Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 50
26 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn stórskemmtilegi hand- knattleiksmaður Sigurður Eggertsson fékk loksins að spila handbolta á nýjan leik á föstudag er hann lék með Val gegn Haukum. Sigurður fór utan til Danmerkur fyrir tímabilið en ferð hans þangað var endasleppt og hann kom aftur heim í október. Þá var leikmanna- markaðurinn aftur á móti lokaður og Sigurður varð því að gera sér að góðu að bíða fram í febrúar eftir því að geta spilað handbolta á ný. „Þetta er búin að vera hræðilega löng bið eftir því að spila. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að æfa og æfa án þess að fá að spila,“ sagði Sigurður sem skoraði sex glæsileg mörk í sigri Vals á Haukum. „Þetta gekk bara mjög vel. Það var gaman að komast loksins út á völlinn en ég var búinn að leika þennan leik ansi oft í hausnum á mér. Gaman að vera kominn aftur í Valstreyjuna þó svo ég hafi verið númer 7 núna í staðinn fyrir 14. Ég hef alla ævi spilað í númer 14 þannig að þetta var svolítið skrítið. Það gekk samt vel með þetta númer þannig að ég reikna með að klára tímabilið í þessu númeri.“ Sigurður spilaði í skyttustöðunni í leiknum og á miðjunni við hlið hans lék annar frekar lágvaxinn og hraður leikmaður, Sigfús Páll Sigfússon. Þeir félagar náðu vel saman. „Það var mjög gaman að spila með næsthraðasta manninum á landinu og við náðum ótrúlega vel saman í okkar fyrsta leik saman. Skot- ógnunin var kannski ekki sú mesta en hraðinn var fínn. Ég skoraði tvö gegnumbrotsmörk og fjögur með langskotum enda er ég stórskytta,“ sagði Sigurður léttur. „Ég hef spilað meiri skyttu en miðju. Samt er ég alltaf titl- aður miðjumaður þar sem ég er svo lítill. Ég hugsa eins og skytta en ekki eins og miðjumaður sem er ekki endilega kostur,“ sagði Sigurður en sigur Vals á Haukum var gríðarlega mikilvægur. HANDKNATTLEIKSKAPPINN SIGURÐUR EGGERTSSON: KOMINN AFTUR Í VAL OG SLÓ Í GEGN Í FYRSTA LEIK Ég er stórskytta en ekki miðjumaður > Ragna komin áfram í Íran Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt á allsér- stöku alþjóðlegu móti í Teheran þessa dagana. Þar fá karlmenn ekki aðgang að keppnisstað og allir dómarar og áhorfendur því konur. Karlarnir spila í annarri keppnis- höll og þar eru engar konur velkomnar. Ragna komst um helgina í átta manna úrslit á mótinu eftir að hún sigraði tvo fyrstu leiki sína. Hún keppir í átta manna úrslitunum í dag. Aðstæður í Teheran eru frumstæðar og til að mynda ekkert gsm-samband á svæðinu og sjaldan hægt að ná sambandi við hótel Rögnu eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Badminton- sambandinu. FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Newcastle og Middlesbrough gerðu jafntefli, 1-1, á St. James´s Park og Fulham vann síðan óvæntan sigur á Aston Villa, 2-1, á Craven Cottage. Villa tók forystuna í leiknum en Fulham kom til baka og Jimmy Bullard tryggði liðinu sigur með marki beint úr aukaspyrnu. Aðeins þriðji sigur Fulham í vetur og sá var mikilvægur. „Það er mjög góð tilfinning að ná fyrsta sigrinum hjá þessu félagi. Þetta var fínn leikur, við áttum skilið að sigra en vorum kannski örlítið heppnir með sigurmarkið. Við þurfum að byggja ofan á þennan sigur,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Fulham. Kevin Keegan þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri með Newcastle en skalli Roberts Huth undir lok leiksins bjargaði Boro um stig. Keegan var samt sáttur við leikinn. „Þetta voru bestu 90 mínútur Newcastle síðan ég tók við liðinu,“ sagði Keegan. - hbg Enska úrvalsdeildin: Mikilvægur sig- ur hjá Fulham FÖGNUÐUR Jimmy Bullard fagnar hér sigurmarki sínu gegn Villa í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES N1-deild karla: HK-Stjarnan 24-25 (14-13) Mörk HK (skot): Ragnar Hjaltested 8/2 (12/2), Augustas Strazdas 6 (10), Árni Björn Þórarinsson 2 (3), Brynjar Hreggviðsson 2 (3), Ólafur Bjarki Ragnarsson 2 (6), Tomas Eitutis 2 (9), Sergei Petrayits 1 (3), Gunnar Steinn Jónsson 1 (4), Sigurgeir Árni Ægisson (1) Varin skot: Egidijus Petkevicius 20/1 (45/3 44,4%) Hraðaupphlaup: 7 (Ragnar 5, Brynjar 2) Fiskuð víti: 2 (Eitutis, Sigurgeir) Utan vallar: 14 mínútur Mörk Stjörnunnar (skot): Ragnar Helgason 6 (9), Ólafur Víðir Ólafsson 6/2 (10/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (11), Kristján Kristjánsson 2 (3), Voldymyr Kysil 2 (4), Guðmundur Guðmundsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7/1), Vilhjálmur Halldórsson (1) Varin skot: Hlynur Morthens 20 (44/2 45,5%) Hraðaupphlaup: 7 (Ragnar 3, Guðmundur 2, Heimir, Kristján) Fiskuð víti: 4 (Ragnar, Heimir, Kysil, Björgvin) Utan vallar: 8 mínútur Afturelding-Akureyri 26-27 Mörk Aftureldingar: Haukur Sigurvinsson 6, Magnús Einarsson 5, Daníel Jónsson 5, Einar Örn Guðmundsson 5, Hilmar Stefánsson 2, Ingimar Jónsson 1, Reynir Árnason 1, Attila Valaczskai 1. Mörk Akureyrar: Ásbjörn Friðriksson 6, Nikolaj Jankovic 5, Heiðar Þór Aðalsteinsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Goran Gusic 3, Magnús Stefánsson 3, Jónatan Þór Magnússon 2, Einar Logi Friðjónsson 1. N1-deild kvenna: Akureyri-Fylkir 20-29 Mörk Akureyri: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 5, Lilja Þórisdóttir 3, Inga Dís Sigurðardóttir 2, Emma Sardarsdóttir 2, Anna Teresa Morales 2, Auður Ómarsdóttir 1. Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 7, Elísabeta Kowal 6, Natasja Damljanovic 5, Ingibjörg Karlsdóttir 3, Nataly Valencia 3, Áslaug Gunnarsdóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Tinna Jökulsdóttir 1, Ásdís Rut Guðmundsdóttir 1. Lýsingarbikar karla: Skallagrímur-Fjölnir 83-85 Lýsingarbikar kvenna: Grindavík-Keflavík 66-58 (40-23) Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 19 (15 frák.), Joanna Skiba 15 (7 stoðs., 6 frák.), Petrúnella Skúladóttir 12 (14 frák.), Íris Sverrisdóttir 10 (9 mín.), Ólöf Helga Pálsdóttir 4 (13 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3. Stig Keflavíkur: Susanne Biemer 17, Pálína Gunnlaugsdóttir 16 (10 frák.), TaKesha Watson 13, Margrét Kara Sturludóttir 6 (10 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4 (8 frák.), Rannveig Randversdóttir 2. Enska úrvalsdeildin: Newcastle-Middlesbrough 1-1 1-0 Michael Owen (60.), 1-1 Robert Huth (87.). Fulham-Aston Villa 2-1 0-1 Aaron Hughes, sjm (69.), 1-1 Simon Davies (72.), 2-1 Jimmy Bullard (86.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Barcelona vann mikil- vægan sigur á Osasuna í spænska boltanum í gær. Barca er þar með sex stigum á eftir Real Madrid. Það var miðjumaðurinn Xavi sem skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu en hann hafði komið af bekknum sex mínútum áður. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en fékk ekki tækifæri að þessu sinni. - hbg Spænska úrvalsdeildin: Xavi bjargaði Barcelona VARIÐ Ricardo hélt marki Osasuna hreinu í 88. mínútur í gær. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Stjarnan komst á ný í annað sæti N1-deildar karla þegar liðið lagði HK í miklum baráttu- leik, 25-24, í Digranesi. Leikurinn var jafn á öllum tölum en gestirnir úr Garðabæ sýndu styrk sinn í vörninni á spennuþrungnum loka- mínútum leiksins og uppskáru tvö góð stig. Leikurinn fór mjög rólega af stað. Fjörið á áhorfendapöllunum var ekki meira en á vellinum og hefði ekki verið fyrir varamenn liðanna hefði mátt heyra saumnál detta fyrstu mínútur leiksins. Þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum fór hann að hressast og var lið HK fyrra til að hrista af sér slenið og leiddi í leik- hléi, 14-13. HK náði þriggja marka forystu með tveimur fyrstu mínútum síð- ari hálfleiks en þá skoraði Stjarn- an fimm mörk í röð. HK náði fljótt áttum á ný og jafnaði metin. Þegar þrettán mínútur voru eftir var HK einu marki yfir, 22-21. Þá gjörsam- lega hrundi sóknarleikur heima- manna. Stjarnan spilaði frábæra vörn og Hlynur Morthens fór mik- inn í markinu í fjarveru Rolands Eradze. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum náði Stjarnan tveggja marka forystu, 23-25, þegar Ragn- ar Helgason skoraði úr mjög þröngu færi úr hægra horninu. HK náði ekki að minnka muninn fyrr en fimm sekúndur voru eftir og fagnaði Stjarnan innilega í leikslok. Hlynur Morthens markvörður Stjörnunnar var að vonum glað- beittur í leikslok. „Ég varð að standa mig þar sem Roland er meiddur. Einbeitingin og hausinn var í lagi. Þetta var einn rólegasti leikur sem ég hef spilað. Hægt tempó hjá báðum liðum. Það gæti verið þar sem þetta var fyrsti leik- ur eftir frí og liðin eiga eftir að komast almennilega í gang,“ sagði Hlynur sem varði ófá dauðafærin í leiknum. Gunnar Magnússon, annar þjálf- ara HK, var mjög ósáttur við spila- mennsku sinna manna. „Sóknar- leikurinn síðustu fimmtán mínúturnar var skelfilegur og við vorum sjálfum okkur verstir. Við nýttum þau fáu færi sem við feng- um illa, hentum boltanum út af trekk í trekk og skutum ekki fyrir utan. Menn voru rænulausir síð- asta korterið. Það vantaði ein- hvern til að taka af skarið. Við reyndum allt en ekkert gekk,“ sagði Gunnar Magnússon. - gmi Naumur Stjörnusigur Stjarnan hafði betur gegn HK í hægum handboltaleik sem mun fljótt falla í gleymsku. Góður leikur markvarða liðanna var það sem helst gladdi augað. ÁTÖK Stjörnumaðurinn Björgvin Hólmgeirsson fær hér hraustlegar móttökur hjá HK- manninum Arnari Þór Sæþórssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KÖRFUBOLTI Síðari undanúrslita- leikurinn í Lýsingarbikar karla fór fram í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur tók á móti Fjölni. Heimamenn leiddu lengstum og höfðu drjúgt forskot þegar lítið lifði leiks. Lokasprettur Fjölnis var aftur á móti stórkostlegur og Grafarvogsbúar lönduðu sætum en óvæntum sigri, 83-85. Þeir mæta Snæfelli í úrslitum í Laugardalshöllinni. - hbg Lýsingarbikar karla: Óvæntur sigur hjá Fjölni KÖRFUBOLTI Grindavík tryggði sér sæti í bikarúrslitaleik Lýsingar- bikarsins eftir átta stiga sigur á Keflavík, 66-58, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík tók frum- kvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og hélt því út leikinn. Keflavíkurkonur voru aldrei í takt sóknarlega í leiknum og skotnýting liðsins (19 af 80) var skelfileg. Varnarleikur Grindavíkur hafði þar mikið að segja en heimastúlkur börðust fyrir hverj- um bolta og hverri stöðu á vellin- um og ætluðu sér greinilega að komast alla leið í Höllina. Keflavíkurliðið varð fyrir miklu áfalli þegar Kesha Watson meiddist í upphafi seinni hálf- leiks og það hjálpaði ekki að hún var aðeins á öðrum fætinum það sem eftir var leiks. Það var mikill munur á leik Grindavíkur frá því að liðið tap- aði með 23 stigum í Keflavík á dögunum. „Við spiluðum ekki Grindavíkur-körfubolta í tapinu í Keflavík, við notuðum alla vikuna til þess að bæta okkur og undir- búa okkur fyrir þennan leik,“ sagði Joanna Skiba sem stjórnaði leik Grindavíkurliðsins með miklum glæsibrag. Tiffany Roberson skilaði líka sínu hjá Grindavík og Íris Sverrisdóttir átti frábæra inn- komu í öðrum leikhluta. Þá var einnig frábært að fylgjast með þeim Petrúnellu Skúladóttur og Ólöfu Helga Pálsdóttur sem ætl- uðu sér í Höllina, börðust fyrir öllum boltum og tóku sem dæmi 27 fráköst saman. Petrúnella skoraði að auki 12 stig og lék mjög vel í sókn sem vörn. Pálína Gunnlaugsdóttir (16 stig, 10 fráköst) var yfirburðar- maður í liði Keflavíkur - óój Grindavík vann sigur á Keflavík í undanúrslitum Lýsingarbikars kvenna: Grimmar Grindavíkurstúlkur KOMNAR Í ÚRSLIT Grindavíkurstúlkur fögnuðu vel og innilega inn í klefa eftir leikinn í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.