Fréttablaðið - 18.02.2008, Síða 56

Fréttablaðið - 18.02.2008, Síða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 18. febrúar, 49. dagur ársins. 9.15 13.42 18.09 9.07 13.26 17.47 Fyrir ellefu árum varð Skotinn John McGuinnes fyrir því óláni að vinna ógrynni fjár – um tvo milljarða íslenskra króna − í lottói. Þegar McGuinnes var orðinn ríkur gerði hann ýmsa skynsamlega og skemmtilega hluti. Til dæmis fjárfesti hann fyrir 540 milljónir í uppáhaldsfót- boltafélaginu sínu, Livingstone (ekki Huddersfield), og kom rausnarlega fram við ættingja og vini. McGuinnes hafði tröllatrú á fasteignamarkaði og keypti hús í Skotlandi og niðri við Miðjarðar- haf. Svo splæsti hann í Jagúar, skartgripi og annað smálegt sem milljóna mæringar þurfa að eiga. ÞVÍ MIÐUR fór allt í handa- skolum hjá fótboltafélaginu og á endanum tók McGuinnes lán með veði í eigum sínum til að koma klúbbnum til hjálpar. Fasteign- irnar skiluðu ekki heldur áætluðum hagnaði, það féll á skartgripina og Jagúarinn bilaði. Þessi vesalings maður er nú alls- laus og lifir á bótum frá samfélag- inu. Þar að auki skuldar hinn fyrr- verandi auðkýfingur 270 milljónir en hafði séð vel út úr skuldum áður en hann varð ríkur. ÞESSI SORGARSAGA kemur Íslendingum að sjálfsögðu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Íslensk auðsæld byggist ekki á spilafíkn og lottóvinningum heldur á við- skiptaviti og vinnusemi. Þótt Skotar kunni ekki með fé að fara mundi engum Íslendingi detta í hug að gera sig að fífli með nýfengnu ríkidæmi. PERSÓNULEG RAUNASAGA Skotans sem fór með auð sinn til andskotans segir okkur aðeins að að léttfengið fé er laust í hendi. Það er því ástæða til að vara lág- launafólk og ellilífeyrisþega við því að ofmetnast yfir því óverð- skuldaða ríkidæmi sem næstu kjarasamningar færa mann- skapnum og steypa sér í bílífi. Skynsamlegast hefði verið að taka enga áhættu og semja um óbreytt kjör, enda eru meira að segja laun- in á Litlahrauni svo há að lög- reglan okkar þarf að nota rafbyssur og piparúða til að verjast Lettum og Lithauga- mönnum sem heimta að komast í vinnu á letigarðinum. Sagan af Skotanum nýríka segir okkur aðeins að peningar eru betur komnir í höndum auðmanna en fátæklinga sem ekki kunna með fé að fara. Annars væru þeir ekki fátæklingar. Eða eins og máltækið segir: Margur verður af aurum api. Harmsaga auðmanns

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.