Fréttablaðið - 25.02.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 25.02.2008, Síða 16
16 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is TENNESSEE WILLIAMS, LEIK- SKÁLD, LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1983, 73 ÁRA AÐ ALDRI. Við erum öll tilraunadýr á rannsóknastofu guðs. Mann- kynið er bara hluti af til- rauninni. Tennessee Williams var banda- rískt leikskáld sem skrifaði meðal annars verkin Köttur á heitu blikkþaki og Sporvagn- inn Girnd. MERKISATBURÐIR 1570 Píus V páfi bannfærir Elísabetu 1. með páfabull- unni Regnans in Excelsis. 1920 Jón Magnússon verður forsætisráðherra Íslands í annað sinn og situr ríkis- stjórn hans við völd í tvö ár. 1942 Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er stofnuð. 1944 Alþingi samþykkir ein- róma að sambandslögin um konungssamband Ís- lands og Danmerkur séu fallin úr gildi. 1975 Ragnhildur Helgadóttir er fyrst kvenna kosin forseti Norðurlandaráðs á þingi þess í Reykjavík. 1966 Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kemur til Ís- lands og heldur tónleika í Háskólabíói. Fyrir fimm árum seldist síðasti hlutinn af eign ríkisins í Landsbankanum á tveimur mínútum. Þar með átti íslenska ríkið ekk- ert í Landsbanka Íslands lengur. Þetta var útboð upp á 640 milljónir og það voru Landsbréf sem sáu um útboðið. Gengi þessara viðskipta var ákveðið 3,73 og voru hlutirnir afgreiddir í þeirri röð sem tilboð bárust. Ekki var sett hámark á ein- stök viðskipti og kláraðist skammturinn í tæplega 40 viðskiptum. Meðalhlutur var því ríflega sextán milljónir króna. Þetta var í annað sinn sem ríkið seldi eignir sínar á þennan hátt í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Landsbréf sáu um sölu á um 20 prósenta hlut í Landsbankan- um með þessari aðferð áður og reynslan af henni þótti góð en þau bréf seldust á parti úr degi sumarið 2002. ÞETTA GERÐIST : 25. FEBRÚAR 2003 Ríkið selur Landsbankann Elskuleg eiginkona mín, Margrét Guðmundsdóttir Hveragerði, er látin. Jarðsett verður í kyrrþey. F.h. fjölskyldunnar, Sigmundur Bergur Magnússon. Móðir okkar og tengdamóðir, Arnóra Friðrikka Salóme Guðjónsdóttir síðast til heimilis að Sléttuvegi 13 Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 17. febrúar sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 14.00. Eiríkur Valdimarsson Arnfríður H. Valdimarsdóttir Ólafur Árnason Magnúsína G. Valdimarsdóttir Þór G. Þórarinsson Sigurjóna Valdimarsdóttir Kristjón Sigurðsson Arnór V. Valdimarsson Guðlaug Jónsdóttir Páll G. Valdimarsson Soffía Gísladóttir Sigurborg Valdimarsdóttir Jón Egilsson Guðjón Valdimarsson Ólafía G. Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur sonur okkar og bróðir, Hrafnkell Helgason Holtabyggð 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Helgi Kristjánsson Edda Guðmundsdóttir Steinar Helgason Alfa Hraundal varð í öðru sæti. Auður Styrkársdóttir er forstöðu- maður Kvennasögusafns Reykjavík- ur. Hún leitaði til Fréttablaðsins með visst erindi og við gefum henni hrein- lega orðið: „Árið 1930 voru svokallaðar Teofani- myndir í gangi. Teofani var sígarettu- tegund sem var flutt hingað inn. Það var árið 1929 sem nokkrir ljósmynd- arar sendu myndir af ungum íslensk- um stúlkum og konum til innflytj- anda þessara sígarettna og eflaust að beiðni hans. Þetta voru 50 myndir sem voru settar inn í sígarettupakkana og síðan áttu kaupendur sígarettnanna að senda inn bréf um það hvaða stúlka þeim þætti fallegust. Auðvitað var þetta til að auka söluna. Ef einhverj- um tækist að safna öllum 50 mynd- unum var í boði útsýnisflugferð yfir Reykjavík. Þann vinning hreppti hinn 14 ára gamli Örn Johnson. Hann var þó ekki reykingamaður heldur hafði hann setið um tóma pakka til að safna myndunum. Hann fékk að fara í þessa 15 mínútna flugferð og kannski hefur hann smitast þá af flugbakteríunni. Að minnsta kosti varð hann einn af frum- kvöðlum flugsins á Íslandi. En aftur að keppninni. Úrslitin voru tilkynnt á Alþingishátíðinni á Þing- völlum. Þó var það atriði ekki eitt af þeim sem kynnt voru í prentaðri dag- skrá heldur var þeim haldið einhvers staðar til hliðar. Svo birti Fálkinn nöfn þriggja efstu stúlkna í þessari kosn- ingu í næsta tölublaði á eftir. 1. verð- laun voru 500 krónur, 2. verðlaun 200 krónur og 3. verðlaun 100 krónur. Þetta var dágóð upphæð í þá daga. Svo birtust viðtöl við þær í DV 1982. Við höfum sem sagt nöfn á þeim stúlkum sem urðu í þriðju efstu sætum keppninnar. Síðan hefur okkur tekist að hafa uppi á nöfnum tveggja í við- bót, annarri þeirra með hjálp Frétta- blaðsins. Það kom þannig til að verið var að rífa innan úr gamla Ríkinu (Pósthúsinu) á Seyðisfirði og með frá- sögn af því birtist mynd sem fannst á milli þilja. Þar var komin ein af þess- um Teofani-stúlkum og ömmubarn hennar bar kennsl á hana. Við eigum allar þessar 50 myndir og þær eru líka til á Þjóðminjsafninu en nöfnin vantar. Nú er spurningin hvort Fréttablaðið vilji ekki birta eina og eina mynd eða tvær og spyrja: „Þekk- ir þú þessa konu?” Vonandi þekkja einhverjir móður sína eða ömmu á þeim. Þeir eru góðfúslega beðnir að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á net- fangið audurs@bok.hi.is Við yrðum afar þakklát fyrir alla aðstoð í þessu sambandi.“ gun@frettabladid.is ÞEKKIR EINHVER ÞESSA STÚLKU?ÞEKKIR EINHVER ÞESSA STÚLKU? Sigurbjörg Lárusdóttir varð í þriðja sæti. KVENNASÖGUSAFNIÐ LÝSIR EFTIR NÖFNUM VIÐ LJÓSMYNDIR Þekkir einhver þessar stúlkur? Hildur Grímsdóttir varð í fyrsta sæti og hlaut 500 krónur að launum. ÓÞEKKTAR STÚLKUR. Auður með myndirnar sem flestar eru ómerktar. Á næstu dögum og vikum mun Fréttablaðið birta eina og eina mynd á Tímamótasíðunni með spurningunni: Þekkir þú þessa stúlku? FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI GUÐRÚN VILMUND- ARDÓTTIR leikhús- fræðingur er þrjátíu og fjögurra ára í dag. JÓN ÓLAFS- SON tónlist- armaður er fjörutíu og fimm ára í dag. SIGURÐUR B. STEFÁNS- SON hagfræðing- ur er sextíu og eins árs í dag. ÞORSTEINN EGGERTS- SON tónlist- armaður og textahöf- undur er sextíu og sex ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.