Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 8
8 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
Ármúla 23
108 Reykjavík
Sími: 510 0000
Brekkustíg 39
Njar›vík
Sími: 420 0000
Mi݇si 7
Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Grundargötu 61
Grundarfir›i
Sími: 430 0000
www.besta.is
EXPRESS
MOPPUSKAFT
fiú flarft enga fötu, fyllir
bara handfangi› me› vatni
og hreinsiefni!
Ótrúlega einfalt!
ULTRAMAX
MOPPUSETT
Blaut- og flurrmoppur
fyrir allar ger›ir gólfa.
Fatan vindur fyrir flig.
Hrein snilld!
ATTRACTIVE
RYKKÚSTUR
Afflurrkunarkústur sem
afrafmagnar. Langir flræ›ir
sem ná í afskekktustu afkima
og skilja ekkert eftir!
Ótrúlega sni›ugt!
fiRIFIN
LEIKUR
VER‹A
* EINN!
Safnaðu
Vildarpunktum
Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
*Nánari upplýsingar um fargjaldaflokka Icelandair á netinu. Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta.
Til og með 4. apríl bjóðum við 50% barnaafslátt
af Economy og Best Price fargjöldum* fyrir börn,
11 ára og yngri, til allra áfangastaða okkar erlendis.
Ferðatímabil er til og með 31. desember.
+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is
50%
AFSLÁTTUR
FYRIR BÖRN
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Auglýsingasími
– Mest lesið
UMFERÐARMÁL Ökumaður sem lést í
umferðarslysi á Laugarvatnsvegi í
ágúst í fyrra er talinn hafa ekið ölv-
aður á 180 til 200 kílómetra hraða á
klukkustund þegar slysið varð.
Kemur þetta fram í nýrri skýrslu
Rannsóknarnefndar umferðarslysa
(RNU).
Var ökumaðurinn, ungur karl-
maður, að reyna að stinga af frá lög-
reglu sem hafði hætt eftirför vegna
mikils hraða. Að mati RNU má rekja
orsakir slyssins til ölvunar- og ofsa-
aksturs en bifreið mannsins var
afar öflugur þýskur fólksbíll. Voru
kraftar þeir sem
verkuðu á bílinn
slíkir að toppur
hans rifnaði af
og kastaðist upp
í háspennulínu
sem liggur
skammt frá veg-
inum. Þá rifnuðu
hurðir af bíln-
um.
Segir í skýrsl-
unni að um 70 metra löng skriðför
hafi verið á veginum þar sem bíllinn
fór út af og að utan vegar, þar sem
bifreiðin hafi farið í loftköstum og
veltum meðfram veginum, hafi för
eftir hana verið á alls 215 metrum.
Þá hafi ökumaðurinn, sem ekki var í
bílbelti, kastast út úr bílnum, að
minnsta kosti 80 metra og hafnað 23
metrum frá staðnum þar sem bíll-
inn staðnæmdist.
„Þetta er því miður ekki eins-
dæmi,“ segir Ágúst Mogensen, for-
stöðumaður Rannsóknarnefndar
umferðarslysa. „Ég man reyndar
ekki eftir bíl á 200 kílómetra hraða
áður en þetta eru svipaðar aðstæð-
ur.“ Ágúst segist vilja opna umræðu
um þessi mál. Ölvaðir ökumenn,
stundum í andlegu ójafnvægi eftir
rifrildi eða deilur, séu hættulegir
öðrum ökumönnum og það sé ekki
þeirra einkamál. Oft tilkynni
aðstandendur um ökumenn þegar
svona er. „Þetta tengist oft skemmt-
anahaldi, sumarbústaðaferðum og
stóru ferðahelgunum.“
Einar Magnús Magnússon hjá
Umferðarstofu hvetur einnig til
opinskárrar og vandaðrar umræðu.
„Umræðan getur orðið til þess að
koma í veg fyrir að aðrir taki upp á
svona áhættuhegðun.“
Umferðarstofa hefur á undan-
förnum árum haft í frammi margs
konar áróður um alvarleika þess að
aka undir áhrifum vímuefna. Segir
Einar að því miður nái slíkur áróður
ekki til ákveðins hóps. „Sá hópur er
lítill en í stórkostlega mikilli hættu.“
Segir hann fulltrúa þessa hóps vera
stórt hlutfall þeirra sem slasast, láta
lífið eða valda öðrum slysum. „Án
þess að ég sé að tjá mig um þetta til-
tekna dæmi þá sjáum við því miður
oft og tíðum alveg hörmuleg slys
sem túlka má sem tilræði við sam-
borgara okkar.“
olav@frettabladid.is
Kastaðist áttatíu metra
eftir að hann ók út af
Ökumaður sem lést í umferðarslysi í fyrra er talinn hafa verið á allt að 200
kílómetra hraða. Í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa kemur fram að
ökumaðurinn kastaðist tugi metra eftir útafakstur. Hvatt til opinnar umræðu.
ÁGÚST MOGENSEN Umræðan getur orðið til
þess að koma í veg fyrir
að aðrir taki upp á svona áhættu-
hegðun.
EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON
VERKEFNASTJÓRI HJÁ UMFERÐARSTOFU
SKILTI Á SANDSKEIÐI Fjórir hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður hefur
ákveðið að fresta útboði íbúða-
bréfa á fyrsta ársfjórðungi og
mun hluti áætlaðrar útgáfu íbúða-
bréfa verða færður til annars árs-
fjórðungs 2008. Samkvæmt áætl-
unum sjóðsins átti að gefa út
íbúðalánabréf fyrir allt að þrettán
milljarða króna á fyrsta ársfjórð-
ungi. Þess gerist ekki þörf þar
sem nægt fé er í sjóðnum til að
mæta eftirspurn til skamms tíma.
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs,
segir ástæðu þess að útboðinu var
frestað einfaldlega að útlán sjóðs-
ins hafa verið minni á fyrsta árs-
fjórðungi en áætlanir gerðu ráð
fyrir. „Fjárhagsstaða sjóðsins var
sterk um áramót og það hefur
ekkert kallað á að við þyrftum að
sækja okkur fjármuni.“
Guðmundur játar því að frest-
un útboðsins sé nokkuð lýsandi
fyrir stöðu fasteignamarkaðar-
ins. „Já, hún er það kannski en
þetta hefur verið nokkuð líflegt
hjá okkur. Ég býst við að þeir sem
eru að gera eitthvað séu hérna
hjá okkur því lítið er að hafa hjá
bönkunum. Það litla lánsfé sem er
sótt til fasteignakaupa er sótt til
okkar.“
Eins og kom fram í forsíðufrétt
Fréttablaðsins í gær hefur velta á
fasteignamarkaði verið 25 millj-
örðum minni á fyrstu þremur
mánuðum ársins miðað við sama
tíma í fyrra. - shá
Íbúðalánasjóður ákveður að fresta útboði íbúðabréfa til annars ársfjórðungs:
Sjóðurinn á nægt fé til útlána
FRÁ EGILSTÖÐUM Íbúðalánasjóður þarf
ekki að sækja sér rekstarfé með útgáfu
íbúðabréfa. Nægt fé er til skiptanna
vegna minni útlána.
UMHVERFISMÁL Rafbílaeigendur geta hlaðið bíla sína
endurgjaldslaust á orkupóstum sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur sett upp í samstarfi við
Reykjavíkurborg, Kringluna og Smáralind. Er
markmið framtaksins að hvetja íslenska bílaeig-
endur og bílaumboð til að kynna sér kosti raf-
magnsbíla í borgarumferðinni.
Orkupóstarnir eru fimm talsins en hægt er að
hlaða tíu bíla á hverjum þeirra. Eru þeir staðsettir
á bílastæðum Smáralindar, Kringlunnar og í
Bankastræti. Þá má leggja vistvænum bílum
ókeypis í allt að 90 mínútur í hvert sinn í miðbæ
Reykjavíkur.
Í sameiginlegri tilkynningu Orkuveitunnar og
Reykjavíkurborgar segir að spara megi um 190
þúsund krónur með því að reka rafmagnsbíl eins
og þann sem Orkuveitan á í stað algengs fjöl-
skyldubíls. Er þá ótalinn minni útblástur gróður-
húsalofttegunda.
Í tilkynningunni segir einnig að orkupósturinn
sé ósköp venjuleg rafmagnsinnstunga í kassa,
þannig að þá sé að finna í hundruðum þúsunda um
alla borg og allt land.
Bæði Reykjavíkurborg og Orkuveitan stefna að
aukinni notkun á umhverfisvænum orkugjöfum
fyrir bifreiðar sínar. Er meðal annars stefnt að því
að árið 2013 verði meira en helmingur bíla
Orkuveitunnar knúinn slíkum orkugjöfum.
- ovd
Eigendur rafbíla geta hlaðið bíla án endurgjalds á þremur stöðum í Reykjavík:
Orkupóstar teknir í notkun
Á REVA RAFMAGNSBÍL ORKUVEITUNNAR Kjartan Magnússon,
stjórnarformaður Orkuveitunnar og Gísli Marteinn Baldursson,
formaður umhverfis- og samgönguráðs tóku fyrsta orkupóst-
inn formlega í notkun.