Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 6
6 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR DANMÖRK Í þaulskipulögðu ráni höfðu í fyrrinótt grímuklæddir og þungvopnaðir ræningjar á brott með sér andvirði um 480 milljóna króna úr peningaflutningafyrirtæki í Glostrup á Sjálandi. Ræningjarnir brutust inn í fyrir- tækið með því að aka vörubíl í gegn- um vegg. Þeir voru vopnaðir vél- byssum, mæltu ekki orð af vörum og höfðu hröð handtök við að koma peningakössum í flóttabíla sína. Þeir torvelduðu lögreglu eftirför með því að strá nöglum á götuna og skilja eftir kassa með einhverju sem leit út fyrir að vera sprengja. Við rannsókn kom í ljós að í kassan- um var sprengiefni en það var gert óskaðlegt af sprengjusérfræðing- um hersins. Miðstöð peningaflutningafyrir- tækisins Loomis er rétt hjá lestar- stöðinni í Glostrup og hin meinta sprengjuhætta olli því að loka þurfti stöðinni um hríð af öryggisástæð- um. Þetta stöðvaði morgunumferð grenndarlestanna í Kaupmanna- höfn. Að því er lögregla greindi frá varð ræningjunum það reyndar á að missa nokkra peningakassa í götuna út um opinn afturhlera á einhverj- um flóttabílanna þriggja. Að sögn vitna voru bílar ræn- ingjanna stórir, dökkir fólksbílar með sænsk eða þýsk skráningar- númer. Talsmaður dönsku lögregl- unnar segir að fleiri vísbendingar séu um að ræningjarnir tengist Sví- þjóð en nokkur nýleg rán þar í landi hafa verið framin með mjög svipuð- um aðferðum. Fljótlega eftir ránið voru tveir menn í bíl sem ók hratt eftir hrað- brautinni suður af Glostrup hand- teknir. Þeir reyndust hins vegar ekki tengjast ráninu. „Við höfum enga grunaða, engir hafa verið handteknir. En við höfum margar vísbendingar sem við erum að safna saman,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Bent Isager-Nielsen hjá Kaupmannahafnarlögreglunni. Engan sakaði í ráninu. Síðdegis fundust tveir flóttabíl- anna, annar á hvolfi við á nærri Hvidovre, hinn við höfnina í Ishöj. Í honum fundust leifar af sprengi- efni, að sögn Avisen.dk. audunn@frettabladid.is KJARAMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu og líkams- ræktarstöðvar World Class hafa gert með sér samning um að allir starfsmenn lögreglu embættisins fái frítt í líkamsrækt. Lögreglumenn geta því haldið sér í formi án endurgjalds. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ef starfsmaður mætir ekki minnst einu sinni í viku missir hann fríðindin. Þá þarf hann að greiða sjálfur fyrir líkamsrækt- ina. Samningurinn er tilraunaverk- efni, en lögregluembættið hvetur starfsmenn til að hugsa um heilsuna og eigin vellíðan. - sgj Ókeypis líkamsræktarkort: Lögreglumenn fá frítt í ræktina HEFST Á FÖSTUDAG KL. 21.00 Á SKJÁEINUM DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstarétt- ar á hendur tveimur mönnum, Algis Rucinskas og Sarunas Urniezius, vegna brota gegn valdstjórninni. Mennirnir voru sakaðir um að hafa ráðist á lögreglu- menn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu aðfaranótt föstudagsins 11. janúar. Með ákæru útgefinni 5. febrúar 2008 höfðaði ríkissaksóknari mál á hendur þremur mönnum fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á lögreglumennina þar sem þeir voru við skyldustörf í miðborginni. Lögreglumennirnir slösuðust, einn þó sýnu mest. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði alla mennina af broti gegn valdstjórninni en sakfelldi einn þeirra, Algis Rucinskas, fyrir líkamsárás. Hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Ríkissaksóknari mun una sýknudómi yfir þriðja manninum sem ákærður var í málinu. „Eftir að hafa farið yfir dóm héraðsdóms og upptökur af framburði vitna fyrir dómi telur ríkissaksóknari að við meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi verið færðar sönnur á það að ákærðu, Algis og Sarunas, hafi í umrætt sinn gerst sekir um þá háttsemi sem þeir voru ákærðir fyrir,“ segir í niðurstöðu ríkissaksóknara. Ákvörðun ríkissaksóknara um dóm manna sem réðust á lögreglumenn: Dómi yfir tveimur árásarmönn- um áfrýjað til Hæstaréttar Bíræfið rán á Sjálandi Grímuklæddir ræningjar komust á brott með andvirði hátt í 500 milljónir króna úr dönsku peningaflutningafyrirtæki í fyrrinótt. Vísbendingar eru um sænsk tengsl. FRÁ VETTVANGI Lögregla með sporhunda á vettvangi ránsins í Glostrup í gær. LJÓSMYND/NYHEDSAVISEN ALÞINGI Þingmenn allra flokka ítrekuðu mikilvægi Sundabrautar í umræðum á Alþingi í gær. Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki sagði mikil- vægt að ráðast sem fyrst í lagningu Sundabrautar og taldi að víðtæk samstaða væri að nást um svokallaða ytri leið, það er, jarðgöng. Átaldi hann seinagang málsins enda hefði Sunda- braut verið á skipulagi Reykjavíkurborgar um ára raðir og mikilvægi hennar ótvírætt fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins jafnt sem landsbyggðarinnar. Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði undir- búningi Sundabrautar miða vel; mat á umhverfis- áhrifum jarðgangaleiðar væri að hefjast. Benti hann á að það yrði í fjórða eða fimmta sinn sem umhverf- ismat væri gert en jafnoft hafi hugmyndir um nýja legu brautarinnar komið upp. Kristján kvaðst vonast til að hægt yrði að bjóða framkvæmdir út á næsta ári en eftir væri að ákvarða fjárframlög til hennar. Þegar væri samþykkt að verja átta milljörðum af Símapeningunum til verksins en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 35 milljarða. Mis- munurinn er 27 milljarðar. - bþs Samgönguráðherra segir títt mat á umhverfisáhrifum hafa tafið Sundabraut: Þarf að finna 27 milljarða BIRKIR JÓN JÓNSSON KRISTJÁN MÖLLER MONTE CARLO Í nágrenni stað- arðins var ráðist á lögreglumennina. Ertu hlynnt(ur) byggingu sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýri? Já 75% Nei 25% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hljópstu 1. apríl? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.