Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 2
2 31. mars 2008 MÁNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi Þú sparar 300 kr. 998kr.kg. Ýsuflök roðlaus og beinlaus STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, vill skoða hvort hægt sé að afnema núverandi réttindi þingmanna og ráðherra til eftirlauna. Í ræðu á flokksstjórnarfundi í gær sagði hún mikilvægt að Alþingi taki á málinu en fyrir því liggur frumvarp um að færa eftirlaunarétt þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara til samræmis við það sem almennt gildir. „Frumvarpið tekur ekki á því ríflega eftirlaunakerfi sem margir núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa við í krafti núgildandi laga,“ sagði Ingibjörg og kvaðst telja fulla ástæðu til að skoða hvernig megi nálgast það sem liðið er um leið og mörkuð verður stefna til framtíðar. - bþs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Alþingi taki á eftirlaunarétti STJÓRNMÁL „Krónan er orðin of lítil fyrir íslenskt efnahagslíf,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið eftir ræðu á fundi flokksstjórnar Samfylk- ingarinnar á Hótel Sögu í gær. Aðspurð sagði hún ekki til bráða- lausn á þeim vanda sem steðjar að efnahagskerfinu en langtíma- lausnin fælist í upptöku evru. „Við verðum að lifa við þetta og nota þau tæki sem við höfum en ég er þeirrar skoðunar að þegar til lengri tíma er litið þurfum við að komast inn í Myntbandalag Evr- ópu og taka upp evruna vegna þess að ég held að örgjaldmiðill, við þær aðstæður sem uppi eru á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sé frekar áhætta heldur en vörn,“ sagði hún. Í ræðunni sagði Ingibjörg það helsta hag Íslendinga að taka full- an þátt hvarvetna og sitja við borðið þar sem ráðum er ráðið. Kvaðst hún binda miklar vonir við nýju Evrópunefndina – sem hefur störf á morgun – og trúa því og treysta að hún nálgist verkefni sitt opið og fordómalaust og með það eitt að leiðarljósi að tryggja hagsmuni íslensks samfélags til framtíðar. Lagði hún áherslu á að nefndin ynni hratt. Ingibjörg boðaði umtalsverða lántöku ríkissjóðs til að efla gjald- eyrisforða Seðlabankans en að slíkri lántöku gæti fylgt frekari hækkun stýrivaxta. Mikilvægt væri að senda spákaupmönnum skýr skilaboð um að efnahagskerf- ið verði varið með ráðum og dáð. Við þær efnahagsaðstæður sem nú ríkja segir Ingibjörg rétt að skoða verulega tollalækkun á fugla- og svínakjöti. Slíkt snerti ekki hag bænda nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neyt- enda. Jafnframt sagði hún yfir- lýsingar kaupmanna um 20-30 prósenta hækkun matarverðs óásættanlegar. Ekki gangi að menn skapi sér lag til verðhækk- ana umfram nauðsyn. Ingibjörg lýsti andstöðu við byggingu álvers í Helguvík en benti á að stjórnvöld hefðu takmörkuð stjórntæki til að haga fram- kvæmdum í takt við stefnu og stöðu í efnahags-, byggða- og umhverfismálum. Sagðist hún þeirrar skoðunar að stóriðjufram- kvæmdir á suðvesturhorninu væru ekki góð hagfræði enda lík- legar til að auka á verðbólgu- þrýstinginn. bjorn@frettabladid.is Krónan of lítil fyrir íslenskt efnahagslíf Ekki er til bráðalausn á þeim vanda sem blasir við íslensku efnahagslífi, að mati formanns Samfylkingarinnar. Til lengri tíma litið þarf Ísland að taka upp evru. Styrking gjaldeyrisforða Seðlabankans getur leitt til frekari vaxtahækkana. FRÁ FLOKKSSTJÓRNARFUNDI SAMFYLKINGARINNAR Á HÓTEL SÖGU Í GÆR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, boðaði umtalsverða lántöku ríkis- sjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDBÚNAÐUR Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna, líst illa á hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem hún segir ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar ,svo sem eins og fugla- og svínakjöti. Sagði hún það ekki eiga að snerta hag bænda nema óbeint. „Þetta snertir í raun hag bænda alveg þráðbeint,“ segir Haraldur. „Íslenski kjötmarkaðurinn er um 25 þúsund tonn og þar af er alifugla- kjöt um 7.600 tonn og svínakjöt um sex þúsund tonn. Þannig að það munar heilmikið um þessi 13.600 tonn. Síðan er það svo að kjöt- vinnsla í landinu er borin uppi að mjög miklu leyti með vinnslu á þessu kjöti. Þannig að það myndi lama verulega kjötvinnslu hérlendis ef við misstum stóran hluta vinnslunnar á þessu kjöti út úr landi. Og hér eru mörg þúsund störf að veði. Ef ég tek sem dæmi þá eru starfsmenn í frumframleiðslu og úrvinnslu á alifugla- og svínakjöti aðeins í Kraganum ekki mikið færri en starfsmenn álversins í Straums- vík. Og þó að það séu ekki margir kjúklinga- og svína- bændur hér á landi þá er þetta nú í okkar huga hefðbundinn landbúnaður. Ég tel að þetta sé aðeins útspil til að tryggja flokknum tímabundnar vinsældir því hún hlýtur að vita hvernig þessum málum er háttað.“ - jse Formaður Bændasamtakanna gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu: Snertir bændur þráðbeint KJÖTVINNSLA Yrði hugmyndum Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur um verulega lækkun tolla á fugla- og svínakjöti hrint í framkvæmd gæti það haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir kjötvinnslu í landinu, segir formaður Bændasamtakanna. HARALDUR BENEDIKTSSON Til lengri tíma litið þurf- um við að komast inn í Myntbandalag Evrópu og taka upp evruna. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR STJÓRNMÁL Evrópunefnd forsætis- ráðherra undir tvíhöfða for- mennsku Ágústs Ólafs Ágústs- sonar, þingmanns Samfylkingar, og Illuga Gunnarssonar, þing- manns Sjálf- stæðisflokks, hefur störf á morgun. Nefnd- ina munu skipa þingmenn allra flokka, auk fulltrúa frá ASÍ, Samtökum atvinnulífsins, BSRB og Viðskiptaráði. „Ríkisstjórnin ætlar ekki að skila auðu í Evrópumálum,“ segir Ágúst Ólafur. „Það er ekkert leyndarmál að það eru skiptar skoðanir í stjórnarflokkunum um Evrópumál, en allir flokkar verða að fylgjast með þessum málaflokki.“ - sgj Eftirlitsnefnd hefur störf: Evrópunefnd hittist á morgun ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON BANDARÍKIN, AP „Ég veit að sumir vilja hætta þessu en ég tel þá hafa rangt fyrir sér,“ sagði Hillary Clinton, sem í gær tók af skarið og sagðist ekki ætla að láta af framboði sínu til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í haust. „Afstaða mín er sú að Clinton öldungadeildarþingmaður geti verið í framboði eins lengi og hún vill,“ sagði Barack Obama. Hann sagðist ekki sammála flokksfélaga þeirra, öldungadeild- arþingmanninum Patrick Leahy, sem í síðustu viku sagði að Clinton gæti aldrei sigrað í prófkjörsbar- áttunni gegn Obama. - gb Forkosningar demókrata: Clinton ætlar ekki að hætta BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær að hann styðji að Albanía, Króatía og Makedónía, fái aðild að NATO. Þá vill hann að undirbúningur að aðild Úkraínu og Georgíu hefjist sem fyrst. Leiðtogafund- ur bandalagsins hefst í Rúmeníu á miðvikudag. Þar verða næstu skref til stækkun- ar bandalagsins rædd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er andvígur því að Georgía og Úkraína fái aðild að NATO, og lítur á það sem lið í útþenslustefnu bandalagsins sem ógni rúss neskum hagsmunum. - gb Bush Bandaríkjaforseti: Vill Úkraínu og Georgíu í Nató GEORGE W. BUSH Eggert, hver er lásinn á bláa reiðhjólinu? „Er hann ekki upp, niður, upp, upp, niður?“ Eggert Þorleifsson sagðist í Fréttablað- inu í gær stundum fá símtöl á nóttunni frá fólki sem vilji ræða lásinn á bláa reiðhjólinu í hinu ástsæla miðilsatriði í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Maðurinn sem lést í snjósleða- slysi á laugardagskvöld hét Birgir Vilhjálmsson. Hann var búsettur á Reynivöllum 12 á Egilsstöðum og var fæddur 1. mars 1960. Birgir lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Múslímar fleiri en kaþólskir Múslímar eru í fyrsta sinn í sögunni orðnir fleiri en kaþólskir íbúar jarðar- innar. Kaþólskir eru 17,4 prósent af íbúum jarðarinnar, sem er álíka hátt hlutfall og verið hefur, en múslímum hefur fjölgað og eru þeir nú komnir upp í 19,2 prósent. Fulltrúi Páfagarðs skýrði frá þessu í gær. TRÚARBRÖGÐ EFNAHAGSMÁL Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stór- kaupmanna, er afar óhress með yfirlýsingar Ingibjörgu Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylking- arinnar, um að kaupmenn sæti nú lagi og hækki verð umfram nauð- syn í kjölfar gengislækkunarinnar. Hann hvetur yfirvöld til að takast á við vandann með kaupmönnum og lækka álagningar og tolla. „Mér er eiginlega brugðið að heyra ráðherrann tala um að þetta sé einhver gróðahyggja hjá kaup- mönnum og þeir séu að skara eld að sinni köku,“ segir hann. „Ég bjóst ekki við slíku tali frá einhverjum sem þekkir eðli viðskiptalífsins. Ég þekki mína félagsmenn vel og það eru allir logandi hræddir við þetta ástand og ég get alveg fullvissað ráðherrann um það að menn eru ekki að hækka umfram það sem nauðsynlegt er. Hins vegar sér það hver heilvita maður að ef gengið gagnvart okkar helstu viðskipta- mynt fer niður um 35 prósent eins og það hefur gert frá áramótum þá hlýtur það að leiða til hækkaðs kostnaðarverðs og þar af leiðandi hækkaðs vöruverðs og svo má ekki gleyma hinu að heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur farið hækkandi. Mér líst reyndar ágætlega á þær hugmyndir hennar að lækka tolla á fugla- og svínakjöti en stjórnvöld þurfa þó að gera eitthvað víðtækara en það og ég hvet þau til þess að gera það. Ég veit að kaupmenn eru til í að takast á við vandan með þeim.“ - jse Formaður Félags íslenskra stórkaupmanna: Hneykslaður á ráðherranum VERSLUN Kaupmenn eru ekki að skara eld að sinni köku, segir formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Lést í snjó- sleðaslysi SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.