Fréttablaðið - 25.02.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Er ekki kominn tími á vorhreingerningu?
Skráðu smáauglýsinguna á visir.is eða
hringdu í síma 512 5000 og seldu gamla
dótið með lítilli fyrirhöfn.
Allt sem þú þarft – alla daga
18.– 29. febrúar. Verð frá 990 kr.
Kompudagar í
smáauglýsingunum
Sími: 512 5000
MÁNUDAGUR
25. febrúar 2008 — 55. tölublað — 8. árgangur
Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX
Dorothea E.
Jóhannsdóttir
Sölufulltrúi
898 3326
dorothea@remax.is
Bergsteinn
Gunnarsson
Löggiltur Fasteigna
fyrirtækja og skipasali
Ertu að spá í að selja?
Frítt söluverðmat
FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR
SVÍÞJÓÐ, AP Svíar, sem hafa
löngum verið framarlega í
jafnrétti kynjanna, ætla að hefja
framleiðslu á nýjum nærbuxum
fyrir sjúklinga sem bæði kyn geta
notað.
Með því vonast stjórnvöld til að
spara bæði pláss og peninga. Um
er að ræða nýtísku „boxer“-
nærbuxur sem eru taldar henta
bæði konum og körlum sem liggja
á sjúkrahúsum landsins. Hingað
til hafa sænskir sjúklingar notað
fjórar mismunandi tegundir af
nærbuxum, tvær gerðir fyrir
hvort kyn. Búist er við að
nærbuxnatillagan verði samþykkt
endanlega í apríl og að nýju
nærbuxurnar verði teknar í
notkun skömmu síðar. - fb
Nýjung á sænskum spítölum:
Eins nærbuxur
fyrir bæði kyn
HÍBÝLI - ELDHÚS
Hnífunum strokið
með virðingu
Sérblað um eldhús
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
FASTEIGNIR
Glæsileg íbúð
í Gullengi
Sérblað um fasteignir
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Þekkir einhver þessar
stúlkur?
Auður Styrkársdóttir hjá
Kvennasögusafninu leitar
eftir nöfnum stúlkna sem
tóku þátt í Teofani-feg-
urðarsamkeppni
árið 1930.
TÍMAMÓT 16
fasteignir
25. FEBRÚAR 2008
Fasteignasalan Stakfell hefur til sölu glæsilega 4-6 herbergja íbúð í fjölbýli.
Í búðin er 132 fermetrar á annarri hæð í þriggja hæða fjölbýli við Gullengi. Eignin skiptist í fjög-ur svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Komið er inn í góða forstofu/anddyri með steinflísum á gólfi og fataskáp, þaðan er komið inn í samliggjandi stofu/borðstofu og eldhús. Fallegt eik-arparket er á gólfum. Útgengi er úr stofu út á stórar suðursvalir. Í eldhúsi er gott skápapláss, eyja með helluborði og háfi og nýr ísskápur fylgir. Í eldhús-
rýminu er flísalagt gólf og flísalagt milli skápa. Í miðrými íbúðarinnar er stórt sjónvarpshol. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni, þrjú góð barnaherbergi með skápum og mjög rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum. Baðherbergið er með sturtu og snyrtilegri innréttingu og steinflísum á gólfi. Gluggi er til suðurs í baðherbergi. Flísalagt þvottahús innan eignar með glugga.
Á jarðhæðinni er hjóla- og vagnageymsla og rúm-góð sérgeymsla. Sameiginlegur garður með leiktækj-um. Björt og glæsileg eign með sérinngangi af svöl-um.
Söluverð er 33.900.000 krónur
Glæsileg íbúð í Gullengi
Íbúðin er á annarri hæð í nýlegu fjölbýli við Gullengi.
SÖLUSÝNING Í KVÖLD
KL. 19.30 - 21.00
Ásakór 13-15, 203 KópavogurVerð frá 26.700.000 kr.
Hestavað 1-3 og 5-7, 110 ReykjavíkVerð frá 27.300.000 kr.
Glæsilegar íbúðir – afhent bæði fullbúið og styttra komið.
Glæsilegar íbúðir – afhent bæði fullbúið og styttra komið.
SÖLUSÝNING
Í KVÖLD MILLI
KL. 19.30 – 21.00
Verðmetum fyrir þig!
Hringdu núna 699 6165
www.boas.is
SÖLUSÝNING
Í KVÖLD MILLI
KL. 19.30 – 21.00
híbýli - eldhúsMÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008
Þykknar upp um hádegi. Í dag
kemur að suðurströndinni alldjúp
lægð sem veldur strekkingi og
úrkomu sunnan- og vestanlands. Á
Norður- og Austurlandi verður hæg-
ari vindur og éljagangur, en þurrt á
Austfjörðum.
VEÐUR 4
-2
-1 -4
-3
-1
STJÓRNMÁL Umrót í borgarstjórn-
armálum hefur greinileg áhrif á
nýja skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins, þar sem spurt var til hvaða
stjórnmálamanna mest og minnst
traust var borið.
Flestir, tæplega þrjátíu prósent,
segjast bera minnst traust til Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita
sjálfstæðismanna í borginni.
Hann hefur ekki áður birst á lista
yfir stjórnmálamenn sem minnst
traust er borið til. Annar nýliði á
listanum er Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri og segjast 5,6 pró-
sent bera minnst traust til hans.
Flestir, eða rúmlega fjörutíu
prósent, segjast hins vegar bera
mest traust til Geirs H. Haarde,
forsætisráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins. Næstflestir,
rúm sextán prósent, segjast bera
mest traust til Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, utanríkisráð-
herra og formanns Samfylkingar-
innar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson til-
kynnti í gær að opið væri af sinni
hálfu hver taki við embætti borg-
arstjóra í mars 2009 þegar emb-
ættið fellur Sjálfstæðisflokki í
skaut.
Sátt virðist innan flokksins um
þessa ákvörðun, sem tekin var í
samráði við Geir H. Haarde, for-
mann flokksins. Heimildarmenn
úr innsta kjarna flokksins telja
útilokað að Vilhjálmur verði aftur
borgarstjóri. Bæði Hanna Birna
Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn
Baldursson, borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks, munu sækjast eftir
forystuhlutverkinu.
„Ég hef sóst eftir því að leiða
þennan hóp og áhugi minn á því
hefur ekkert dvínað. Hins vegar
finnst mér þessi umræða ótíma-
bær á meðan staðan er eins og
hún er, við afgreiðum þetta í okkar
hópi en ekki í fjölmiðlum,“ segir
Gísli Marteinn. - ss, bj/ sjá síður 4 og 6
Vilhjálmur Þ. nýtur
minnsta traustsins
Þrjátíu prósent aðspurðra segjast bera minnst traust til Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar af íslenskum stjórnmálamönnum. Vilhjálmur segir opið hver verði
borgarstjóri í mars 2009. Hanna Birna og Gísli Marteinn sækjast eftir embættinu.
FÓLK Eurobandið vann Eurovision-keppni RÚV með
miklum yfirburðum. Lagið This is my life hlaut
rúm fimmtíu þúsund atkvæði en Ho ho ho we say
hey hey hey með Mercedez Club hlaut rúm 23
þúsund atkvæði. Önnur lög fengu mun minna en
alls bárust 111 þúsund atkvæði.
Nokkra athygli vakti að Friðrik Ómar lét stór orð
falla þegar sigurinn var í höfn og sagði: „Glymur
hæst í tómri tunnu.“ Friðrik sagðist í samtali við
Fréttablaðið ekki hafa beint orðum sínum til helstu
keppinauta sinna í Mercedez Club heldur áhang-
enda þeirra sem hefðu látið miður falleg orð falla
meðan á keppninni stóð í Smáralindinni. „Systkini
mín og börnin þeirra voru þarna rétt hjá, heyrðu
þetta og tóku þetta til sín,“ segir Friðrik sem sér
síður en svo eftir þessu. Egill Einarsson, betur
þekktur sem Gillzenegger, telur Friðrik hins vegar
vera að kasta steinum úr glerhúsi. -fgg/ sjá síðu 30
Friðrik Ómar Hjörleifsson ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur í Eurovision:
Sakar áhangendur um fordóma
Villi bíður með
brúðkaupið
Vilhjálmur prins ætlar
ekki að gifta sig fyrr
en 2009.
FÓLK 19
Nýir meistarar
Snæfell og Grindavík
urðu bikarmeistarar í
fyrsta skipti á söguleg-
um bikardegi í Höllinni.
ÍÞRÓTTIR 24 OG 27
VEÐRIÐ Í DAG
MENNING Þeir sem ekki náðu að
kíkja inn í Hafnarhúsið á dögun-
um til að skoða sýningu á vinn-
ingstillögum um framtíðarskipu-
lag Vatnsmýrarinnar geta tekið
gleði sína. Ákveðið hefur verið að
setja sýninguna upp á ný í
vikunni, að þessu sinni á Háskóla-
torgi Háskóla Íslands.
Guja Dögg Hauksdóttir,
sýningarstjóri sýningarinnar í
Hafnarhúsinu, segir að sýningin
hafi verið gríðarvinsæl og að
meira en 5000 manns hafi lagt leið
sína í Hafnarhúsið þessa viku sem
sýningin var uppi. „Það er bara
verið að bregðast við þessum
mikla áhuga,“ segir Guja.
Sýningin verður sett upp á
miðvikudag. - þo
Skipulag Vatnsmýrarinnar:
Sýningin sett
upp á ný
GÓÐAR TILLÖGUR Sýningin á tillögum
um skipulag Vatnsmýrarinnar verður sett
upp á Háskólatorgi.
DROTTNINGARNAR MÆTAST Þúsundir flykktust að hafnarbakkanum í Sydney í Ástralíu í gær þegar sannkallaðar drottningar hafs-
ins mættust í hafnarmynninu. Skemmtiferðaskipin Queen Victoria, í forgrunni, og Queen Elizabeth II eru engin smásmíði. Þetta
verður síðasta ferð Queen Elizabeth II til Ástralíu en ráðgert er að leggja skipinu síðar í ár eftir 39 ára notkun. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Tveir þjófar náðust
eftir innbrot í skartgripaverslun í
miðbænum um klukkan hálfníu í
gærmorgun. Annar þeirra sást í
eftirlitsmyndavél við Veltusund.
Lögreglan kom fljóttt á vettvang.
Þá hafði maðurinn náð þó nokkru
þýfi úr gluggaútstillingu verslun-
arinnar.
Maðurinn tók á rás með hluta
þýfisins og komst í bíl félags síns
við Suðurgötu. Lögreglumenn
veittu þjófunum eftirför og náðu
þeim í Skerjafirði. Þar höfðu
þjófarnir yfirgefið bílinn og haldið
flóttanum áfram gangandi. Hluti
þýfisins fannst í fórum þeirra og
afgangurinn í bifreiðinni. Mennirn-
ir eru á þrítugsaldri og hafa ekki
fyrr komið við sögu lögreglu. - rh
Innbrot í miðbænum:
Náðust á flótta
Græðgi er vond
Árangur sumra íslenskra við-
skiptamanna hefur vissulega verið
ótrúlega góður – en hann hefur
líka verið ævintýralega vondur hjá
öðrum, segir Guðmundur Andri
Thorsson í grein sinni.
UMRÆÐAN 12