Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 10
10 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
STJÓRNMÁL Stækkun Atlantshafs-
bandalagsins (Nató) er eitt helsta
viðfangsefni þriggja daga leið-
togafundar þess sem hefst í
Búkarest í Rúmeníu í dag.
Líklegt er að aðild þriggja ríkja
á Balkanskaga, Albaníu, Króatíu
og Makedóníu, sem fylgt hafa sér-
stakri aðildaráætlun Nató síðustu
misseri, verði samþykkt á fundin-
um. Aðild þeirra nýtur almenns
stuðnings Nató-ríkja ef frá eru
skildar hótanir Grikkja um að
leggjast gegn aðild Makedóníu.
Ríkin tvö hafa deilt síðan Make-
dónía varð sjálfstætt ríki og tók
upp nafn sitt en samnefnt hérað er
í Grikklandi.
Sovétlýðveldin fyrrverandi,
Georgía og Úkraína, hafa óskað
eftir að hefja aðildarferli. Nokkur
aðildarríki, með Þýskaland í farar-
broddi, eru því andvíg en mest er
þó andstaðan í Rússlandi. Þarlend
stjórnvöld líta á Nató-aðild
nágrannaríkjanna tveggja sem
ögrun við sig. Bandaríkjamenn eru
helstu stuðningsmenn þess að
Georgía og Úkraína hefji aðildar-
ferli en talið er að það gæti staðið í
allt að áratug. George Bush Banda-
ríkjaforseti ítrekaði stuðninginn á
fundi með Jústsjenkó Úkraínufor-
seta í heimsókn í Úkraínu í gær.
Málefni Afganistans verða einn-
ig í deiglunni og þau rædd sérstak-
lega á morgun. Leiðtogar Nató-
ríkja, og annarra ríkja sem sinna
margháttuðu öryggis- og uppbygg-
ingarstarfi í Afganistan, ráða þar
ráðum sínum ásamt Hamid Karzai,
forseta Afganistan, og Ban Ki-
Moon, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna.
Búkarestfundurinn verður fjöl-
sóttasti leiðtogafundur Atlants-
hafsbandalagsins til þessa. Hann
sitja leiðtogar auk utanríkis- og
varnarmálaráðherra Nató-ríkj-
anna 26, auk fulltrúa fjölmargra
samstarfsríkja. Alls verða um 60
þjóðarleiðtogar í Búkarest.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
mun að líkindum sækja fund Nató-
Rússlandsráðsins á föstudag og
verður það í fyrsta sinn sem hann
sækir Nató-fund. Um leið verður
þetta síðasti Nató-fundur Bush
Bandaríkjaforseta. Tvímenning-
arnir munu svo verja saman helg-
inni í Sochi við Svartahaf.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra sitja fund-
inn fyrir hönd Íslands.
bjorn@frettabladid.is
Umdeild stækkun til
umræðu í Búkarest
Aðild þriggja ríkja á Balkanskaga og tveggja fyrrverandi Sovétríkja verður efst
á baugi á leiðtogafundi Nató sem hefst í Búkarest í dag. Rússar leggjast gegn
aðild Georgíu og Úkraínu. Forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands sitja fundinn.
STUÐNINGURINN ÍTREKAÐUR Bush Bandaríkjaforseti ræddi við Jústsjenkó Úkraínu-
forseta í gær og ítrekaði stuðning sinn við aðild Úkraínu að stækkunarferli Atlants-
hafsbandalagsins, í trássi við vilja Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JÁKVÆÐUR Í GARÐ GEORGÍU OG ÚKRAÍNU
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir Ísland ekki hafa mótað sér-
staka afstöðu til aðildar Georgíu og
Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu.
„En það er mín skoðun að ef ríkin
vilja aðild og uppfylla þau skilyrði og
skuldbindingar sem bandalagið setur
þá sé ekki óeðlilegt að þau fái aðild.
En um leið þurfum við að gæta
jafnvægis á svæðinu.“ Hann býst við
að aðild Balkanríkjanna þriggja verði
samþykkt, að því gefnu að Grikkir
og Makedóníumenn jafni ágreining
sinn. Þá verði mikið rætt um aðgerð-
ir Nató í Afganistan. Geir hyggst ræða
sérstaklega um lofthelgiseftirlit við
Ísland. „Á sambærilegum fundi fyrir
einu og hálfu ári fór ég fram á að
bandalagið léti okkur í té lofthelg-
is eftirlit og við því var orðið. Það fer
í gang í vor með komu Frakka og
Bandaríkjamenn koma síðar í sumar.
Ég ætla að þakka þeim ríkjum sem
hafa ákveðið að vera með í þessu.“
Geir segir það ennfremur munu setja
sitt mark á fundinn að hann verður
sá síðasti sem George Bush Banda-
ríkjaforseti sitji. GEIR H. HAARDE
Kaupauki
fylgir vöru frá Oroblu
Kynningar á n‡ju vorvörunum
frá Oroblu í Lyfju
Mi›vikudag, kl. 13-17 á Smáratorgi
Fimmtudag, kl. 13-17 í Lágmúla