Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 46
22 31. mars 2008 MÁNUDAGUR Tökur á Dagvaktinni hefjast á næstu dögum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir bætist í hóp aðalleikaranna. „Jú, það er dálítil pressa á okkur að gera þetta almennilega,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri um Dagvaktina, framhald Næturvaktarinnar. „Vinsæld- irnar komu skemmtilega á óvart. Maður hélt að þetta yrði enn eitt Fóstbræðraköltið. Eitthvað sem aðallega menntaskólanemar og nördar myndu fíla, en svo fíluðu þetta nánast allir. Maður er að hitta fjögurra ára gutta sem kvóta Næturvaktina út og suður.“ Tökur á Dagvaktinni hefjast eftir tæpar tvær vikur vestur á Hótel Bjarkarlundi. Hótelið hefur eingöngu verið rekið sem sumardvalarstaður síðustu árin svo kvikmyndagerðin mun ekki trufla starfsemina mikið, frekar auka ásókn þegar fram í sækir ef eitthvað er. Sjö mánuðir eru nú liðnir síðan við kvöddum þremenningana af Shell-stöðinni á sveitaballi í sænsku smálöndunum. „Fyrsti þátturinn fer í að rekja söguna af því hvernig þeir lenda á Hótel Bjarkarlundi,“ segir Ragnar en vill ekki fara frekar út í smáatriði. Upplýsir þó að bætt verði við nýrri aðalpersónu, hótelstýrunni sem leikin er af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. „Við vonum að landsmenn fylgi okkur áfram í gegnum söguna en nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti.“ Leikarar og kvikmyndagerðarmenn verða meira og minna fastir fyrir vestan þar til tökum lýkur, en síðasti tökudagur er áætlaður 20. maí. Samtals verða gerðir ellefu þættir af Dagvaktinni sem fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Ragnar útilokar svo ekki að sérstakur jólaþáttur verði búinn til að auki um Georg Bjarnfreðarson og félaga hans. gunnarh@frettabladid.is NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 7 16 7 12 10 16 7 7 12 7 VANTAGE POINT kl. 8 - 10 LOVEWRECKED kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 6 HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL 16 7 16 16 16 VANTAGE POINT kl.6 - 8 - 10 IN BRUGES kl.5.45 - 8 - 10.10 HORTON kl.6 ENSKT TAL THE ORPHANAGE kl. 8 - 10 BE KIND REWIND kl. 10.30 27 DRESSES kl.5.30 - 8 VANTAGE POINT kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 VANTAGE POINT LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 8 - 10.30 SHUTTER kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 3.30 - 5.45 HORTON kl. 4 - 6 ENSKT TAL HORTON kl. 4 - 6 ÍSLENSKT TAL SEMI PRO kl. 8 - 10.10 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE EYE kl. 8 - 10.10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 5.50 HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL HEIÐIN kl. 10 THE KITE RUNNER kl. 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 5% 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu ERIC BANA, SCARLETT JOHANSSON OG NATALIE PORTMAN SÝNA STÓRLEIK! EF ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ HAFIR SÉÐ ALLT...LÍTTU AFTUR! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir  „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D 10 LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 - 10:10 L 10.000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 12 10.000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP HORTON M/- ÍSL TAL kl. 6 L THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TAL kl. 6 L NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 16 STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 7 DIGITAL DIGITAL STÓRA PLANIÐ kl. 6D -8D- 8:30D-10D-10:30D 10 HANNA MONTANA kl. 6 (3D) L JUNO kl. 8 - 10 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TAL kl. 6 L STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 10 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 8 7 10.000 BC kl. 10:20 12 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 THE EYE kl. 8 - 10 16 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 10.000 BC kl. 8 12 THERE WILL BE BLOOD kl. 10 16 3-D DIGITAL DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR THE EYE - POWER kl. 6, 8 og 10 16 SPIDERWICK kl. 6 og 8 7 HORTON - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L SEMI-PRO kl. 8 og 10 12 RAMBO kl. 10 16 “Vel gerð ævintýra-og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL - H.J. MBL Píparinn hann Mario er mættur á ný, og nú í leiknum Super Mario Galaxy fyrir Nintendo Wii. Hopp og skopp-leikirnir með Mario hafa ávallt verið styrkur Nin- tendo og Galaxy er engin undan- tekning þar á. Leikir eins og Mario hafa aldrei haft sterka sögu, í Galaxy eins og flestum fyrri Mario-leikjum snýst þetta um ævintýri Mario við að bjarga sinni heittelskuðu, prins- essunni Peach, frá Bowser, sem er ávallt að reyna að sölsa undir sig sveppakonungsríkið. Í þetta sinn ræðst hann á konungsríkið og rænir kastalanum sem Peach er í og Mario þarf að hefja ferðalag um sjálfa vetrarbrautina til að bjarga Peach sinni. Til að bjarga Peach og stoppa Bowser þarf Mario að safna stjörn- um sem eru á víð og dreif um stjörnukerfin. Á ferðalögunum í gegnum þessi kerfi þarf Mario að ferðast um frekar skrítin svæði. Leikurinn er í þrívídd og borðin eru oft þannig að merkingin á upp og niður á það til að breyst snöggt, það eina sem ég sé að því er að fólk sem verður auðveldlega bíl- veikt kann að finna fyrir smá óþægindum. Leikurinn notar Wii-mote fjar- stýringuna ásamt Nunchuch til stjórnar. Þú notar Wii-mote fjar- stýringuna til hoppa og að láta Mario grípa stjörnur til að komast áfram í geimnum ásamt að tína upp Starbits sem gefa Mario auka- líf eftir að ákveðnum fjölda er náð. Nunchuck pinninn stjórnar öllum hreyfingum. Það tekur smá tíma að læra á stjórnunina og hreinlega að venjast fjölbreytn- inni í borðunum og síbreytilegum aðstæðunum sem geta komið upp. Það eru yfir 40 borð í leiknum og það var skemmtilegt að spila í gegnum hann og fá aldrei leið á neinu vegna þess að hvert einasta borð var svo frábrugðið því sem kom á undan. Þetta er einn skemtilegasti leik- ur síðustu mánuða og góður fyrir alla aldurshópa, það líður ekki langur tími frá að maður byrjar að spila þangað til maður er kominn með bros á vör við að hjálpa Mario í ævintýri sínu gegn Bowser. Sveinn A. Gunnarsson Stjörnuleit Mario TÖLVULEIKIR Super Mario Galaxy Nintendo Wii Pegi: 3+ (sjá Smais.is) ★★★★★ Einn besti leikurinn sem komið hefur út á Wii. ENDIRINN VERÐUR AFGERANDI Ragnar Bragason leikstýrir framhaldi Næturvaktarinnar. LEIKUR HÓTELSTÝRUNA Á BJARKARLUNDI Ólafía Hrönn verður á Dagvaktinni. Georg Bjarnfreðarson og fé- lagar kveðja eftir Dagvaktina Tónlistarmaðurinn Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói næst- komandi fimmtudag til að kynna sína fyrstu plötu, Celebrating Life, sem kom út á dögunum. Þetta verða síðustu tónleikarnir sem verða haldnir í húsinu í núverandi formi því daginn eftir verður ráðist þar í umfangsmiklar breytingar. „Ég þurfti að kreista það í gegn að hafa tónleika þennan dag því það átti að hefja framkvæmdir 1. apríl,“ segir Borko, sem heitir réttu nafni Björn Kristjánsson. „Það er ekki um marga staði að velja. Nasa er of stór staður og Iðnó og Tjarnabíó eru svipað stórir ef maður ætlar að vera með sitjandi tónleika. Mér finnst bara Tjarnarbíó aðeins meira sjarmerandi.“ Borko fór í sína fyrstu tónleika- ferð um Evrópu í lok febrúar og byrjun mars þar sem hann hitaði upp fyrir Múm ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk alveg stórkost- lega,“ segir hann og tekur fram að hljómsveitin verði með honum á útgáfutónleikunum ásamt tveim- ur blásturshljóðfæraleikurum. Platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og er Borko kampa- kátur með þær. Samt sem áður finnst honum örlítið pirrandi þegar tónlist hans er sett hinn fræga krútt-flokk en lætur það þó ekki á sig fá. Framundan hjá Borko er áfram- haldandi spilamennska auk þess sem hann ætlar að semja efni á nýja plötu í sumar. - fb Borko spilar fyrir breytingar BORKO Björn Kristjánsson heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á fimmtu- daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.