Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 44
20 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Breski rithöfundurinn Doris Lessing tók við bókmennta- verðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í London síðastliðinn fimmtudag. Heilsufarsvandamál komu í veg fyrir að Lessing, sem er 88 ára gömul, gæti ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum í desember og því var brugðið á það ráð að veita henni verðlaunin í heimaborg hennar. Lessing var að vonum hæstánægð með heiðurinn. Í ræðu sinni við athöfnina sagði hún meðal annars: „Það virðist varla vera nóg að þakka fyrir sig þegar maður hefur unnið sjálf verðlaun verðlaunanna. Þetta er sannarlega ótrúlegt. Ég held að það sé vart hægt að stefna hærra.“ Hún bætti síðar við, í gamni fremur en alvöru, að hugsanlega gæti hún nú átt von á klappi á kollinn frá sjálfum páfanum. Staffan Carlsson, sendi- herra Svíþjóðar í London, studdi Lessing upp á sviðið til þess að taka við verðlaun- unum. Hann hélt einnig ræðu þar sem hann sagði Lessing nú loks vera sýnd sú sæmd sem hún hefði lengi átt inni hjá bókmenntaheiminum. Leikararnir Juliet Steven- son og Alan Rickman lásu upp úr næstu bók Lessing, Alfred and Emily, sem kemur út í maí næstkomandi. Sagan er að nokkru leyti byggð á fortíð Lessing sjálfrar; hún veltir fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á lífshlaup foreldra sinna hefði fyrri heimsstyrjöldin aldrei átt sér stað. Lessing er aðeins ellefta konan sem hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels í 106 ára sögu verðlaunanna. - vþ Lessing tekur við Nóbelsverðlaunum DORIS LESSING Tók við bók- menntaverðlaunum Nóbels í London í síðustu viku. Það var mikið hlegið og dátt á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á föstudaginn, enda fóru snjallir leikarar með nöturlega fyndinn og góðan texta. Þrír menn sitja á verönd á elli- heimili sem ætlað er gömlum her- mönnum úr fyrri heimsstyrjöld- inni. Þeir gætu verið fangar, þeir gætu verið á hvaða elliheimili sem er og það er einmitt þess vegna sem handiritið er svo gott. Það skiptir ekki máli að þeir eru á mis- munandi aldri og það skiptir ekki máli að þeir eru af mismunandi stéttum en það sem skiptir máli er að þeir eru manneskjur sama marki brenndar þótt einkennin hafi mismunandi birtingarform. Þeir hafa allir þá reynslu að hafa tekið þátt í einhverju viðbjóðslegasta og mannskæðasta stríði sem sögur fara af, nefnilega heimsstyrjöld- inni fyrri. Hvaða máli skiptir slík sýning fyrir okkur hér og nú? Jú, hún skiptir því máli að þetta gæti í raun og veru fjallað um hvaða hópupplifun sem er, eitt- hvert hræðilegt áfall sem margir hafa orðið fyrri. Félagarnir þrír spjalla um það fólk sem er á heimilinu og við kynnumst innviðum þess þótt fleiri séu leikararnir ekki. Þessi verönd er römmuð inn í landslag sem í fyrstu virðist vera einhvers konar púsluspil og kannski eins og landa- kort yfir þau ríki sem tóku þátt í styrjöldinni, eins minnir leikmynd- in á mínigolfvöll, sem er kannski líka táknrænt því mínigolfvöllur er ekki alvöru golfvöllur og það líf sem þeir lifa hér á þessu heimili er ekki í alvöru skotgröfum þó svo að þeir hreyfi sig í myndinni og noti orðaforða eins og þeir væru enn í stríði. Leikmyndin er í einfeldni sinni mjög margræð. Hún minnir einnig á ákveðna tegund af kúluspilum þar sem kúlan fer eftir brautum og lendir svo oní þar til gerðum skál- um. Partíhattar liggja í útjaðri myndarinnar, sem sagt, partíið er búið. Heiðurinn af leikmyndinni eiga þýsku listamennirnir Brit Dadrop og Jürgen Höth. Leikararnir þrír hreyfa sig í myndinni og lítið gerist utan hennar. Litirnir grænu og gráu og slepjulegu steinarnir leiða hugann til þeirra staða sem sködduðu þessa menn. Einkar skemmtileg, óvenju- leg og frumleg leikmynd sem í sjálfu sér leikur stórt hlutverk í uppsetningunni. Steinhundur leikur fjórða hlut- verkið og er það ansi hreint stórt hlutverk enda talar Gústaf, einn félaganna, um að þeir séu kvartett en ekki tríó því hundurinn er alltaf með þeim. Stendur pikkfastur með kíki um hálsinn eins og hann sé að fylgjast með förum óvina fyrir þessa þrjá miklu hermenn. Sigurður Skúlason leikur aristó- krata sem virðist vera hinn sterki í hópnum en er í raun sá er á erfið- ast með að fóta sig í lífinu að stríð- inu loknu. Gústaf, sem Sigurður túlkar af mikilli sannfæringu og innlifun, er flottur í tauinu og hefur aðeins dvalist á þessu elliheimili í sex mánuði þegar sagan hefst. Hann hreyfir sig og tjáir eins og sá sem alla tíð hefur notið smekklegs umhverfis. Í fyrstu virðist hann vera fýlupúki og nöldrandi gamall karl, sem álítur sig betri en aðra menn, en svo kemur hin óhugnan- lega hræðsla og þráhyggja í ljós. Oft hefur Sigurður verið góður á sviðinu en hér held ég að hann toppi sjálfan sig. Guðmundur Ólafsson fer með hlutverk Hinriks sem borið saman við hina mennina virðist vera frísk- astur af þeim, einkenni hans koma bara fram í einhvers konar ofvirkni og hugdettuflækjum. Guðmundi, eins og reyndar öllum þremur leik- urunum, virðist þykja vænt um per- sónuna Hinrik. Hann er sá sem sér út fyrir múrana og hann er einnig sá sem vogar sér einn út til að skoða lífið utan veggja hemilisins. Hann er sá sem skipuleggur ferðalagið sem þeir ætla saman í og á mjög fínstemmdan og næman hátt kemur Guðmundur málamiðlunarmannin- um Hinrik til skila. Sá sem í raun stjórnar en þykist ekki gera það. Theodór Júlíusson leikur Ferdin- and sem er þeirra karla elstur. Hann er enn með sprengjubrot í hausnum sem verður til þess að hann dettur út mjög reglulega og þá vella úr honum ljótar setningar sem hann kannast svo ekkert við að augnabliki liðnu. Theodór nær mjög góðum tökum á þessum bangsahlunk. Þunglamalegar hreyf ing arnar, algert hirðuleysi varðandi klæðnað, í takt við barns- leg uppátæki skapa trúverðugan karakter. Þetta er leiksýning fyrir þá sem vilja sjá vel ígrundaða og góða sýn- ingu, þar sem hljóð, mynd, ljós og leikur fléttast saman í napurri kímni. Elísabet Brekkan Partíið er búið LEIKLIST Þrír gamlir menn með bagga átaka sem sködduðu þá alla fyrir lífstíð: Guð- mundur, Theódór og Sigurður. MYND: LR/SIGFÚS LEIKLIST Hetjur Eftir Gerald Sibleyras Þýðandi: Pétur Gunnarsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Ljós: Kári Gíslason Leikmynd og búningar: Jürgen Höth og Brit Daldrop Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson ★★★★ Þaulhugsuð og hrífandi leiksýning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.