Fréttablaðið - 25.02.2008, Side 42
18 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Nú syrtir í álinn. Útlit
er fyrir að kreppan
verði dýpri og lengri
en talið var í fyrstu.
Ekki nóg með það, held-
ur mætir hún líkast til
fyrr til leiks en við héld-
um. Það er sem sagt ekki
seinna vænna að láta grafa dem-
anta í tennurnar og gullhúða lúxu-
sjeppann; það styttist í að slíkar
skreytingar þyki bera vott um
smekkleysi hins ríka í heimi
fátækra.
Almennt er fátt sem við óttumst
eins mikið og kreppur. Kreppuótt-
inn stafar ekki aðeins af því að við
hræðumst að þurfa að gefa nautnir
og neyslu upp á bátinn; við óttumst
kreppur ekki síður vegna þess að
innst í okkar kjarna trúum við því
að efnahagskreppur séu þess
megnugar að knésetja mannlegt
samfélag eins og við þekkjum það
og þurrka út alla siðmenningu. Við
sjáum fyrir okkur að samfélag sem
hefur lengi verið sligað af kreppu
taki á sig einkenni hryllingsmynda;
þannig óttumst við í raun að krepp-
an slengi okkur beinustu leið inn í
myndir á borð við I am Legend eða
28 Days Later þar sem mannlegar
hetjur standa einar á móti full-
komnu hruni siðmenningarinnar
og sturluðum mannætum.
Mannát, tja, við skulum vona að
kreppan verði ekki svo langvinn.
En víst er það svo að neyðin kennir
naktri konu að spinna og allt er hey
í harðindum. Þó verður að segjast
að á þessu stigi málsins er óþarfi að
slengja fram bölsýnum framtíðar-
spám; kreppan er enn sem komið er
bara lítil og pen. Lítum hana því
björtum augum. Hruni siðmenning-
arinnar fylgja nefnilega ýmsir
kostir. Stöðumælaverðir gufa til að
mynda upp sem starfsstétt og í kjöl-
farið verður mögulegt að leggja
bókstaflega hvar sem er án þess að
eiga von á sekt. Það er frábært þar
sem fæstir hafa efni á að borga
stöðumælasektir þegar kreppan
sverfur að. Íslendingar sýna nú
þegar mikla færni og hugmynda-
auðgi þegar kemur að því að leggja
bílunum á skapandi og frumlegan
hátt. Leiða má því líkur að því að
kreppan muni færa okkur ný tilþrif
á þessu sviði. Því ber að fagna.
STUÐ MILLI STRÍÐA Fall siðmenningarinnar
VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR REYNIR AF VEIKUM MÆTTI AÐ VERA BJARTSÝN
Hæ! Gott jólahlað-
borð?
Hún Sesselja Fróða er
nú ansi sæt.
Sonur okkar
beraði
tennurnar
og hvæsti á
mig!
Unglingar
verða illa
haldnir af
þráhyggju.
Að minnsta kosti
á mánudögum!
Kannski líka á
þriðjudögum.
Sjúkur,
sjúkur
maður!
Klukkan hálf tvö hélt hann
aðra ræðu! Þá átti hann
sér draum um að fá sem
flestar hjúkkur með sér heim í
freyðibað!
Ja hérna!
Forstjórinn hélt ræðu fyrir
matinn! Hann átti sér draum
um að reka kraftmesta sjúkra-
húsið í Norður-Evrópu, með
hjálp skapandi og vinnufúsra
starfsmanna!
Já, já!
Hverju?Solla, ef þú heldur
áfram að gretta
þig mun andlitið á
þér festast svona
einhvern daginn.
Hvernig stendur á því
að ég finn sokka úti
um allt?
Elskaðu þá og
yfirgefðu þá.
...einn enn...
Er ekki skrýtið að allir hérna inni
séu eineggja tvíburar?
Því trúi
ég ekki!
Spurðu bara
pabba þinn.
Nú, svo
það er
útskýringin
á þessu.
27. febrúar
28. febrúar
2.mars