Fréttablaðið - 02.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 02.04.2008, Side 2
2 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Ísólfur, gengur þú ekki á und- an með góðu fordæmi? „Að sjálfsögðu. Ég á fjögur börn með sömu konunni sem þykir merkilegt nú til dags. Þannig að ég hef fórnað mér fyrir málstaðinn og hvet aðra til dáða.“ Fræðslunefnd Hrunamannahrepps hefur áhyggjur af mannfæð í hreppnum og skorar á fólk að geta fleiri börn. Ísólfur Gylfi Pálmason er formaður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Fljótlegt og gott DÓMSMÁL Rannsókn á nauðgunar- máli tók lengst 1.050 daga á árabil- inu 2002 til 2006. Stysti rannsókn- artími á nauðgunarmáli á sama tímabili var tíu dagar, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissak- sóknara. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari hefur gefið út fyrirmæli til lög- reglustjóra um málsmeðferðartíma í nauðgunarmálum. Meðferðartím- inn telst frá því að kæra er lögð fram, eða frá þeirri stundu að upplýst er hver kærður er, og þar til rannsókn lýkur og málið er sent til ríkis- saksóknara. Rannsókn lög- reglu á nauðgun- armáli skal ekki standa lengur en í sextíu daga, samkvæmt fyrirmælunum, nema að rannsóknarhagsmunir eða „... aðrar alveg sérstakar ástæður standi því í vegi“ að því er segir í bréfi ríkissaksóknara til lögreglu- stjóranna í landinu. Sjálfur skal ríkissaksóknari taka ákvörðun um saksókn innan þrjátíu daga frá því að mál berst embættinu. Kannanir starfshóps ríkissak- sóknara á meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi hafa sýnt að meðaltími rannsókna á nauðgunarmálum hefur lengst jafnt og þétt, úr 96 dögum árið 1998 í 167 daga árið 2001. Meðaltíminn var enn lengri á árabilinu 2002 til 2006, því hann náði 210 dögum á síðastnefnda árinu. Niðurstaða starfshópsins var sú að rannsókn mála taki yfirleitt of langan tíma. „Ástæða þessa virðist oftast sú að óútskýrð hlé verða á rannsókn,“ segir í skýrslu hópsins. „Í nokkrum málum hefur málsmeðferð tafist við það að beðið hefur verið eftir bótakröfum þótt mál teljist fullrannsakað... Þá líður oft langur tími frá beiðni þar til dómskýrsla er tekin. Almennt virtust sjö til tíu dagar líða frá beiðni þar til skýrsla var tekin. Í einu máli liðu 28 dagar þar til skýrsla var tekin.“ Starfshópurinn lagði til að ríkis- saksóknari gæfi fyrirmæli um hámarkstíma málsmeðferðar í nauðgunarmálum sem skyldi að jafnaði ekki vera lengri en 45 dagar hjá lögreglustjórum, en þrjátíu dagar hjá ríkissaksóknara. Ríkis- saksóknari óskaði í kjölfarið umsagnar lögreglustjóranna um þessa tillögu. Að þeim fengnum var talið raunhæft að setja markið við að ljúka rannsókn í þessum mála- flokki á sextíu dögum. Reglur um þessi tímamörk taka gildi frá og með 1. júlí næstkomandi. jss@frettabladid.is Rannsókn á nauðgun tók tæplega þrjú ár Ríkissaksóknari hefur sett lögreglu tímamörk á rannsókn nauðgunarmála. Rann- sókn slíkra mála skal að óbreyttu ekki taka lengri tíma en sextíu daga. Lengst hefur nauðgunarmál verið í rannsókn hjá lögreglu í 1.050 daga, styst í tíu daga. RANNSÓKNARTÍMI NAUÐGUNARMÁLA 2002 2003 2004 2005 2006 Meðaltal dagafjöldi 195 204 153 195 210 Lengst 450 690 300 1050 599 Styst 10 10 30 36 24 Heimilid: Embætti ríkissaksóknara EMBÆTTTI RÍKISSAKSÓKNARA Embætti ríkissaksóknara hefur sett reglur um hámarkstíma málsmeðferðar nauðgunarmála. Rannsókn lögreglu á nauðgunarmáli skal ekki standa lengur en í 60 daga, að óbreyttu. FÓLK Á annað hundrað manns lögðu leið sína á þjónustustöð Skeljungs á Bústaðavegi í gær- morgun eftir að Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu að í tvær klukku- stundir myndi fólk fá verulegan afslátt af eldsneyti. Flestir tóku því vel þegar þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu hlaupið apríl, að sögn stöðvarstjóra. Fjöldi manna ætlaði að nýta sér þetta rausnar- lega tilboð Skeljungsmanna en þurftu frá að hverfa, lítið eitt rjóð- ir í kinnum. Eins og löng hefð er fyrir hljóp landinn apríl þvers og kruss og fjölmiðlar stóðu fyrir stórum hluta þessara gönuhlaupa, að venju. Fréttablaðið sagði frá því á for- síðu að Skeljungur myndi lækka verð á eldsneyti verulega í tvær klukkustundir. Var afslátturinn sem nemur olíugjaldi ríkisins, sem hljómaði ákaflega vel í eyrum neytenda eftir orrahríð síðustu vikna. Jóhanna Berndsen stöðvarstjóri segir að fjöldi fólks hafi komið á Bústaðaveginn til að nýta sér afsláttinn. „Það komu örugglega á annað hundrað manns hingað í gærmorgun og fjöldinn allur hringdi til að fá upplýsingar. Aðrar stöðvar hjá okkur fengu líka við- skiptavini sem vildu nýta tilboðið. Einn hringdi utan af landi. Ég stoppaði manninn þegar hann ætl- aði að leggja af stað í bæinn.“ - shá Fréttablaðið og Skeljungur létu fjölda Íslendinga hlaupa apríl í gær: Aprílgabbi yfirleitt vel tekið GABBAÐUR Þessi viðskiptavinur var einn þeirra sem gáðu ekki að sér. Látbragð hans segir allt sem segja þarf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VALTÝR SIGURÐSSON FRAMKVÆMDIR Endurbætur á sjóvörnum við Ánanaust eru hafnar á vegum framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar. Eins og þekkt er verða iðulega miklar skemmdir á sjóvarnagarðinum við Ánanaust þegar ágangur sjávar er sem mestur. Sérstak- lega hefur skapast vandræða- ástand á þessum stað í miklum óveðrum og háflóði. Samhliða endurbótum á sjóvarnagarðinum liggur fyrir áætlun um allt að þriggja hektara landfyllingu við Ánanaust. Reykjavíkurborg fékk landslags- arkitekt til að móta útlínur sjóvarnagarðsins og landfylling- arinnar. Undirbúningur fram- kvæmda við landfyllinguna hefst fljótlega en efni í hana mun koma úr grunni nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss. - shá Framkvæmdir við Ánanaust: Sjóvarnagarður byggður upp ÁNANAUST Hér hefur sjór gengið ítrekað á land með tilheyrandi vandræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Ljóst er að losun gróðurhúsalofttegunda frá olíuhreinsistöð á Vestfjörðum rúmast ekki innan losunar- heimilda samkvæmt skuldbinding- um Íslands til ársins 2012. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna. Þar segir ennfremur að miðað við stöð af þeirri stærð sem reikna megi með verði losunin um 560 þúsund tonn á ári. Hlutfall losunar miðað við heildarlosun 1990 væri því 16,23 prósent. - bj Ráðherra um olíuhreinsun: Rúmast ekki innan Kyoto ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON LANDBÚNAÐUR Verð á öllu fóðri frá Fóðurblöndunni hækkar um 12 til 21 prósent á morgun. Á heimasíðu fyrirtækisins er greint frá því að ástæðurnar séu miklar hækkanir á innfluttu hráefni til fóðurgerðar og gengislækkun. Til að mynda hafi gengi evru hækkað um tæp fjörutíu prósent frá því í október í fyrra og kostnaðarverð á því hráefni sem þarf til fóðurgerðar hækkað um tíu til fimmtán prósent á sama tíma. Verð á fóðri hefði á sama tíma aðeins hækkað um þrettán prósent. Fyrirtækið Lífland hefur einnig tilkynnt að vegna áframhaldandi verðhækkana á hráefnum og fyrirsjáanlegrar veikingar krónunnar þurfi að hækka verð á kjarnfóðri þaðan á næstunni. - kdk Verðhækkanir í landbúnaði: Dýrara fóður SAMGÖNGUR Borgarstjórn Reykja- víkur skorar á samgönguráðherra og formann samgöngunefndar Alþingis að beita sér fyrir því að hönnun Sundabrautar fari fram samhliða mati á umhverfisáhrifum til að flýta framkvæmdinni eins og hægt er. Tillaga um þetta var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi.Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður borgarráðs, segir að þetta geti flýtt verkinu um hálft ár. Hann segir fulla samstöðu í borgarstjórn um að Sundabraut verði í göngum. Ráðherra verði að beita sér fyrir því að ákvörðun verði tekin. - bj Borgarstjórn um Sundabraut: Undirbúningi verði hraðað FRÉTTABLAÐIÐ Björn Ingi Hrafnsson og Björgvin Guðmundsson hafa verið ráðnir viðskiptaritstjórar á Fréttablaðinu. Þessi ákvörðun er liður í því að auka umfjöllun um viðskipti, efnahagsmál og atvinnulífið í Fréttablað- inu og Markaðnum. Viðskiptaritstjórar Fréttablaðs- ins munu, jafnframt því að ritstýra Markaðnum, hafa yfirumsjón með miðlun frétta um þessi efni, undir merkjum Markaðarins, á öðrum miðlum 365. Björn Ingi Hrafnsson var borgarfulltrúi í Reykja- vík og formaður borgarráðs. Hann gegndi störfum aðstoðarmanns utanríkisráðherra og aðstoðarmanns forsætisráðherra, en starfaði áður lengi á fjölmiðl- um. Hann var meðal annars blaðamaður og þing- fréttaritari Morgunblaðsins og blaðamaður á Eintaki og Morgunpóstinum. Hann hefur einnig unnið við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi auk þess sem tvær bækur hafa komið út eftir hann. Björgvin Guðmundsson er núverandi ritstjóri Markaðarins og var áður fréttastjóri á Fréttablaðinu og ritstjóri DV. Viðskipta- og efnahagsmál fá aukið vægi hjá miðlum 365: Björgvin og Björn Ingi ráðnir viðskiptaritstjórar Fréttablaðsins BJÖRN INGI HRAFNSSONBJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Sofandi ók út á ísilagða á Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann sofnaði undir stýri og hafnaði úti á ísilagðri Seljadalsá í Reykjadal á fjórða tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík brotnaði ísinn undan framhluta bílsins, og er ljóst að illa hefði getað farið. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.