Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 12
12 31. mars 2008 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Útvarpsstöðin er starfrækt af ungmennum í Borgarnesi og í sumar munu þau vinna við útvarpið að hluta sam- fara vinnuskólanum. „Þetta byrjaði sem jólaútvarp þar sem krakkarnir senda út í fimm daga fyrir jól. Við fengum alltaf lánaðan sendi, en nú er búið að kaupa sendi þannig nú getum við sent út hvenær sem er,“ segir Hanna Kjartansdóttir, starfsmað- ur í félagsmiðstöð Grunnskólans í Borgarnesi. „Í jólaútvarpinu eru fimmtán mínútna fréttatímar í hádeginu og eftir það er hádegis- viðtal,“ segir Hanna. Jólaútvarpið hefur verið starfrækt í um átján ár og hefur hefðin verið þannig að krakkarnir semja auglýsingar fyr- irtækja í sveitarfélaginu og syngja og spila þær sjálf inn. Jóhann Snæbjörn Traustason, nemandi í níunda bekk, segir það vera mjög spennandi að vinna í útvarpinu. „Ég hef verið tvisvar í jólaútvarpinu og í seinna skiptið var ég fréttastjórinn,“ segir Jóhann. „Við gerðum korters fréttatíma, íþrótta- og veðurfrétt- ir en við hringdum í Vegagerðina til þess að gera umferðarfréttir á svæðinu,“ segir hann. Jólaút- varpið sendir frá tíu á morgnana til ellefu á kvöldin þar sem allir bekkir grunnskólans fá að taka þátt. Útvarpstöðin Fm Óðal 101.3 í Borgarnesi heitir í höfuðið á Félagsmiðstöð grunnskólanema og sendir út á fimmtudagskvöld- um í fjóra tíma í senn til að byrja með. „Hugmyndin er síðan að nýta þetta verkefni í sumar því þá geta krakkarnir farið og leikið fréttamenn, farið um byggðina og aflað sér upplýsinga um hvað fólk er að gera hér í sveitarfélaginu,“ segir Hanna. Þetta yrði því yngsti hópur fréttamanna á fréttastofu í sumar. Sérstakt útvarpsráð er skipað nemendum áttunda til tíunda bekkjar sem ber hitann og þung- ann af útvarpinu. Þau fá send handrit og þurfa að samþykkja þau áður en efnið fer í loftið. Í sumar verður sett upp skilti með nafni og tíðni útvarpsstöðvarinn- ar svo að þeir sem eiga leið hjá eða eru í sumarbústað á svæðinu geta lagt við hlustir. „Það geta síðan allir bæjarbúar komið ef þeir eru með leynda útvarps- drauma í maganum og er útvarps- stöðin búin að auglýsa það.“ - áb Unglingar í Útvarpi Óðali UNGMENNIN Í ÚTVARPINU Nemendur við störf á Útvarpi Óðali 101.3. MYND/HANNA KJARTANSDÓTTIR „Ég er gjörsamlega fylgjandi mótmælum vörubílstjóra, mér finnst bensín- og olíuverð orðið allt of hátt,“ segir Gilbert Ólafur Guðjónsson úrsmiður um teppingu Ártúnsbrekkunnar á fimmtudag. Þar stöðvuðu vörubílstjórar alla umferð í hálfa klukkustund til að mótmæla háu bensínverði. „Þarna erum við að tala um menn sem vinna við að keyra, og reksturinn verður sífellt erfiðari fyrir þá.“ Hann bætir þó við að bílstjór- arnir hefðu mátt láta lögreglu og slökkvilið vita áður en til mótmæl- anna kom. „Það var kannski aðeins vanhugsað hvernig þeir gerðu þetta, eitt símtal á réttan stað hefði getað minnkað slysahættuna sem mynd- aðist þarna. En ég er algjörlega á því að þessi mótmæli eigi rétt á sér.“ SJÓNARHÓLL MÓTMÆLI VÖRUBÍLSTJÓRA Gjörsamlega fylgjandi GILBERT Ó. GUÐJÓNSSON Úrsmiður. „Ég er að fara að frumsýna um næstu helgi verk sem heitir Sá ljóti í Þjóðleik- húsinu. Ég leik Þann ljóta eða aðal- hlutverkið,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari. Leikritið fjallar um Lárus sem er talinn of ljótur til þess að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. „Leikritið fjallar um sjálfsmyndir, fegurðardýrkun og hvernig við skiljum sjálf okkur út frá útliti.“ Verkið fjallar um sjálfs- myndarsköpun, blekkingar mannfólksins og dómhörku. Sá ljóti er nýjasta verk Mariusar von Mayenburg sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð að skapa sér nafn í evrópsku leikhúslífi. Margir muna eftir Jörundi sem lék starfsmann á plani í Næturvaktinni sem sýnd var á stöð 2. „Ég er að vinna að Dagvaktinni, sem er framhald Nætur- vaktarinnar, þar sem sagan heldur áfram. Við erum að taka upp í Bjarkarlundi í Reykhólasveit,“ segir Jörundur. Pétur Jóhann, Jón Gnarr og Jörundur leika aðalhlutverkin sem fyrr og Ragnar Bragason leikstýrir. Jörundur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og er einn af stofnendum leikfélagsins Vér morðingjar sem staðið hefur fyrir framsæknum leiksýning- um. Hann hefur tekið að sér ýmis ólík verkefni eftir útskrift. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÖRUNDUR RAGNARSSON LEIKARI Sá ljóti í Þjóðleikhúsinu ■ Í desember síðastliðnum fór flugvél knúin 18 kílówatta rafmótor tengdum liþíum- pólymer-rafgeymi í sitt fyrsta flug í Frakklandi. Hið 48 mínútna tilraunaflug vélarinnar, sem kölluð er „Electra“, náði yfir um 50 kílómetra vegalengd. Vélin er byggð á eins manns heima- smíðaðri „kit“-flugvél af gerðinni Sourciette, en það er franskt félag um rafdrifið flug, APAME, sem stendur að smíðinni. Félagið stefnir að því að fljúga „Electru“ yfir Ermarsund í júlí 2009, þegar rétt 100 ár verða frá fyrsta fluginu yfir það. FLUG: RAFDRIFIN FLUGVÉL Fyrirtækjamótið Vodafone Cup í fótbolta var haldið í fyrsta sinn á laugardag í Vodafone-höllinni. Sigurliðið sem kom frá Glitni mun síðan halda til Moskvu í maí þar sem það mun taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni Voda- fone Cup. Þegar þeirri keppni er lokið fá liðsmenn svo að fara á úrslitaleikinn í Meistaradeild- inni sem fer fram þar í borg þann 21. maí.„Vodafone er einn af aðalkostendum Meistaradeild- arinnar og þess vegna mun Glitn- isliðið að sjálfsögðu fá sérstaka VIP-meðhöndlun á úrslitaleikn- um,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. „Við buðum 30 helstu við- skiptavinum okkar á fyrirtækja- sviði að taka þátt í mótinu í Vod- afone-höllinni og það heppnaðist mjög vel og verður hér eftir haldið árlega,“ segir hann. Lið Glitnis lagði knattspyrnu- kappa Íslandspóst að velli í úrslitaleiknum með fjórum mörkum gegn einu. - jse Glitnir vann fyrirtækjamótið Vodafone Cup: Fara á úrslitaleik í Meistaradeildinni BIKARINN AFHENTUR Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Vodafone, afhendir hér Jóni Inga Árnasyni, fyrirliða Glitnisliðsins, bikarinn. Þótt bikarinn sé mikils virði þykir mönnum þó meira um ferðina sem var í vinning. Endurreisir miðbæinn „Ég lofa því að þessi mál verða sett á dagskrá alveg á næstunni og að snúa vörn í sókn. Þetta óviðunandi ástand er arfleið frá fyrri meirihlutum sem við ætlum okkur að bæta úr.” ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGAR- STJÓRI UM ÁSTANDIÐ Í MIÐBÆNUM Fréttablaðið 30. mars 2008 Með rottum á ylströnd „Þetta er alveg kjöraðstaða fyrir rottur. Ég veit ekki um neinn sem langar að baða sig með þeim.” ÓTTARR HRAFNKELSSON, FOR- STÖÐUMAÐUR YLSTRANDARINNAR Í NAUTHÓLSVÍK, UM FRÁGANG Á RÖRI SKAMMT FRÁ YLSTRÖNDINNI Fréttablaðið 30. mars 2008 GJALDKERAR HÚSFÉLAGA ÞURFA LÍKA SITT FRÍ! HELSTU KOSTIR HÚSFÉLAGAÞJÓNUSTU SPRON: Frekari upplýsingar er að finna á spron.is og hjá viðskiptastjórum í síma 550 1200 eða þjónustuveri í síma 550 1400. Oft fer dýrmætur frítími gjaldkera húsfélaga í að sinna starfi sínu. Af hverju ekki að nýta sér Húsfélagaþjónustu SPRON og spara þannig vinnu og fyrirhöfn? INNGÖNGU TILBOÐ Þau húsfélög, sem koma í viðskipti við SPRON fyrir 30. maí 2008, fá fría innheimtuþjónustu í sex mánuði. A R G U S / 0 8 -0 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.