Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 12
12 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. BANDARÍKIN, AP Dæmum fer nú fjölgandi um að háttsettir erindrekar Bandaríkjastjórnar leyfi sér að víkja í ræðu og riti frá yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar George W. Bush forseta, nú þegar hillir undir að hún fari frá völdum. Það mæðir mest á Condoleezzu Rice utanríkisráðherra að bregðast við þessu, en hún virðist eiga í æ meiri erfiðleikum með að halda aga á sínu liði. Þannig urðu hún og talsmenn utanríkisráðu- neytisins að leiðrétta, þvo hendur sínar af eða reyna með öðrum hætti að koma með skýringar á ummælum og athöfnum þriggja háttsettra erind- reka á síðustu dögum um viðkvæm alþjóðamál sem snerta Norður-Kóreu, Íran og Keníu. Fyrst leyfði sér Jay Lefkowitz, sérlegur sendi- erindreki Bandaríkjastjórnar í mannréttinda- málum gagnvart Norður-Kóreu, að segja í ræðu þann 17. janúar í hægrisinnuðu hugveitunni American Enterprise Institute í Washington að sex-velda-viðræðurnar svonefndu um kjarn- orkumál Norður-Kóreu væru einskis nýtar. Þá vanvirti Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, þá rótgrónu stefnu Bandaríkjastjórnar að láta engan erindreka sinn sjást opinberlega með full- trúa klerkastjórnarinnar í Íran, er hann kom fram með íranska utanríkisráðherranum á fundi í Sviss. Einnig leyfði aðalerindreki Bandaríkja- stjórnar gagnvart Afríku sér að nota hið pólitískt hlaðna hugtak „þjóðernishreinsun“ til að lýsa ofbeldinu sem átt hefur sér stað í Keníu eftir for- setakosningar þar. Þessi frávik koma sér illa fyrir Bush-stjórn- ina, sem hefur lagt mikið upp úr því að erindrek- ar hennar tali einu máli. - aa Erindrekar Bandaríkjastjórnar víkja frá opinberri stefnu í yfirlýsingum: Agavandamál í erindrekaliði Bush UTANRÍKISRÁÐHERRANN Condoleezza Rice á erfitt með að halda aga á liði sínu er hillir undir að stjórnin fari frá völdum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Wisconsin-búinn Frank Oresnik er í þann mund að ná sögulegum áfanga þar sem hann hefur brátt ekið pallbílnum sínum, af Chevrolet Silverado- gerð, milljón mílur eða 1.600 þúsund kílómetra. Oresnik fór í vikunni með bílinn, sem er af árgerðinni 1991 og hefur verið í hans eigu síðan árið 1996, í síðustu smurþjónust- una áður en milljón-mílu-markinu verður náð. Hann segist þá munu leggja bílnum. Oresnik þakkar reglulegu viðhaldi og drjúgum skammti af heppni að bíllinn hafi enst svona lengi. - aa Metgóð ending bíls: Pallbíl ekið milljón mílur FISKSALABÍLL Chverolet Silverado- pallbíll. Oresnik hefur notað sinn til að keyra út fiskmeti. MENNTAMÁL Reiknað er með að fyrstu tillögur um breytingu á reiknilíkani sem beitt er til að deila fé niður á framhaldsskóla landsins líti dagsins ljós í vor. Unnið er að reglubundinni endurskoðun á líkaninu í menntamálaráðuneyt- inu. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt kerfið. Þar er greitt fyrir hverja einingu sem nemendur taka lokapróf í, en ekkert er greitt taki nemandinn ekki próf. Ekki er hægt að koma alveg í veg fyrir brottfall nemenda, segir Hjalti. Hann vonast til þess að við endurskoðun kerfisins verði fallist á þá tillögu skólameistara að miðað verði við fjölda nemenda á miðri önn, ekki fjölda þeirra sem skili sér í próf. Skólarnir skipuleggja starfið miðað við fjölda nemenda sem skrá sig í nám, og með því að taka fjöldann um miðja önn má fara sanngjarnan meðalveg, segir Hjalti. Gert er ráð fyrir brottfalli nemenda í reiknilíkaninu, segir Gísli Þór Magnússon, skrifstofustjóri hjá menntamálaráðuneytinu. Hann tekur sem dæmi hóp með 25 nemendum þar sem sex hætta námi á miðri önn. Það fé sem skólinn fái fyrir þá nítján sem eftir eru eigi að duga fyrir kennslu fyrir alla 25 nemendurna. Reiknilíkanið varð til á árunum 1996 og 1997. Gísli segir að mikil umræða hafi verið uppi um hvernig líkanið ætti að vera. Niðurstaðan hafi verið að búa til hvata fyrir skóla til að draga úr brottfalli nemenda. Að auki segir Gísli að gert sé ráð fyrir því að brottfall sé mismikið eftir því hvort um bóknám eða verknám sé að ræða, enda brottfallið meira í verknáminu. Sú upphæð sem ríkisvaldið leggur til framhaldsskóla byggir á áætluðum fjölda nemenda í skólanum við gerð fjárlaga. Við uppgjör fer svo fram tilfærsla á fé milli skóla eftir því hvort nemendur voru fleiri eða færri en áætlun gerði ráð fyrir. Þegar talið er í lok hverrar annar eru peningar færðir frá þeim skólum sem voru með færri nemendur en áætlað var til þeirra sem voru með fleiri nemendur. Vegna þessa hefur það bein áhrif á framlög til annarra skóla þegar skólameistarar ýkja fjölda nemenda sem tekið hafa próf. Eins og Frétta- blaðið upplýsti nýverið voru tveir skólameistar- ar áminntir og þrír til viðbótar fengu tiltal fyrir að oftelja nemendur. brjann@frettabladid.is Tillögur að breyttu kerfi Skólameistarar hafa gagnrýnt reiknilíkan sem liggur til grundvallar greiðslum frá ríkinu til framhalds- skóla. Endurskoðun á kerfinu er að hefjast. Aðeins er greitt fyrir nemendur sem skila sér í próf. GENGIÐ TIL PRÓFS Framhaldsskólar fá aðeins greitt fyrir þá nemendur sem þreyta lokapróf, þó að gert sé ráð fyrir ákveðnu brottfalli í reiknilíkani menntamálaráðuneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍKINGASIÐUR Jarlinn veifaði öxi meðan víkingar hans marseruðu fram- hjá langskipi hans með logandi kyndla í hendi. Er þetta hluti af árlegri hátíð sem fram fer á Hjaltlandseyjum þar sem norræn arfleifð er haldin í heiðri. NORDICPHOTOS/AFP Tvö slys á vélsleðakeppni Lögreglan á Selfossi fékk tvær til- kynningar um vélsleðaslys í fyrradag. Slysin höfðu orðið á vélsleðakeppni nærri Litlu kaffistofunni. Bæði slysin reyndust minniháttar. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Íslenska bankakerfið stendur tæpt. Í umfjöllun breska dagblaðsins Telegraph í gær, sem ber yfirskriftina „Er Ísland á niðurleið?“, segir að þeir íslensku fjárfestar sem hafa sankað að sér eignum í Bretlandi síðustu ár gætu átt von á harðri lendingu. Sjöfalt líklegra sé að Kaupþing, stærsti íslenski bankinn, lendi í greiðsluvandræðum en dæmi- gerður evrópskur banki. Matsfyrir- tækið Moody‘s hafi nýlega tekið íslenska bankageirann til skoðunar vegna hugsanlegrar lækkunar á lánshæfismati. Eins hafi mats- fyrirtækið Standard & Poor‘s varað við erfiðleikum hjá Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum. Hættan á kreppu sé ekki síst vegna þess hve mikið íslensk fyrir- tæki eiga hvert í öðru, segir í grein- inni. Lítið þurfi til að koma af stað keðjuverkun sem leggi allt fjár- málakerfið á hliðina. Eins sé það að nokkru leyti á huldu hvaðan auður íslenskra athafnamanna hafi komið í upphafi. Telegraph vitnar einnig í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Markit síðan í síðustu viku. Þar segir að íslenska bankakerfið sé klassískt dæmi um annað tveggja: djarfan metnað eða hömluleysi, allt eftir því hvernig viðhorf viðkomandi til áhættu sé. Lánamarkaðir hafi hallast að hinu síðarnefnda undanfarna mánuði. Sem dæmi um þann gífurlega vöxt sem orðið hefur í íslenska fjármálaheiminum undanfarin ár nefnir Telegraph hið risastóra samansafn einkaþotna á Reykja- víkurflugvelli. Þær noti hin nýja ráðandi yfirstétt auðmanna til að þeytast heimshornanna á milli, á kostnað svefnfriðar þeirra íbúa sem séu svo óheppnir að eiga heima nálægt flugvellinum. - sþs Varað við yfirvofandi hruni á íslenskum fjármálamarkaði í dagblaðinu Telegraph: Íslenskir bankar á brauðfótum EINKAÞOTUR Í greininni segir að í Reykjavík megi finna eitt stærsta saman- safn einkaþotna í heiminum. Þær noti hin nýja yfir- stétt auðmanna til að ferðast um heiminn á meðan almúginn liggur andvaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.