Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 4
4 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
BREIÐAVÍK Viðari Má Matthíassyni lagaprófessor hefur verið falið að smíða frumvarp um bætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegu
tjóni vegna vistunar á Breiðavík eða öðrum heimilum eða stofnunum á vegum ríkisins.
VÍKKAÐU
DEILDAR-
HRINGINN!
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
Nemendur Háskólans í Reykjavík geta farið í
skiptinám til u.þ.b. 300 háskóla um allan heim. HVÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
NOREGUR Íbúarnir í nágrenni
fjölbýlishússins sem hrundi
nýlega í Álasundi hafa fengið að
fara heim til sín aftur. Sumir
hafa þó lýst því yfir að þeir þori
ekki að vera heima, að sögn
norska dagblaðsins Aftenposten,
þar sem þeir telja ekki útséð um
að meira hrynji úr klettabeltinu
fyrir ofan húsin.
Ástandið er stöðugt á hamfara-
svæðinu og telja jarðfræðingar
að lítil hætta sé á frekara hruni.
Ekki hefur tekist að tæma
gastankinn í kjallara fjölbýlis-
hússins og er enn hætta á
gassprengingu. Þar af leiðandi
hefur ekki enn verið hægt að
leita í rústunum að þeim sem
saknað er. - ghs
Álasund í Noregi:
Enn ekki leitað
í rústunum
RÚSTIRNAR Gasleki í kjallaranum veldur
því að enn hefur ekki reynst unnt að leita
þeirra sem saknað er. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
8°
10°
6°
10°
8°
16°
14°
12°
9°
10°
21°
20°
12°
11°
26°
12°
29°
14°
Á MORGUN
8-15 m/s á norðurhluta
landsins annars 3-8
10
0
FÖSTUDAGUR
8-15 m/s austan til
annars 5-10 m/s
2
3
1
0
3
3
5
3
2
1
7
5
6
5
8
18
8
8
6
8
2 2
3
4
4
-4 -4
-1
11
STORMUR Á
STÓRHÖFÐA
Síðdegis fer vindur
almennt vaxandi á
landinu og seint í
dag eða í kvöld má
búast við stormi á
Stórhöfða og úti
við suðurströndina.
Samfara vindinum
sækir úrkomuloft
inn á landið, fyrst
sunnan til og þá
með rigningu. Hins
vegar má búast við
stöku éljum norð-
austan til í dag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan leitar til
almennings eftir upplýsingum
vegna þjófnaðar úr skartgripa-
verslun.
Aðfaranótt fimmtudagsins 27.
mars brutust tveir menn inn í
skartgripaverslun í miðborginni.
Upptaka náðist af þjófunum.
Rannsóknin hefur enn ekki leitt til
handtöku þeirra. Lögreglan leitar
því til almennings eftir upplýsing-
um um annan þeirra, sem
myndaður var á vettvangi. - jss
Lögregla leitar eftir aðstoð:
Upptaka náðist
af þjófunum
ÞJÓFURINN Lögregla biður fólk sem
þekkir manninn á myndinni að veita
upplýsingar í síma 444 1100.
SAMGÖNGUR Ökumenn á þriðja
hundrað bíla þeyttu flautur til að
leggja áherslu á kröfur um lækk-
un á álögum ríkis og olíufélaga á
eldsneyti, þegar þeir óku að
Alþingishúsinu seinnipartinn í
gær.
„Við viljum að álögurnar á bíl-
eigendur verði lækkaðar,“ segir
Halldór Sveinsson, félagi í Ferða-
klúbbnum 4x4, einn þeirra sem
stóðu að mótmælunum.
Mótmælendur afhentu Sturlu
Böðvarssyni, forseta Alþingis,
jeppadekk með ámáluðu slagorði
og bréf þar sem skorað er á stjórn-
völd að bregðast við.
Halldór sagði mótmælin hafa
gengið vonum framar. „Þetta eru
fleiri hundruð bílar, örugglega
nokkur þúsund manns.“
Halldór segir að nú verði beðið
eftir svari stjórnvalda við áskorun
mótmælenda. „Aðgerðir munu
halda áfram í einhverri mynd þar
til eitthvað verður gert, það eru
allir komnir með gersamlega
nóg.“
Fjölmennt lið lögreglu fylgdist
með mótmælunum. Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn segir
að lögregla hafi verið látin vita og
hafi getað skipulagt sig miðað við
það. Mótmælin fóru friðsamlega
fram, en unglingur kastaði eggi í
Alþingishúsið og hljóp lögreglan
hann uppi.
Sendibílstjórar lokuðu gatna-
mótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar í skamma stund í
gær og hægðu á umferð um stund
í Ártúnsbrekkunni. - bj
Ökumenn mótmæltu álögum ríkis og olíufélaga á eldsneyti með hópakstri að Alþingi við Austurvöll í gær:
Haldið áfram þar til eitthvað verður gert
MÓTMÆLT Talsverður fjöldi var saman kominn á Austurvelli í gær til að mótmæla, en
lögregla takmarkaði fjölda bíla á svæðinu við rúmlega tug. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGI Þeir sem urðu fyrir varan-
legu tjóni vegna vistunar á heimil-
um eða stofnunum á vegum ríkis-
ins, eða vanrækslu af hálfu ríkisins
eða starfsmanna þess, fá bætur
frá ríkinu. Viðari Má Matthíassyni
lagaprófessor hefur verið að falið
að smíða frumvarp þar um.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra segir að reynt verði að hafa
þær bætur sanngjarnar þó erfitt
og vandmeðfarið sé að ákvarða
fjárhæðir. Hann segir að þær
verði að taka mið af því sem gerist
í skaðabótamálum. Menn geti þó
ekki gert sér vonir um háar fjár-
hæðir. „Þetta er miklu heldur opin-
ber viðurkenning á ástandinu,“
sagði Geir í samtali við Frétta-
blaðið.
Rætt var um skýrslu nefndar
um Breiðavíkurheimilið á Alþingi
á mánudag. Í umræðunum upp-
lýsti Geir um þríþætt viðbrögð
ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi að
þolendur fái bætur, í öðru lagi að
Breiðavíkurnefndinni verði falið
að hefja könnun á öðrum vistheim-
ilum og -stofnunum og í þriðja lagi
að tryggt verði að ekkert líkt því
sem átti sér stað á Breiðavíkur-
heimilinu gerist aftur.
Geir segir að með sérstakri
lagasetningu eigi að auðvelda
greiðslu bótanna og að ekki þurfi
tímafrekar og kostnaðarsamar
athuganir á hvort bótaskilyrði séu
uppfyllt. Slíkt sé óþarft og ekki á
neinn leggjandi. Vonast hann til að
frumvarpið verði tilbúið fyrri-
hluta maímánaðar og býst við að
það fái hraða afgreiðslu í þinginu.
Í þingumræðunum á mánudag
var meðal annars kallað eftir
afsökunarbeiðni af hálfu stjórn-
valda til handa þolendum í Breiða-
vík. Geir segir að slíkt verði að
skoðast þegar málinu öllu sé lokið.
„En það má segja að þessi rann-
sókn og það sem á að gera sýni að
núverandi valdhafar og sú kyn-
slóð sem nú stjórnar vilji gera
eins gott úr þessu og hægt er þó
að menn beri ekki persónulega
ábyrgð.“
Stefnt er að því að könnun
nefndarinnar á öðrum heimilum
verði lokið á þremur árum en að
áfangaskýrslum verði skilað
árlega. Hafa núverandi nefndar-
menn lýst sig reiðubúna til að
halda starfinu áfram.
bjorn@frettabladid.is
Breiðavíkurdrengirnir
fái sanngjarnar bætur
Ríkisstjórnin ætlar að tryggja þeim sem urðu fyrir varanlegu tjóni vegna vist-
unar í Breiðavík sanngjarnar bætur. Sama á við um önnur vistheimili. Breiða-
víkurnefndin á að skoða málefni annarra vistheimila og -stofnana ríkisins.
NEYTENDUR Stjórnvöld hafa gengið
til samstarfs við ASÍ, Neytenda-
samtökin og Neytendastofu til að
leita leiða til að vinna gegn
verðhækkunum.
Samstarfið var rætt á fundi í
gær. Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra sagði að
ákveðið hafi verið að gera átak í
verðkönnunum til að fylgjast með
þróun á verði á neysluvöru, að því
er fram kemur á visir.is.
Þar er haft eftir Grétari
Þorsteinssyni, formanni ASÍ, að
boðaðar verðhækkanir á matvöru
upp á 20 til 30 prósent séu
óásættanlegar. - bj
Vinna gegn verðhækkunum:
Átak í verð-
könnunum
ESB-sáttmáli staðfestur
Pólska þingið samþykkti í gær lög
sem heimila forseta lýðveldisins að
fullgilda hinn uppfærða stofnsáttmála
Evrópusambandsins, sem kenndur
er við Lissabon. Með atkvæðagreiðsl-
unni var endir bundinn á margra
vikna togstreitu milli stjórnar og
þjóðernissinna í stjórnarandstöðu um
skilyrði fyrir staðfestingunni.
PÓLLAND
GENGIÐ 1.4.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
155,2227
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
76,97 77,33
152,38 153,12
120,34 121,02
16,137 16,231
14,913 15,001
12,825 12,901
0,7651 0,7695
125,78 126,52
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR