Fréttablaðið - 31.03.2008, Side 26

Fréttablaðið - 31.03.2008, Side 26
 31. MARS 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Sigurbjörg Pétursdóttir innanhúsarkitekt hugðist skipta út gamalli eldhúsinn- réttingu heima hjá sér en hætti við það og náði að bjarga þeirri gömlu fyrir horn. „Ég var að kaupa mér íbúð og tók hana algerlega í gegn. Reif allt innan úr henni, braut niður veggi og henti út gólfefnum. Ætlaði að fá mér nýja innréttingu í eldhús- ið en þá voru bara peningarnir búnir svo ég ákvað að halda þeirri gömlu. Maður verður að forgangs- raða,“ segir Sigurbjörg. Hún kveðst hafa breytt aðeins uppröðuninni, fengið sér nýjar höldur og flikkað upp á skápana með nýrri málningu. „Efri skáparn- ir öðrum megin eru með gleri og á milli þeirra var viðarlitur. Ég lakk- aði kringum glerið með hvítu og líka kappana undir því. Svo setti ég nýjar borðplötur og bjó mér til gott vinnu- pláss, auk morgunverðarborðs,“ lýsir hún. Sigurbjörg kveðst einn- ig hafa fengið sér nýjan vask og blöndunartæki svo og rafmagns- tæki frá Rönning. Sigurbjörg notar háglanslakk á eldhúsið og mælir með því. „Þá er svo gott að þrífa,“ bendir hún á. „Ég er ekki búin að ákveða hvort ég fæ mér eitthvað á milli skáp- anna. Kannski borgar sig að sleppa því núna því einhvern tíma fæ ég mér kannski nýja innréttingu. Ég er samt alveg sátt við útkomuna eins og hún er.“ - gun ● GRÆJAN Þessar Domo salt- og piparkvarnir eru ótrúlega handhægar. Þeim fylgir hleðslutæki og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skipta út rafhlöðunni. Þrýsti maður svo á lítinn hnapp á kvörnunum lýsa þær að neðanverðu sem kemur sér ótrúlega vel þegar verið er að bragðbæta matinn. Kvarn- irnar fást í Byggt og búið og kosta 6.490 krónur saman í pakka. ● RAUTT OG RÓMANTÍSKT Þessi skál er hluti af Aida stelli fyrir fjóra, sem inniheldur skálar, þrískipta diska og ílanga diska. Stellið fæst ýmist í rauðu, svörtu og hvítu og fæst í Byggt og búið á 9.900 krónur. ● BÍTLAR OG BÓHEMAR Það er ekki fjarri lagi að segja að þessar skemmti- legu mynstruðu glasamottur minni um margt á tísku Bítla, blóma- barna og bóhema. Þær fást í fjórum gerðum og eru fjög- ur eintök af hverri tegund seld saman í pakka á 1.820 krónur. Fáanlegt í Búsáhöldum í Kringlunni. Sigurbjörg er nýbúin að taka eldhúsið í notkun og kveðst eiga eftir að fá sér að minnsta kosti klukku á vegg. Öll tækin eru ný og þótt Sigurbjörg mæli ekki endilega með parketti á eldhúsgólf þá fékk hún sér hvíttaða eik frá Álfaborg enda eldhúsið hluti af alrými. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. Opið er úr eldhúsinu inn í borðstofuna. Morgunverðarhornið tekur sig vel út. Eldhúsinnréttingunni bjargað fyrir horn Undir merkjum Stelton eru ýmsar nýjung- ar á markaðnum á þessu vori. Þar má nefna baunina, rúnuðu hitakaffikönnuna sem í út- liti minnir mjög á kaffibaun. Kannan er í senn nytjahlutur og augnayndi og sam- einar þannig þætti sem veita ánægju- lega upplifun. Hún er með háglans- áferð og fæst í þremur litum, rauðum, svörtum og hvítum og haldið er svart á öllum. Baunin er eftir verðlaunahönnuð- inn Flemming Bo Hansen. Brauðpoki sem hannaður er af Klaus Rath er eins og sniðinn fylgifiskur hita- könnunnar. Hann er úr vönduðu bómullar- efni og útbúinn með loki sem hjálpar til við að halda brauðinu fersku. Hann er 23 cm á hæð og þver- málið er það sama. Hann gagnast sem brauðkarfa, bæði í borðstof- unni og sumarbústaðnum auk þess sem hann hentar prýðilega í lautar- ferðir. Margir litir eru í boði og einnig fást minni pokar. Steltonvör- urnar fást meðal annars í Epal. Baun og brauðpoki Baunin er með mjúkar línur og býður upp á heitan sopa. Klaus Rath á heiðurinn að brauðpokunum hér að neðan. Brauðpokinn er í senn nýstárlegt og upprunalegt ílát. ● HÖNNUN Þessi glæsilegi hníf- astandur frá japanska vörumerkinu Kai er búinn segli, svo hnífarnar festast meðfram hliðunum. Stand- urinn kostar 31.900 krónur og Kai- steikarhnífurinn 9.400 krónur. Hvort tveggja fæst í Búsáhöldum í Kringlunni. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.