Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 2

Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 2
2 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Ýsa í raspiNóatún mælir með 1.098 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi SJÁVARÚTVEGUR Skipstjórar á 22 loðnuveiðiskipum kannast ekki við að hafa rætt við Grétar Mar Jónsson, þingmann Frjálslynda flokksins, og segja miður að hann geri þeim upp skoðanir í viðtali við Fréttablaðið á föstudag. Í yfirlýsingu sem loðnuskip- stjórarnir sendu mótmæla þeir þeim orðum Grétars að margir loðnuskipstjórar segi ástandið þannig að rétt sé að stöðva loðnuveiðar í tvö ár. „Við skipstjórarnir á þeim skipum sem hafa verið á miðun- um erum sannfærðir um að ástand loðnustofnsins er betra en Hafrannsóknarstofnun telur,“ segir í yfirlýsingunni. - bj Saka þingmann um óheilindi: Aldrei rætt við loðnuskipstjóra LOÐNA Loðnuskipstjórar eru sannfærðir um að ástand stofnsins sé betra en Hafrannsóknarstofnun telur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Enginn fangi hefur setið jafn lengi í einangrun í Færeyjum og 25 ára Íslendingur sem handtekinn var í september í tengslum við Pól- stjörnumálið. Hjá manninum fundust tæplega 800 grömm af amfetamíni og um kíló af af e-töflum. Hann hefur nú verið í einangrun í 130 daga. Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir svo langa einangrunarvist ekki tíðkast hér á landi. Lengsta vist sem hann muni eftir hin síðari ár sé einn og hálfur mánuður en hér á landi séu yfirvöld mjög meðvituð um þær fjölþættu afleiðingar sem löng einangrunarvist getur haft á fólk. Færeyska dagblaðið Dimmalætting hefur leitað svara hjá Lindu Hesselberg, saksóknara í máli Íslendingsins, um hvers vegna honum sé haldið svo lengi í einangrun. Hún hefur þó engin svör viljað gefa. Íslendingurinn var fyrst settur í einangrunarvist 18. september. Í október fékk hann að vera í opinni gæslu en í lok þess mánaðar var hann settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Samkvæmt heimildum blaðamanna á Dimmalætt- ing eru líkur á því að hann muni sitja í einangrun í um 170 daga í allt. „Þessi vist er met hér í Færeyj- um,“ segir Heini Gaard, blaðamaður á Dimmalætt- ing. Hann segir fjölmiðla þar í landi hafa reynt að benda á að breyta þurfi reglum um einangrunarvist þar sem fólk hafi áhyggjur af því hve lengi sé hægt að halda mönnum í slíkri vist. „Hann ber sig vel miðað við aðstæður,“ sagði móðir mannsins þegar Fréttablaðið hafði samband við hana en hún segist fá að heyra frá syni sínum vikulega. Hún vildi þó ekki tjá sig frekar um málið af ótta við að spilla fyrir máli hans og auka enn á erfiðleikana. Maðurinn hefur verið búsettur í Færeyjum um skeið en þar á hann fjölskyldurætur og hefur verið við störf. Hann á ekki að baki afbrotaferil. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögurra ára fangelsi, hann geti þó fengið allt að tíu ára dóm og ævilanga brottvísun frá Færeyjum. Dæmt var í Pólstjörnumál- inu hér á landi 15. febrúar. Þau svör fengust frá utanríkisráðuneytinu að vel væri fylgst með líðan fangans en að undanförnu hefur Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, fengið að hitta hann vikulega. karen@frettabladid.is Enginn setið jafn lengi í einangrun Útlit er fyrir að Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum í tengsl- um við Pólstjörnumálið muni sitja í einangrun í 170 daga. Hann hefur verið í einangrun í 130 daga. Enginn hefur verið svo lengi í einangrun þar í landi. DÆMDIR Þeir fengu langa fangelsisdóma Íslendingarnir sem dæmdir voru fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu 15. febrúar. Sá sem fékk lengstan dóm var dæmdur til níu og hálfs árs fangelsisvistar, annar í sjö ár og fimm mánuði og sá þriðji í sjö ár. Fleiri menn voru dæmdir fyrir aðild að málinu en samtals hljóðuðu fangelsisdómarnir upp á 32 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SMYGLSKÚTAN OG VARÐ- SKIPIÐ ÆGIR Nærri 40 kíló af fíkniefnum voru gerð upp- tæk í skútunni að morgni fimmtudagsins 20. september á síðasta ári. SÁDI-ARABÍA Saksóknarar í Sádi- Arabíu hafa til meðferðar mál 57 pilta sem voru handteknir síðastliðinn fimmtudag fyrir að daðra við stúlkur í verslanamið- stöðvum í heilögu borginni Mekka. Mennirnir eru sakaðir um að hafa klætt sig ósiðlega, spilað háværa tónlist og dansað til að ná athygli stúlknanna. Talsmenn piltanna telja að þeir hafi ekki gert neitt rangt. Þeir hittist einfaldlega reglulega í verslana- miðstöðvunum um helgar til að skemmta sér án þess að brjóta lög um aðskilnað kynjanna. -fb 57 piltum stungið í fangelsi: Sakaðir um ósiðlegt daður MENNTAMÁL Háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt að stofna afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburða- nemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors við brautskráningu skólans í fyrradag. Úthlutað verður úr sjóðnum í fyrsta sinn í haust annars vegar styrkjum til nemenda sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands og hins vegar til nemenda sem skara fram úr í námi sínu við Háskólann. Kristín vék einnig að því í ræðu sinni að hún hefði fyrir skemmstu undirritað samstarfssaming við Auðlindastofnun Indlands að frumkvæði Rachendra Pachauri sem hlaut nýverið friðarverðlaun Nóbels. - þo Háskóli Íslands: Styrkir til bestu nemendanna KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR KÚBA Raúl Castro var í gær formlega kjörinn forseti Kúbu af þingi landsins. Hann tekur því við embætti af eldri bróður sínum Fidel sem setið hefur við völd á Kúbu í nær hálfa öld. Raúl, sem er 76 ára að aldri, hefur verið starfandi forseti landsins síðan Fidel dró sig í hlé vegna veikinda árið 2006. Kjörið kom því fáum á óvart. Hins vegar vakti nokkra athygli að Raúl skyldi útnefna José Jamon Machad Ventura sem varaforseta þar sem margir vonuðust til þess að einhver af yngri kynslóð kommúnista yrði fyrir valinu. Að því er fram kemur á fréttavéf BBC krafðist Raúl þess að einn af upprunalegum leiðtogum byltingarinnar á Kúbu fengi embættið og því varð hinn 78 ára gamli Ventura fyrir valinu. Vonir standa til þess að Raúl takist að bæta efnahag landsins sem er bágur og að staða mannréttindamála fari batnandi. Raúl vottaði stóra bróður virðingu sína í gær og greindi frá því að hann yrði áfram hafður með í ráðum. - þo Raúl Castro tekur formlega við forsetaembætti af stóra bróður sínum: Kjörið kom ekki á óvart ÞINGIÐ SAMHLJÓÐA Ljóst þótti að Raúl yrði næsti forseti en útnefning varaforseta kom mörgum á óvart. BANDARÍKIN, AP Neytendafrömuð- urinn Ralph Nader tilkynnti í gær að hann muni bjóða sig fram í for- setakosningunum í Bandaríkjun- um. Þetta verður í fimmta skiptið sem Nader, sem á nokkra daga eftir í 74 ára afmælið, býður sig fram til forseta. Nader verður óháður frambjóð- andi, eins og þegar hann bauð fram árið 2000 og árið 2004. Árið 2000 sökuðu demókratar hann um að hafa kostað Al Gore sigur í kosningum gegn George W. Bush með því að taka atkvæði sem Gore hefði ella fengið. Óttast þeir að Nader muni aftur taka atkvæði frá demókrötum. Nader tilkynnti um framboð sitt í þættinum Meet the press, á sjón- varpsstöðinni NBC. Þar sagði hann Bandaríkjamenn ósátta við bæði demókrata og repúblikana eftir langt stríð í Írak og vegna slæms efnahagsástands. Nader gagnrýndi bæði John McCain, sem sækist eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins, og þau Hillary Clinton og Barack Obama, sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Ekkert þeirra beiti sér fyrir heilbrigðis- þjónustu fyrir alla landsmenn, né væru þau tilbúin að skera niður útgjöld til hernaðarmála. Bæði Obama og Clinton reyndu í gær að gera lítið úr áhrifum Nad- ers. „Augljóslega hjálpar það ekki hverjum þeim sem verður í fram- boði fyrir demókrata. En þetta er frjálst land,“ sagði Clinton. - bj Ralph Nader verður óháður forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum í fimmta skiptið: Demókratar óttast framboðið VERÐUR Í FRAMBOÐI Ralph Nader blæs á fullyrðingar demókrata um að hann taki atkvæði frá frambjóðanda þeirra. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Friðrik, bylur ekki hæst í tómri tunnu? „Alla vega á Dalvík.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson sigraði í undan- keppni Eurovision og stríddi andstæð- ingum sínum með því að hrópa „glymur hæst í tómri tunnu“. Réttara þykir að segja að það bylji hæst í tómri tunnu. UMHVERFISMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti erindi um loftslagsbreytingar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á föstudag. Þar sagði hann að þær breytingar sem orðið hefðu á orkunotkun Íslendinga undanfarna áratugi gætu orðið öðrum ríkjum hvatning til þess að nýta hreina orku. Forsetinn sagði brýnt að bregðast við loftslagsbreytingum með uppstokkun á orkukerfum heimsins og rakti hvernig loftslagsbreytingar birtast okkur í bráðnun jökla og heimskautaíss. - þo Forseti Íslands í New York: Aðrir geta lært af Íslendingum GRÆNLAND Grænland hefur nú fengið sína eigin Facebook- heimasíðu eftir því sem græn- lenski fjölmiðillinn Sermitsiaq greindi frá í gær. Þegar hafa 847 einstaklingar skráð sig sem meðlimi á síðunni en þar má einnig finna skemmtilegar lýsingar um nágrannaþjóð okkar og heimaslóðir þeirra. Eða eins og grænlensku síðuhaldararnir segja: „Hér er ekki bara verkstæði jólasveinsins,“ en því næst mælast þeir til þess að fólk lesi sér til um „svalasta stað jarðarinnar“. Þangað sé gott að koma og 56 þúsund eskimóar geti hreinlega ekki haft rangt fyrir sér. - kdk Svalasti staður jarðarinnar: Grænlendingar fara á Facebook

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.