Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 46
22 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Kanadíska söngkonan Avril Lav- igne mun senda frá sér snyrtivöru- línu á næstunni. Þar á meðal verða hárvörur, baðsápur og ilmvatn með nafni tónlistarkonunnar, sem sótti um einkaleyfi í desember síð- astliðnum. Leyfið nær til ofan- nefndra vörutegunda, og einnig yfir ýmiss konar krem, handáburð, og baðvörur. Hún bætist þar með í stóran hóp stjarna sem hafa sent frá sér svipaðar línur á síðustu árum, eins og Britney Spears, Paris Hilton og Jennifer Lopez eru góð dæmi um. Vinsældir slíkra vara fara sífellt vaxandi. Ilmvötn Victoriu og Davids Beckham, Intimately Beck- ham, voru til dæmis meðal vinsæl- ustu jólagjafanna fyrir síðustu jól. > HANK & EVIE Verðandi foreldrarnir Nicole Kidman og Keith Urban hyggjast senda frá sér tískuvörur undir nafn- inu Hank and Evie, en það eru gælunöfnin sem þau nota. Stutt ermabol- ir merktir þeim hafa rok- selst á heimasíðu Urban og nú vill parið bæta náttfötum, nærfötum, sylgjum og öðrum smá- hlutum við. AVRIL-ILMVATN Kanadíska söng- konan Avril Lavigne mun senda frá sér snyrtivörulínu á næstunni. NORDICPHOTOS/GETTY Ilmaðu eins og Avril Leikkonan Halle Berry, sem vann Óskarsverðlaunin árið 2002, segist lítið spá í Óskarinn dagsdaglega. Hún sé aftur á móti minnt á verðlaunin í hvert skipti sem blaðamenn spyrji hana út í þau. Nýjasta mynd hennar nefnist Things We Lost in the Fire og kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki vera tilnefnd fyrir hlutverk sitt í henni. „Ég vona bara að fólk komi á sjái myndina og að hún skilji eitthvað eftir sig,“ sagði Berry. Myndin, sem fjallar um sorg, eiturlyfjamisnotkun og sanna ást, var upphaflega skrifuð með hvíta fjölskyldu í huga en Berry fékk danska leikstjórann Susanne Bier til að snúast hugur. „Mér finnst það ekki skipta máli hvernig húðlitur manns er. Mér finnst mjög mikilvægt að vera hluti af myndum sem endurspegla nútímaþjóðfélag,“ sagði hún. Hún telur að Óskarinn sem hún fékk fyrir sex árum hafi haft í för með sér jákvæðar breytingar á hugarfari fólks í Hollywood. „Eftir að ég fékk verðlaunin hafa leikarar á borð við Jennifer Judson, Jamie Fox og Will Smith verið verðlaunuð þannig að vonandi eru hlutirnir farnir að breytast.“ Spáir lítið í Óskarsverðlaunin HALLE BERRY Nýjasta mynd leikkonunnar Halle Berry nefnist Things We Lost in the Fire. Lindsay Lohan og Keira Knightley munu takast á um hlutverk Catherine Earn- shaw í mynd gerðri eftir hinni klassísku sögu Emily Brontë, Wuthering Heights, eða Fýkur yfir hæðir. Leikstjórinn John Maybury segir að hann muni ekki afskrifa Keiru, en mikið fari eftir því hvort hana langi aftur að bregða sér í tímabilsbúning, þar sem hún hefur leikið í nokkrum slíkum myndum upp á síð- kastið. „Ég afskrifa Lindsay Lohan ekki heldur. Ég hef mikla trú á stúlkunni og hún er að komast í gegnum þessi marg- umtöluðu vandamál sín – það þarf bara að taka hana alvarlega,“ segir hann. Maybury bætti því þó við að það gæti verið erfitt að hafa bandaríska leikkonu í hlutverki Breta. Lindsay átti að leika á móti Keiru í The Edge of Love, kvikmynd Mayburys um líf Dylans Thomas, en varð að hætta við. Hún gat ekki fengið tryggingu, þar sem hún hafði skömmu áður verið handtekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og að hafa kókaín undir höndum. Vilja báðar vera Catherine MÖGULEG CATHERINE Það gæti orðið Keira Knightley sem kallar á Heathcliff í hlutverki Catherine Earnshaw. ÞJÓÐERNIÐ VANDAMÁL Leikstjóri Wuthering Heights segir stundum erfitt að hafa Banda- ríkjamenn í hlutverki Breta.folk@frettabladid.is Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Golf F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.