Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 31. mars 2008 19 Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is VIÐSKIPTAKERFIÐ VERÐUR AÐ GETA BREYST JAFNHRATT OG VIÐSKIPTAUMHVERFIÐ. HNÖKRALAUS ÞJÓNUSTA FRÁ FYRSTA DEGI. Microsoft Dynamics AX er öflugasta viðskipta- kerfið frá Microsoft og leysir þarfir fyrirtækisins, allt frá nákvæmri úrvinnslu fjárhagsupplýsinga til skipulagningar á flókinni framleiðslu. Microsoft Dynamics AX gerir fyrirtækjum í framleiðslu, dreifingu og þjónustu kleift að bregðast við breytingum á markaði á hraðvirkan og hagkvæman hátt. Microsoft Dynamics AX lagar sig að þörfum fyrirtækisins fremur en að setja starfseminni skorður. „Innleiðing Microsoft Dynamics AX var viðamikið verkefni fyrir okkur hjá Nóa Síríusi þar sem við vorum að nota margar sérlausnir eins og tollakerfi, vöruhúsakerfi og handtölvu- kerfi. Fyrstu vikurnar eftir gangsetningu Dynamics AX fengum við góða aðstoð og stuðning frá starfsmönnum HugarAx. Við gátum haldið uppi hnökralausri þjónustu strax frá fyrsta degi.“ – Rúnar Ingibjartsson Rúnar Ingibjartsson, forstöðumaður upplýsingasviðs hjá Nóa Síríusi. Möguleikhúsið frumsýndi fyrir réttri viku leikgerð Öldu Arnar- dóttur eftir hinni þekktu sögu Gunnars Gunnarssonar, Aðventu, í húsnæði sínu við Hlemm. Alda leikstýrir verkinu en flytjandinn er einn, Pétur Eggerz. Mun fyrir- hugað að hafa sýningu á verkefna- skrá leikhússins sem hefur um langt árabil einbeitt sér að sýning- um fyrir börn og unglinga og er eini sjálfstæði leikhópurinn sem á sér fastan íverustað í eigin eigu og heldur þar úti samfelldri starf- semi auk þess sem leikið er á far- andsýningum víða um land í grunnskólum og leikskólum. Hefur Möguleikhúsið til þessa haft í rekstur sinn framlag frá Reykjavíkurborg og frá Leiklist- arráði. Þar til í ár en bæði borg og ríki hafa látið af styrk til starf- seminnar sem verður að teljast afar hæpin ráðstöfun. Sýningar Möguleikhússins hafa alla tíð einkennst af þolgæði. Þrátt fyrir litla styrki hafa þeir fáu ein- staklingar sem þar standa í rekstri staðið fyrir leiksýningum fyrir alla aldurshópa barna. Er heimsku- legt af úthlutunarnefndum borgar og ráðuneytis að stöðva til þeirra alla styrki. Sviðsetningin á Aðventu mun einkum hugsuð fyrir eldri bekki grunnskólans. Hún er eins og margar einleikssýningar sem tíðkast víða um þessar mundir sprottin af tilteknu ástandi í fram- leiðslukerfi leiklistar á Íslandi. Tiltekinn leikari hefur áhuga á að koma sér upp tekjulind, segja til- tekna sögu. Sá áhugi er í grunninn kominn til af lágum styrkjum hins opinbera til leiklistarstarfsemi. Styrkur til eins manns sýningar er auðfáanlegur, stofnkostnaður er ekki hár, áhætta um eigið framlag er ekki stórvægileg og auðgert að fá samstarfsmenn til að leggja vinnu sína fram án hárra launakrafna. Fæstir þeirra sem ráðast í slíkar sýningar myndu kosta því til nema sem neyðarúr- ræði. Stæðu önnur og veigameiri verkefni til boða væri þeim frekar sinnt. En þessi frumbýlingsstaða hefur leitt af sér nokkurn hóp inn- lendra verka sem er blanda þess að vera sýning og upplestur því misjafnlega eru efni til þess að gera úr efninu mikil átök. Enda gjarnan sótt inn í hús sem eru þröng og leyfa ekki mikla umgerð. Menn hafa talið þessa tegund leik- listar eitthvert stáss í leiklistarlífi okkar en svo er ekki: einleikurinn er neyðarbrauð. Aðventa er sumpart frásögn sögumanns, sumpart leikin samtöl þar sem sögumaðurinn bregður sér milli örfárra persóna, hann tekur á sig líki þessara einstakl- inga, en bætir um betur, leikur á móti veðri og skepnunum sem eru stór hluti af þessari merkilegu sögu sem Gunnar færði úr ein- földum búningi hrakninga- sögunnar í stóra og víðfeðma dæmisögu um umhyggju fyrir öllu sem lifandi er og gaf aukið tákn- gildi með því að láta hana gerast á aðventunni sjálfri. Allt í frágangi sýningarinnar var vel úr garði gert: leikmynd Messíönu Tómasdóttur frábær- lega falleg smíð í einfaldleika sínum, þaulhugsuð sem táknmynd en um leið nærri natúralísk umgerð. Baðstofa, hjarn, skafl og jarðhús í einni mynd. Tónlist Kristjáns Guðjónssonar var smekkleg og skyggði hvergi á heldur ýtti undir atburðarás og stemninguna. Pétur Eggerz fór af smekkvísi með hin mörgu andlit sem í sögunni birtast. Hann átti ekki auðvelt með að gera ljóslif- andi þá einstaklinga sem þarna birtast, sumir karlanna í sögunni runnu saman í raddbeitingu, Pétur býr ekki yfir þeirri sveigju í rödd að hann geti brugðið sér í margra kvikinda líka. Fyrir bragðið var leikur hans fátóna. Í inngangsorðum verksins er okkur sagt fyrirmunað að skilja fjárgæslu á vetrum. Okkar tímar skynji ekki þá miklu vá sem vofði yfir fjármönnum í vetrarveðrum. Ég er ekki viss um að það sé að öllu leyti rétt: þúsundir manna leggja sig eftir ferðalögum um öræfi árið um kring. Á bóginn þekkir enginn þá lífsreynslu nema sá sem á hana. Fyrir bragðið er mér erindi Aðventu í leiksýningu af þessu tagi ekki ljóst. Hinn kristilegi boðskapur verksins er ekki eindreginn í túlkun Öldu og samverkamanna manna hennar enda vafasamt að hann næði eyrum markhópsins. En tilraunin er þess virði. Páll Baldvin Baldvinsson Aðventan á sviði LEIKLIST Aðventa eftir Gunnar Gunnars- son Leikmynd: Messíana Tómasdóttir Hljóðmynd: Kristján Guðjónsson Leikstjóri og leikgerð: Alda Arnardóttir ★★ Falleg umgerð um sígilda sögu Leiklistarsambandið stendur á þessu vori fyrir umræðufundum um leik- listarmál og verður hóað í samkomu í kvöld á Sólon kl. 20. Fjórir frummæl- endur munu velta fyrir sér hlutverki leikhússins í samtímanum og opnað verður fyrir almennar umræður. Frummælend- urnir eru þau Sveinn Ein- arsson, María Kristjáns- dóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Björk Jakobsdóttir og munu þau velta fyrir sér eftirfarandi spurningu: Hvað varð um kaþarsis? hugleiðingar um hlutverk leik- hússins. Umræðuefnið er ekki nýtt en með því mannvali sem heldur inn- gangserindi má ætla að menn hjá Leiklistarsambandinu hyggist spanna umræður um þau margvís- legu kennsl sem leiklistarstarf- semi á Íslandi býður áhorfendum sínum upp á um þessar mundir. Kennslin sem fólk fær á sýningum Ladda og á nemendasýningum eins og Kræbeibí munu vera önnur en á alvar- legri verkum á borð við Hetjur og Gítarista. Í kynningu á umræðu- efninu er meðal annars eftirfarandi velt upp: „Ef við tökum mark á kenn- ingum Aristótelesar um kaþarsis, þá hreinsun sem áhorfendur gengu í gegnum andspænis örlög- um hinna tragísku hetja, verður ekki um það villst að hlutverk leikhússins í Grikklandi til forna var samfélagslegt. En hvert er samfélagslegt hlut- verk leikhússins í okkar samtíma? Hefur leikhúsið látið hreinsunar- hlutverk sitt öðrum miðlum eftir? Er það aðeins hámenningarleg afþreying, ætlað þröngum hópi menningarlegrar elítu eða staður til að gleyma daglegu amstri eina og eina kvöldstund? Markmið hins hreinsandi kaþarsis var tvímæla- laust að gera áhorfendur að betri manneskjum, en hvernig lítum við á það í dag? - pbb Tæki í hreinsun LEIKLIST Björk Jak- obsdóttir er meðal þeirra sem tala um hreinsum Aristó- telesar á Leiklistar- þingsfundi í kvöld. Hjalti Rögnvaldsson leikari ræðst í það stór- virki næstu fjóra mánu- daga að lesa öll ljóð Þor- steins frá Hamri í samfelldri dagskrá í Iðnó. Er fyrsti lesturinn í kvöld en þá fer Hjalti með ljóð úr bókunum Í svörtum kufli (1958), Tannfé handa nýjum heimi (1960), Lifandi manna landi (1962), Langnætti á Kaldadal (1964) og Jórvík (1967). Hefst lesturinn kl. 17 og lýkur honum ekki fyrr en í nótt kl. 1 eftir miðnætti. Aðgangur er ókeypis. Hjalti hefur verið að undirbúa sig um nokkurt skeið fyrir þessa upp- lestraröð, en hann er sem kunnugt er víðkunn- ur fyrir flutning sinn á bundnu máli og ást sína á ljóðum. Upplestraröðin er í til- efni af sjötugsmæli Þor- steins fyrir skemmstu og fimm áratuga ferli hans sem ljóðskálds. - pbb Maraþonlestur BÓKMENNTIR Hjalti Rögnvaldsson leikari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.