Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 26
 31. MARS 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Sigurbjörg Pétursdóttir innanhúsarkitekt hugðist skipta út gamalli eldhúsinn- réttingu heima hjá sér en hætti við það og náði að bjarga þeirri gömlu fyrir horn. „Ég var að kaupa mér íbúð og tók hana algerlega í gegn. Reif allt innan úr henni, braut niður veggi og henti út gólfefnum. Ætlaði að fá mér nýja innréttingu í eldhús- ið en þá voru bara peningarnir búnir svo ég ákvað að halda þeirri gömlu. Maður verður að forgangs- raða,“ segir Sigurbjörg. Hún kveðst hafa breytt aðeins uppröðuninni, fengið sér nýjar höldur og flikkað upp á skápana með nýrri málningu. „Efri skáparn- ir öðrum megin eru með gleri og á milli þeirra var viðarlitur. Ég lakk- aði kringum glerið með hvítu og líka kappana undir því. Svo setti ég nýjar borðplötur og bjó mér til gott vinnu- pláss, auk morgunverðarborðs,“ lýsir hún. Sigurbjörg kveðst einn- ig hafa fengið sér nýjan vask og blöndunartæki svo og rafmagns- tæki frá Rönning. Sigurbjörg notar háglanslakk á eldhúsið og mælir með því. „Þá er svo gott að þrífa,“ bendir hún á. „Ég er ekki búin að ákveða hvort ég fæ mér eitthvað á milli skáp- anna. Kannski borgar sig að sleppa því núna því einhvern tíma fæ ég mér kannski nýja innréttingu. Ég er samt alveg sátt við útkomuna eins og hún er.“ - gun ● GRÆJAN Þessar Domo salt- og piparkvarnir eru ótrúlega handhægar. Þeim fylgir hleðslutæki og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skipta út rafhlöðunni. Þrýsti maður svo á lítinn hnapp á kvörnunum lýsa þær að neðanverðu sem kemur sér ótrúlega vel þegar verið er að bragðbæta matinn. Kvarn- irnar fást í Byggt og búið og kosta 6.490 krónur saman í pakka. ● RAUTT OG RÓMANTÍSKT Þessi skál er hluti af Aida stelli fyrir fjóra, sem inniheldur skálar, þrískipta diska og ílanga diska. Stellið fæst ýmist í rauðu, svörtu og hvítu og fæst í Byggt og búið á 9.900 krónur. ● BÍTLAR OG BÓHEMAR Það er ekki fjarri lagi að segja að þessar skemmti- legu mynstruðu glasamottur minni um margt á tísku Bítla, blóma- barna og bóhema. Þær fást í fjórum gerðum og eru fjög- ur eintök af hverri tegund seld saman í pakka á 1.820 krónur. Fáanlegt í Búsáhöldum í Kringlunni. Sigurbjörg er nýbúin að taka eldhúsið í notkun og kveðst eiga eftir að fá sér að minnsta kosti klukku á vegg. Öll tækin eru ný og þótt Sigurbjörg mæli ekki endilega með parketti á eldhúsgólf þá fékk hún sér hvíttaða eik frá Álfaborg enda eldhúsið hluti af alrými. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. Opið er úr eldhúsinu inn í borðstofuna. Morgunverðarhornið tekur sig vel út. Eldhúsinnréttingunni bjargað fyrir horn Undir merkjum Stelton eru ýmsar nýjung- ar á markaðnum á þessu vori. Þar má nefna baunina, rúnuðu hitakaffikönnuna sem í út- liti minnir mjög á kaffibaun. Kannan er í senn nytjahlutur og augnayndi og sam- einar þannig þætti sem veita ánægju- lega upplifun. Hún er með háglans- áferð og fæst í þremur litum, rauðum, svörtum og hvítum og haldið er svart á öllum. Baunin er eftir verðlaunahönnuð- inn Flemming Bo Hansen. Brauðpoki sem hannaður er af Klaus Rath er eins og sniðinn fylgifiskur hita- könnunnar. Hann er úr vönduðu bómullar- efni og útbúinn með loki sem hjálpar til við að halda brauðinu fersku. Hann er 23 cm á hæð og þver- málið er það sama. Hann gagnast sem brauðkarfa, bæði í borðstof- unni og sumarbústaðnum auk þess sem hann hentar prýðilega í lautar- ferðir. Margir litir eru í boði og einnig fást minni pokar. Steltonvör- urnar fást meðal annars í Epal. Baun og brauðpoki Baunin er með mjúkar línur og býður upp á heitan sopa. Klaus Rath á heiðurinn að brauðpokunum hér að neðan. Brauðpokinn er í senn nýstárlegt og upprunalegt ílát. ● HÖNNUN Þessi glæsilegi hníf- astandur frá japanska vörumerkinu Kai er búinn segli, svo hnífarnar festast meðfram hliðunum. Stand- urinn kostar 31.900 krónur og Kai- steikarhnífurinn 9.400 krónur. Hvort tveggja fæst í Búsáhöldum í Kringlunni. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.