Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 30
 31. MARS 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Sigríður Nanna Heimisdóttir grunnskólakennari hefur gaman af að elda og vandar sig við val á kryddum. „Þau krydd sem hafa fylgt mér alveg síðan ég byrjaði að elda eru ítölsk krydd eins og basilíka, timjan og oreganó. Ég hef mjög gaman af því að elda og hef mikið sjálfsöryggi í eldhúsinu, þó ég hafi kannski ekki endilega alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sigríður kankvís. Hún flutti að heiman tvítug til Danmerk- ur og þurfti þá að sjá um sig sjálf en var þó farin að elda strax sem unglingur. „Ég man eftir mér svona tólf þrettán ára gamalli að fara með vinkonurnar heim úr Hagaskóla í hádeginu og elda rauðar grænmet- iskássur með spagettíi. Þá notuðum við alltaf þessi ítölsku krydd. Mér finnst líka mjög gaman að rækta fersk krydd og er að bíða eftir að komi upp úr pottunum í gluggan- um núna.“ Sigríður Nanna segist forðast krydd með aukaefn- um en á sér þó leynd- armál í kryddhill- unni. „Aromat! Það er bráðnauðsynlegt í eggjasalatið svo ég leyfi mér að eiga það til.“ - rat Ítölsk krydd og Aromat Aromatið felur sig á milli ítölsku kryddanna í eld- húsinu hjá Sigríði Nönnu. Sigríður Nanna Heimisdóttir bíður eftir að kryddjurtirnar komi upp úr pottunum í eldhúsglugganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Krydd án aukaefna eru í uppáhaldi hjá Sigríði Nönnu. Ferskur kerfill í vasa. Opnar eldhúsinnréttingar geta verið smart. Það getur til dæmis verið flott að taka hurðir og skúffur á gömlum innréttingum af og leyfa inni- haldinu að njóta sín. En þá gildir vera duglegur við að dusta rykið af diskum, glösum og fleiru, hafa skipu- lagið á hreinu og koma hlut- unum haganlega fyrir eins og gert er í þessu glæsilega eld- húsi sem er úr safni ljósmynd- arans Jake Fitzjones. Opið eldhús að hætti ljós- myndarans Jake Fitzjones. Hér má sjá þýska hönnun sem líkir eftir því þegar mjólk sullast niður með tilheyrandi skvettum. Hönnuðurnir Laura Strasser og Milia Seyppel frá Þýskalandi eiga heiðurinn af þessum skemmtilegu morgunverðarskálum úr postulíni en þær hlutu þriðju verðlaun í borðbúnaðarsamkeppni Designboom. Línan heitir „Milk moments“ eða mjólkurstundir og eiga að líkja eftir augnablikinu þegar mjólk sullast niður með tilheyrandi skvettum. - ve Hressandi skvettuskálar Þessar skálar eru eftir hönnuðina Lauru Strasser og Miliu Seyppel frá Þýskalandi. Skipulagið alveg á hreinu Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 PORCELANOSA fl ísar fyrir vandláta 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.