad imir Ashkenasy. Cornall hefur boðið tveimur kórum frá Íslandi og Stavangri í Noregi að taka þátt í flutningi á níundu sinfóníu Beethovens með Ashkenasy sem stjórnanda. Tón- leikarnir, sem verða tvennir og haldnir í lok nóvember í stærstu tónleikahöll Liverpool, eru hluti af NICE08-hátíðinni. Hún verður haldin í tilefni þess að Liverpool er menningarborg Evrópu árið 2008 ásamt Stavangri. Cornall er mjög virtur á sínu sviði, enda hefur hann stjórnað upptökum á fjórum plötum með Pavarotti og unnið til tvennra Grammy-verðlauna. „Cornall er alvöru maður sem hefur verið undanfarin ár að reyna að koma á sambandi við Norðurlöndin. Hann hafði samband við mig og bauð mér þetta. Við erum alveg í skýj- unum eins og gefur að skilja,“ segir Ingi Þór, sem leitar nú að íslenskum kór til að taka þátt. „Ég vona að einhverjir kórar sjái það sem skemmtilegt tækifæri að fá að taka þátt í þessu.“ Kórunum verður einnig boðið að taka þátt í mikilli jólahátíð sem verður haldin í dómkirkjunni í Liverpool, þeirri stærstu í Evr- ópu, þar sem norræn og bresk jólalög verða flutt. Norrænir ein- söngvarar koma einnig fram á hátíðinni, þar á meðal Björg Þórhallsdóttir. - fb Heiður að vinna með Cornall Hjálmarnir Kiddi og Siggi standa á bak við plötuna Minni karla – lög eftir Tony Joe White sem er vænt- anleg. „Það var bara ekkert í gangi hjá okkur í janúar í fyrra og þar sem við fílum Tony Joe White svo vel ákváðum við að taka upp grunna af lögunum hans,“ segir Kiddi. „Okkur fannst þetta heppn- ast svo vel að við fengum Braga (Valdimar Skúlason) til að búa til íslenska texta og fengum svo söngvara sem okkur fannst smell- passa til að syngja lögin.“ Útkoman er einhver karlmann- legasta plata sem lengi hefur heyrst á Íslandi – lög flutt af karl- mönnum fyrir karlmenn. „Við Siggi höfðum gert plötu með Selmu og Hönsu og það var svona algjör konuplata. Við urðum bara að gera þessa plötu til að ná okkur aftur á núllið.“ Kiddi segir Tony Joe White algjöran töffara, dimmraddaðan og syngja um karlmannlega hluti. „Hann er nú engin stórstjarna en þekktastur fyrir lögin Polk Salad Annie sem Elvis söng og svo Rainy night in Georgia. Hjá okkur heitir það Drunginn sækir að mér. Við höfum verið í sambandi við hann og hann veit af plötunni. Hann fer á túr um Skandinavíu í haust og það væri nú ekki leiðinlegt að véla hann hingað.“ Kiddi segir Tony vera Suður- ríkja-fenjarokkara og því hafi Bragi lítið stuðst við textana hans. Hann hafi í staðinn samið um íslenskan raunveruleika. Nokkrir karlmannlegustu söngvarar þjóð- arinnar túlka lögin, þeir Ragnar Kjartansson úr Trabant, Óttarr Proppé, Megas, Magnús Eiríks- son, Jenni í Brain Police, Björn Jörundur, Villi naglbítur, Steini og Siggi úr Hjálmum og Gummi og Kalli úr Baggalúti. „Ég veit ekki nákvæmlega hve- nær við náum að koma plötunni út en við stefnum á konudaginn (24. febrúar). Það væri nú hel- víti kúl,“ segir Kiddi. Karlaplata á konudaginn VARÐ AÐ NÁ SÉR Á NÚLLIÐ Kiddi í Hjálm- um stendur fyrir karlaplötu ásamt Sigga vini sínum. ALGJÖR TÖFFARI Tony Joe White sem á öll lögin á Minni karla. Gera á sjónvarps- þáttaröð upp úr kvikmyndinni Crash, sem var valin besta myndin á Óskarsverðlauna- hátíðinni 2005. Paul Haggis, leikstjóri Crash, verður aðstoðarframleiðandi þáttanna ásamt leikaranum Don Cheadle, sem bæði lék í og tók þátt í framleiðslu myndarinnar. Miklar líkur eru á því að Cheadle muni einnig leika í þáttunum en óvíst er með þátttöku annarra leikara úr myndinni á borð við Söndru Bullock, Matt Dillon og Ryan Philippe. Crash á leið í sjónvarpið INGI ÞÓR JÓNSSON Ingi Þór segir það mikinn heiður að fá að starfa með Andrew Cornall. Das Auto. ALVÖRU 6 ÞREPA SJÁLF- SKIPTING DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU FÉKK GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5.0 l/100 KM HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Golf Trendline kostar aðeins frá 2.098.000 kr. Eða 24.740 kr. á mánuði miðað við bílasamning SP til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,06%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur. Komdu og prófaðu betur búinn Golf með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu Sex þrepa sjálfskiptingin í Golf er ein af þeim tækninýjungum sem færa honum forskot á aðra bíla. Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur afturhluti og sportlegar línur í bílnum gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir. GOLF GTI® BÍLL ÁRSINS 2008 Car&driver Álfelgur, sam litur, armpúð i á milli framsæta og rafstýrð sóllú ga. Bættu við Sp ortpakka fyri r 290.000 kr. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.