Fréttablaðið - 25.02.2008, Side 10

Fréttablaðið - 25.02.2008, Side 10
 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn mánudaginn 3. mars 2008 kl. 14.00 í húsakynnum félagsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 14 3 02 /0 8 Aðalfundur 2008 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs. 4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 6. Kosning stjórnar félagsins. 7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 8. Önnur mál löglega fram borin. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Aðalstræti 6, Reykjavík, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Aðalstræti 6 / 101 Reykjavík / Sími 515 2000 / www.tm.is Aðalfundur TM STJÓRNMÁL „Allt frá því ríkisstjórnin tók til starfa hefur hún staðið frammi fyrir miklum efnahags- vanda. Verðbólgan er búin að vera of mikil. Það verð- ur ekki annað séð en að ríkisstjórnin sé að missa allt úr böndunum,“ segir Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins. Hann telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar standa „ráð- þrota“ frammi fyrir erfið- leikum í efnahagslífinu. „Það var mikilvægt strax eftir kosningar að ráðast í að leggja verðbólguna að velli. Ríkisstjórnin hefði átt grípa þá til viðameiri aðgerða en hún hefur gert. Í stað þess stendur hún frammi fyrir miklum vanda,“ segir Guðni. Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, segir efnahags- vandann er snýr að sjávar- útveginum kalla á tafar- lausar aðgerðir. „Mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskafla- heimilda voru ekki miklar. Nú er búið að loka fyrir loðnuveið- ar. Saman við mikla lægð á hluta- bréfamörkuðum eru þetta grafal- varlegar fréttir sem ríkisstjórnin verður að bregðast við með skjót- um hætti.“ Frá því að niðursveifla á hluta- bréfamörkuðum gerði vart við sig hér á landi, á haustmánuðum í fyrra, hefur verðgildi íslenskra fyrirtækja lækk- að um meira en 1.300 millj- arða. Það þýðir umtals- verða tekjuskerðingu fyrir ríkið vegna minnkandi skatttekna. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um að hægja á fram- kvæmdum eða hætta við þær. Guðjón Arnar segir rík- isstjórnina þurfa að sýna meiri ráðdeild og ábyrgð. „Það er vitaskuld vandmeð- farið að stýra efnahagsmál- unum þegar ástandið er eins og það er. En hún verð- ur að bregðast við. Eflaust verður ríkið fyrir tekju- skerðingu upp á tugi millj- arða og henni þarf að mæta. Á móti kemur að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til þess að mýkja lendinguna af því hrapi sem blasir við í sjávarút- veginum.“ Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, segir ríkisstjórn- ina ekki geta hundsað stöð- una. „Það er augljóst mál að aðhaldsleysi í ríkisfjár- málunum síðustu árin er að valda vandræðum nú þegar kreppir að. Þenslan hefur verið alltof mikil og hún er fyrst og fremst sjálfskapar- víti.“ Ríkisstjórnin vinnur að endur- skoðun mótvægisaðgerða vegna vandamála í sjávarútveginum. magnush@frettabladid.is Ræður ekki við efnahagsmál Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja ríkis- stjórnina ekki ráða við efnahagsmálin. Stjórnin ráð- þrota, segir Guðni Ágústsson. Stjórnin þarf að sýna meiri ábyrgð, segir Guðjón Arnar Kristjánsson. GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FÆREYJAR Söfnun er hafin fyrir íbúa þorpsins Skálavíkur á Sandey sem varð fyrir miklum ágangi sjávar í óveðri sem gekk yfir Fær- eyjar um síðustu mánaðamót. Brim gekk þá langt á land og braut mannvirki við höfnina, þar á meðal fiskverkunarhús. Þá sukku nær allir bátar í höfninni en þeir sem voru á landi brotnuðu í spón. Sam- tals sukku eða brotnuðu fimmtán af sextán bátum þorpsbúa. Óveðrið skolaði mestum hluta brimvarnargarðsins inn í höfnina, fyllti hana af grjóti og gerði ónot- hæfa. Kirkjugarður Skálavíkur fór einnig illa þar sem stórum hluta garðsins skolaði á haf út. Skálavík er 300 manna samfélag sem byggir afkomu sína eingöngu á sjósókn. Er atvinnulífið lamað eftir þetta mikla áfall. Söfnunar- reikningur númer 0565-14-607914 hefur verið opnaður í Glitni og er kennitalan 270366-3419. „Er það von okkar að íslenska þjóðin sýni bræðraþjóð okkar þann hlýhug að styrkja hana fjárhagslega í erfið- leikum hennar,“ segir í tilkynn- ingu frá aðstandendum söfnunar- innar. Er þar minnt á rausnarlega framgöngu Færeyinga í kjölfar náttúruhamfara á Íslandi. Söfnunin hefur farið vel af stað en hún stendur til 14. mars. „Ég vona að fyrirtæki og stofnanir bregðist líka vel við,“ segir Níels J. Erlingsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. - ovd Nær allur bátafloti íbúa Skálavíkur á Sandey ónýtur og höfnin full af grjóti: Söfnun fyrir íbúa Skálavíkur FRÁ FÆREYJUM Mesta óveður sem gengið hefur yfir Færeyjar í manna minnum ógnar afkomu þrjú hundruð manna samfélags. Tveir undir áhrifum fíkniefna Tveir ökumenn á þrítugsaldri voru handteknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgar- svæðinu. Fyrst var maður handtekinn í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags og síðan var annar tekinn á Miklubraut- inni á laugardagsmorgun. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.