Fréttablaðið - 02.04.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 02.04.2008, Síða 16
16 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Í september slæddist ég inn á hátíð franska blaðsins L’Hum- anité í úthverfi fyrir norðan París. Ólíklegt er að það segi skerbúum nokkurn skapaðan hlut, en þessi hátíð, sem haldin er á hverju hausti, er í rauninni „þjóðhátíð“ franska kommúnistaflokksins, ef svo má segja, og hefur áratugum saman verið mikill viðburður í landinu. Á þeim tíma þegar franski kommúnistaflokkurinn var stórveldi, fékk fimmtung atkvæða í öllum kosningum og hafði áhrif langt út yfir það, kom ég aldrei á þessa hátíð, en það hef ég hins vegar gert nokkur síðustu ár síðan flokkurinn fór verulega að dala, því ég hef samúð með lítilmagnanum. En í hátíðahöldunum sjálfum sáust þess engin merki hvernig nú er komið fyrir flokknum. Þau fóru fram í risastórum tjaldbúðum, sem eru með mjög svipuðum hætti ár eftir ár, og því auðvelt að rata fyrir þá sem þar eru orðnir hagvanir. Ræður, rapp og matur Rétt eftir að ég var kominn inn fyrir hliðið rakst ég inn í tjald, þar sem yfir stóð fundur með Bernard Thibault, formanni CGT, eins af þremur stærstu verklýðs- samtökum Frakklands, en það hefur jafnan verið á bandi kommúnistaflokksins. Hann færði þær fréttir að fyrir dyrum stæðu umræður við atvinnurek- endur, og hefðu þeir skyndilega fastneglt dagskrána: þeim fyndist vinnulöggjöfin of flókin og umfangsmikil og vildu nú ekki ræða annað en leiðir til að skera hana niður. „Markmið þeirra er í rauninni að afnema hana,“ sagði Bernard Thibault, „þeir vilja t.d. byggja ráðningar á frjálsum samningi milli atvinnurekanda og hvers launþega fyrir sig. Menn geta þá gert sér í hugarlund hvaða samningsaðstöðu atvinnu- leysingi kann að hafa, einn andspænis vinnuveitandanum, t.d. þegar ákveða þarf væntanleg- ar uppsagnarbætur.“ Bernard Thibault var skorinorður, en dálítið þunglamalegur, og það varð ekki séð hvaða ráðum hann ætlaði að beita til að standa gegn þessum kröfum. Svo gekk ég áfram. Þetta var á laugardagskvöldi og ákaflega litskrúðugt mannlíf á götum búðanna. Í fjölmörgum tjöldum voru ýmiss konar veitingar, stundum með sérréttum frá einhverjum héruðum. Víða voru hljómsveitir að spila, stundum með óvenjulegum hljóðfærum svo sem samleik hjólafiðlu og magaorgels, en tónlistin var rokkkend, og æsti menn upp til vaggs og veltu. Í kringum þetta stikluðu margir um í svörtum bolum sem á var letrað „Ég er kommúnisti en enginn veit það“, á miðri götu var maður ber að ofan, í stuttbuxum og með rauða húfu að steikja sardínur, og annað eftir þessu. Eftir nokkra göngu kom ég að stóru og upphækkuðu sviði, þar sem þrír menn voru að flytja rapp á arabísku. Öðrum megin við tjaldbúðirnar var risastór leikvangur, þar sem Marie-George Buffet, leiðtogi flokksins, heldur jafnan sína aðalræðu á lokadegi hátíðarinnar, sunnudegi. Nú var hann troðfull- ur, kynnir taldi að þar væru samankomnir 80 000 manns, og kom ástæðan fljótt í ljós: þar birtist sem sé Iggy Pop á sviðinu, síðhærður og ber að ofan, álíka mikill forngripur á sínu sviði og kommúnistaflokkurinn er nú orðinn og fór að kyrja sitt grjótharða rokk. Kommúnistar í pilsnerfylgi Ræðu flokksleiðtogans gat ég ekki heyrt að þessu sinni, en ég efa ekki að hún hafi verið skelegg eins og venjulega. En hætt er við að þetta verði síðasta ræða hennar í þessu hlutverki. Nú er kommúnistaflokkurinn franski kominn niður í pilsner- fylgið sem svo er kallað; í síðustu forsetakosningum fékk fram- bjóðandi hans, Marie-George Buffet sjálf, innan við tvö prósent. Og þótt menn séu farnir að sjá að ef á að reisa við þann höfuðlausa og sundraða her sem franskir vinstri menn eru orðnir, hafa menn þörf fyrir kommún- ista, er hætt við að á flokknum sannist nú það sem Káinn kvað: það yrkir enginn stöku á aðeins tvö prósent. Fyrir skömmu bárust út þau tíðindi, að fjármál kommúnista- flokksins væru orðin svo bágborin, að til stæði að selja frægt listaverk í eigu hans. Það var myndin af Mónu Lísu, sem Marcel Duchamp teiknaði yfirskegg á og letraði svo undir L.H.O.O.Q., en þegar þessir stafir eru lesnir hægt og skýrt en með nokkuð ankannalegum áherslum heyrist: „henni er heitt á rassinum“. Þetta málverk eignaðist skáldið Aragon og gaf það síðan kommúnistaflokknum; einu sinni þegar höfuðstöðvar hans voru til sýnis almenningi, sá ég það blasa við í inngangi byggingarinnar. Mér fannst það táknrænt fyrir gamalgróin tengsl kommúnista við framúrstefnur ýmislegar. Ef franskir kommúnistar neyðast nú til þess sökum fjárskorts að selja Mónu Lísu með skegg, eru það mikil þáttaskil í sögu Evrópu. Móna Lísa með skegg EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Franskir kommúnistar R æða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans er að líkindum sú mikilvægasta sem flutt hefur verið á þeim vettvangi frá upphafi vega. Það var hún ekki vegna upp- hrópana. Þunginn í henni var sannast sagna í öfugu hlut- falli við látleysi orðanna. Stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir þeim veruleika að koma í veg fyrir að alþjóðleg lánsfjárkreppa með upptök í Bandaríkjun- um yrði að bankakreppu á Íslandi. Efnahagur íslensku bankanna gefur ekki tilefni til slíks. En aðstæður á erlendum fjármálamörk- uðum gætu eigi að síður haft þau áhrif. Það sem forsætisráðherra gerði var að benda fjármálaheimin- um á að ríkissjóður er því sem næst skuldlaus. Hann væri þar af leiðandi í færum um að taka verulegar fjárhæðir að láni. Kjarn- inn í boðskap ráðherrans var hins vegar sá að ríkisstjórnin væri ákveðin í, ef á þyrfti að halda, að nýta þennan styrk til að grípa til sambærilegra aðgerða og ábyrg stjórnvöld í öðrum ríkjum. Þetta eru sterk skilaboð til umheimsins um að hér komi ekki til kreppu. Þetta er stórt fyrirheit en á bak við það er efnahagslegur styrkur sem að vísu ekkert bendir til að reyni á. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á nauðsyn aðgerða af þessu tagi fyrir nokkru síðan. Forystumenn Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs og Framsóknarflokksins höfðu einnig lagt það sama til. Deila má um tímasetningu þegar um yfirlýsingu af þessu tagi er að tefla. Aðalatriðið er að hún mátti ekki bera vott um fum. Hún þurfti að sýna yfirvegun og styrk og hafa áhrif. Það er vandi þeirra sem ábyrgðina bera að velja rétta tímann. Mestu skiptir nú að í kjölfarið hafa umræður á Alþingi sýnt að breið samstaða er um þessa lykilyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún er kjölfesta fjármálalífsins eins og sakir standa. Síðan geta menn deilt um aðra hluti eftir lögmálum stjórn- málanna. Það er gott og blessað að bankar og eftirlitsstofnanir elta nú uppi þá sem hafa hagnast á spákaupmennsku með krónuna. Menn mega hins vegar ekki láta upphrópanir um þá hluti draga athyglina frá raunverulegum vandamálum og viðfangsefnum við stjórn efnahags- og peningamála. Það þurfti ekki mikla snillinga til að sjá að veikleikinn í þjóðar- búskapnum var og er reyndar enn fólginn í miklum viðskiptahalla. Hann segir þá einföldu en skýru og gömlu sögu að á bak við þann styrk krónunnar sem nú er horfinn voru ekki næg raunveruleg verðmæti. Það voru spákaupmenn sem áttu stóran þátt í að hækka gengi krónunnar. Hvers vegna var ekki leitað að þeim út um allar þorpagrundir þegar þeir ýttu undir óraunhæfan styrk krónunnar? Athafnir þeirra voru síst betri þá. Nú mega menn ekki láta glepjast á ný. Gengi krónunnar styrk- ist ekki með leikbrögðum. Skuldirnar sem viðskiptahallinn mælir þarf að greiða. Það verður aðeins gert með aukinni verðmæta- sköpun. Allar hugmyndir sem nú eru settar á flot um að lækka tekjur ríkissjóðs til að bæta kjör almennings hafa því öfug áhrif við tilganginn ef þeim er ekki mætt með samsvarandi niðurskurði útgjalda. Er þörf á fækkun ríkisstarfsmanna? Jafnvægi í viðskiptum við útlönd er eini haldbæri mælikvarðinn á eðlilegan styrk krónunnar. Þegar þeirri stöðu er náð verða menn að horfast í augu við þá staðreynd að jafn lítil mynt og krónan er getur ekki viðhaldið ásættanlegum fjármálastöðugleika. Sú yfir- lýsing forsætisráðherra á ársfundinum að senn sé tímabært að gera fræðilega úttekt á þessu viðfangsefni verður að skoða sem gott skref í rétta átt þó að ekki sé með öllu ljóst hvað að baki býr. Samstaða um lykilatriði: Orð með þyngd ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Miðborgin Reykvíkingar, og allir landsmenn í gegnum fjölmiðla, hafa fyrir augunum þróun í miðborg Reykjavíkur sem enginn sá fyrir. Ekki frekar en hrun krónunnar á öðrum vígstöðvum. Í áratugi hafa borgaryfirvöld flestra stjórnmálaflokka reynt að gera miðborg- ina að eftirsóttum stað fyrir íbúa, gesti og viðskipti, enda fer það saman. Einblínt hefur verið um of á miðbæjarkjarnann neðan Laugavegar og að Vesturgötu, en einhvern veginn virðist svo sem Laugavegur, Hverfisgata og raunar Skuggahverfið hafi ekki verið tekin nógu föstum tökum. Þegar verðlag hækkaði á þeim svæðum sáu verktakar viðskiptatækifæri, eins og þeim ber; keyptu upp gömul hús til að rífa þau og byggja stærri. Þrjátíu hús bíða nú niðurrifs í miðborginni. Þetta er staða sem enginn sá fyrir. Borgarstjóri og formenn borgar- og skipulagsráðs Reykjavíkur heita snörum viðbrögðum, en er vandi á höndum. Verktakar sem sitja undir glósum um að vera „slömmlordar“ keyptu húsin í góðri trú, en augljóst er að við þá þróun sem við blasir verður ekki unað. Ná verður sátt milli borgar- búa, verktaka og þeirra sem reka viðskipti í miðbænum um næstu skref. Meirihluti og minnihluti verða að vinna saman, í stað þess að þeir síðarnefndu leitist við að slá ansi ódýrar pólitískar keilur. Allir verða að viðurkenna sína ábyrgð og hlusta á okkar bestu sérfræðinga eins og t.d. Sigmund D. Gunnlaugsson, sem hefur haft mikil áhrif með sínum sjónarmiðum og rannsóknum. Sérstakt úrlausnarefni er vandi útigangsfólks. Því verður að búa mannsæmandi aðstæður, eins og unnið er að, en það verður að gerast hraðar. Að ekki sé minnst á það erfiða viðfangsefni að brýna fyrir ungu fólki skikkanlegri umgengni þegar það skemmtir sér í miðbænum. Það er gaman að fara í bæinn um helgar. Aðstæður einstakar til að hitta vini og kunningja, um það get ég vitnað, en við getum skemmt okkur án þess að ganga freklega á rétt þeirra sem búa eða reka fyrirtæki í miðbænum. Við sem þar skemmtum okkur berum einnig ábyrgð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sameiginleg ábyrgð margra BOLLI THORODDSEN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Deila ekki við dómarann Vefritið Kistan kallar eftir viðbrögð- um rúmlega 20 háskólamanna við nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna ritstuldar. Meðal svarenda eru prófessorar í ýmsum deildum, aðjúnktar, lektorar, doktors- nemar, formaður Sagnfræð- ingafélagsins, forstöðumaður Reykjavíkurakademíunnar og fleiri. Í gær höfðu tólf svör borist. Enginn sem svarað hefur er ósammála dómnum; þótt sumum þyki dómurinn strangur eru allir á einu máli um að hann sé réttlátur. Brottrekstur eða áminning Flestir svarenda telja að Kristínu Ing- ólfsdóttur háskólarektor sé ekki stætt á öðru en að bregðast við dómnum. Sumir krefjast brottreksturs Hann- esar fyrir afglöp í starfi, aðrir telja að áminning dugi. Eggert Briem, próf- essor í stærðfræði, bætir hins vegar við að auk áminningar væri maklegt að fá Hannesi það verkefni að gefa út óbreyttar allar ræður forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, frá upphafi. Andrúm til mótmæla Mótmæli vörubílstjóra eru birtingar- mynd efnahagslægðarinnar í fleiri en einum skilningi. Í fyrsta lagi sýna þau hversu illa eldsneytishækkanir bitna á heilli atvinnustétt. Í öðru lagi sýna þau hversu mikið hefur dregið úr framkvæmdum undan- farið. Það er að minnsta kosti harla ólíklegt að fyrir einu eða tveimur árum hefði fjöldi vöru- bílstjóra safnast saman fleiri daga í röð til að mótmæla. Þeir hefðu verið uppteknir í vinnu. bergsteinn@fretta- bladid.is iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. • S. 555 2585 • irobot.is Umsagnir frá eigendum iRobot Roomba ryksuguvélmennisins: ...ég hreinlega Elska hana Ert þú búin að fá þér eina? Fáðu þér eina iRobot og njóttu komandi sumars…. (ný sending komin)

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.