Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 18
[ ] Sú athöfn að borða er í hugum okkar flestra í fastmótuðum skorðum. Venjulega setjumst við niður og notum ákveðin áhöld til að veiða upp úr pottum og til að matast með. Kimberly Hu er ungur vöru- hönnuður sem býður upp á skemmtilega sýn á matmálstím- ann. Í verki sínu „Dinner Theater“ sem gæti útlagst sem kvöldmatar- leikhús, brýtur Kimberly Hu alla borðsiði. Borðbúnaðurinn er í raun sjálfur til átu. Ljósakrónan er gróft brauð, volgt af hitanum frá perunni. Gestirnir brjóta sér bita af ljósakrónunni og dýfa í smjör- kertið sem logar á miðju borði. Aðalrétturinn er skál úr hrísgrjón- um sem hægt er að fylla með grænmeti og hverju sem er og eft- irrétturinn er diskamottan sem er í rauninni súkkulaðikaka. Hönnun snertir alla þætti okkar daglega lífs, matinn líka og þetta verkefni er hressandi sjónarhorn á matartímann. Hægt er að skoða nánar kvöld- matarleikhúsið og nálgast upp- skriftir á www.kimmu.com heiða@frettabladid.is Verði ykkur að góðu Diskamottan er í raun þykk og ljúffeng súkkulaðikaka. Ljósakrónan er úr brauði sem helst volgt í hitanum frá perunni. Kvöldmatarboðið verður alveg ný upplif- un þegar borðbúnaðurinn er til átu. Gólfmottur má fríska upp á með því að skella þeim á hvolf út í snjóskafl. Dusta þær svo duglega áður en þær eru teknar inn aftur. Le Creuset er heimsþekkt vörumerki í pottum, pönnum og eldföstum mótum. Emaler- aðir og litríkir gripirnir hafa sérstakt og fallegt útlit en eru þó klassískir. Margir safna pottum frá Le Creu- set sem eru löngu orðnir klassísk- ir. Líflegir litirnir færa með sér sígildan, franskan stíl sem lífgar upp á öflugt, steypt járnið. Hitinn breiðist jafnt út í emalerað járnið hvort sem pottarnir og mótin eru notuð í ofni, á grilli eða hellu. Þetta eru pottar sem endast vel og lengi og erfast jafnvel manna á milli. Hver gripur er steyptur í sand- mót sem er bara notað einu sinni og hentar hvers konar eldavélum. Þessi nýi grænblái litur fæst ein- ungis hjá John Lewis-verslunun- um en þær eru einnig með vef- verslun á www.johnlewis.com. og má finna hina grænbláu Le Creu- set-línu undir heitinu „Teal Le Creuset Range“. Einnig fást ker- amikdiskar í sama lit. Nánari upplýsingar um Le Creu- set-vörurnar má finna á heima- síðu fyrirtækisins www.lecreuset. com en verslunin Búsáhöld í Kringlunni er með vörur frá Le Creuset á boðstólum. -hs Heiðblátt á eldavélina Nýi blái liturinn á pottunum frá Le Creuset er mjög sérstakur og heillandi. Gaman getur verið að blanda saman litum. Grensásvegi 12A 108 Reykjavík UMBROT AUGLÝSINGAR Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, fermingarkort, gjafakort, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. Útbúum auglýsingar í alla prentmiðla. Einnig skjá-, strætisvagna- og skiltaauglýsingar. Láttu þínar upplýsingar sjást. sími: 568 1000// frum@frum.is// www.frum.is Fr um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.