Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 25.02.2008, Qupperneq 6
6 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. • S. 555 2585 • Irobot.is Umsagnir frá eigendum iRobot Roomba ryksuguvélmennisins: ...ég hreinlega Elska hana Varist eftirlíkingarErt þú búin að fá þér eina? TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu Út af við Eyjakot Bíll fór út af veginum við Eyjakot um hálfsexleytið í fyrradag. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi urðu engin meiðsl á fólki og litlar skemmdir á bílnum. Ökumaðurinn er á fertugsaldri en mikil hálka var á veginum. LÖGREGLUFRÉTTIR Ölvaður á Neskaupstað Maður á þrítugsaldri var handtek- inn grunaður um ölvun við akstur í Neskaupstað aðfaranótt föstudags. LÖGREGLUFRÉTTIR Undir áhrifum fíkiefna Karlmaður á þrítugsaldri var hand- tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ er málið í vinnslu. MATREIÐSLA Norðmaðurinn Geir Skeie vann Food and Fun- keppnina sem var haldin í Listasafni Reykjavíkur í fyrra- dag. Á meðan á dvöl hans hér á landi hefur staðið hefur Geir eldað á veitingastaðnum Silfri. Tólf meistarakokkar víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í keppninni sem fólst í því að matreiða besta fisk-, kjöt- og eftirréttinn úr íslenskum hráefnum. Bar Geir sigur úr býtum fyrir að matreiða alla þrjá réttina best að mati dómnefndar. Höfðu kokkarnir þrjár klukku- stundir til að ljúka við átta skammta af hverjum rétti. - fb Tólf kokkar á Food and Fun: Norðmaður bar sigur úr býtum Ert þú búinn að panta utan- landsferð í sumarfríinu? Já 23,3% Nei 76,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sáttur við niðurstöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um framtíð hans í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins? Segðu þína skoðun á visir.is TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MEST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MINNST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? Skoðanakönnun Frétta- blaðsins 23. febrúar 2008 Skoðanakönnun Frétta- blaðsins 10. febrúar 2007 40,7% 16,3% 9,1% 6,9% 4,4% 4,0% 29,1% 18,5% 9,0% 5,6% 4,3% 4,3% SKOÐANAKÖNNUN Flestir segjast nú bera mest traust til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, af öllum stjórnmálamönnum sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 40,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mest traust til Geirs. Næst flestir, eða 16,3 prósent segjast bera mest traust til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, utan- ríkisráðherra og formanns Sam- fylkingarinnar. Fyrir ári sagðist 12,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku bera mest traust til Ingibjarg- ar. 9,1 prósent nefnir nú Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna. Fyrir ári sagði rúmlega fjórðungur, eða 25,7 prósent, að hann treysti Steingrími mest allra stjórnmálamanna. Algengt er að sömu stjórnmála- menn séu meðal þeirra sem mest og minnst traust er borið til. Fyrir ári var Ingibjörg Sólrún sá stjórn- málamaður sem flestir, eða 27,3 prósent, sögðust bera minnst traust til og Geir H. Haarde var í öðru sæti og nefndu 11,9 prósent hans nafn. Nú deila þau tvö fimmta og sjötta sæti yfir þá stjórnmálamenn sem minnst traust er borið til og nefnd í 4,3 prósentum tilvika. Á hæla þeirra kemur svo Stein- grímur J. Sigfússon, en 4,1 prósent nefnir hann sem þann stjórnmála- mann sem minnst traust er borið til. Það eru því fleiri sem nefna þau þrjú sem stjórnmálamann sem mest traust er borið til en sem stjórnmálamann sem minnst traust er borið til. Þegar litið er til þeirra stjórn- málamanna sem minnst traust er borið til, segjast tæp 30 prósent bera minnst traust til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Athygli vekur að munur eftir búsetu er nánast enginn og þá er jafnframt afar lítill munur á afstöðu eftir kyni. Þeim fjölgar verulega sem nefna Össur Skarphéðinsson sem þann stjórnmálamann sem minnst traust er borið til. 18,5 prósent nefna hans nafn nú en 2,2 prósent nefndu hann fyrir ári síðan. Þá nefna níu prósent nú Árna Mathiesen, en einungis eitt prósent nefndu hann sem þann stjórnmála- mann sem minnst traust var borið til fyrir ári. Í fjórða sæti yfir þá stjórnmálamenn sem minnst traust er borið til er svo Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri og nefna hann 5,6 prósent. Mikill meirihluti þeirra sem nefna Ólaf eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 23. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Til hvaða stjórnmála- manns berð þú mest traust um þessar mundir? 62,0 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt: En minnst? 55,4 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar. svanborg@frettabladid.is Mest traust til Geirs en minnst til Vilhjálms Þ. Rúmlega 40 prósent segjast bera mest traust til Geirs H. Haarde. Tæplega þrjá- tíu prósent bera minnst traust til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Fleiri segjast bera mest traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur en Steingríms J. Sigfússonar. AÐRIR NEFNDIR SEM MINNST TRAUST ER BORIÐ TIL Steingrímur J. Sigfússon Björn Bjarnason Gísli Marteinn Baldursson Árni Johnsen Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Einar K. Guðfinnsson Guðlaugur Þór Þórðarson AÐRIR NEFNDIR SEM MEST TRAUST ER BORIÐ TIL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Guðni Ágústsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Guðjón Arnar Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson Svandís Svavarsdóttir ÚR HVAÐA FLOKKI ÞAU ERU SEM MEST TRAUST ER BORIÐ TIL Framsókn 3,2% Sjálfstæðisflokkur 50,0% Frjálslyndir 0,8% Samfylking 33,9% Vinstri græn 11,1% Aðrir 1,0% ÚR HVAÐA FLOKKI ÞAU ERU SEM MINNST TRAUST ER BORIÐ TIL Framsókn 4,1% Sjálfstæðisflokkur 58,0% Frjálslyndir 1,6% Samfylking 24,6% Vinstri græn 5,9% Aðrir 5,9% Árni M. Mathiesen Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson Ólafur F. Magnús- son Össur Skarphéð- insson Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Dagur B. Eggerts- son Jóhanna Sigurðar- dóttir Stein- grímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir H. Haarde Össur Skarphéð- insson KJÖRKASSINN ÍRAK Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og tugir til viðbótar særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var í bænum Iskandaria, sunnan við Bagdad í gær. Árásin beindist gegn sjíta-pílagrímum sem áttu leið um bæinn og voru á leið til borgarinnar Kerbala fótgangandi. Þar fer nú fram ein helgasta hátíð sjíta- múslíma. Að sögn sjónarvotta gekk tilræðismaðurinn inn í hóp pílagríma og sprengdi sig síðan í loft upp. Þetta var önnur árásin sem gerð var á pílagríma í gær en fyrr um morguninn létust þrír og tæplega 50 særðust þegar árásarmenn sprengdu sprengju við veg sem pílagrímar áttu leið um í Doura í Bagdad. Að því er fram kemur á fréttavef BBC hefur oft verið ráðist á pílagríma á þessari leið á undanförnum árum og því var öryggisgæslan með mesta móti. Tveir þeirra sem særðust í Doura voru einmitt lög- reglumenn sem fylgdu pílagrímunum til að gæta öryggis þeirra. - þo Tvær mannskæðar árásir voru gerðar á sjíta-pílagríma í Bagdad í gær: Tugir létust í sjálfsmorðsárás MIKIÐ MANNFALL Fjölmargir særðust þegar tilræðismaður sprengdi sig í loft upp innan um pílagrímana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.