Fréttablaðið - 02.04.2008, Síða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Anna Jóna Dungal, fyrsta árs nemi í MR, fór
í spennandi ferðalag með bræðrum sínum til
Buenos Aires í Argentínu
„Ég fór til Buenos Aires um síðustu jól til að
heimsækja pabba minn. Hann hefur búið þar í tæpt
eitt og hálft ár og vildi endilega að við systkinin
fengjum að kynnast þessu landi og menningu þess.
Við bróðir minn flugum saman til New York,
stoppuðum þar yfir nótt, flugum svo til Miami og
hittum elsta bróður okkar og pabba í Buenos Aires.“
Anna Jóna segir að það sem hafi komið henni mest á
óvart við borgina sé hversu evrópsk hún er. „Maður
hefur alltaf einhverja staðlaða ímynd um að í Suður-
Ameríku séu bara glæponar og fátækt og þrátt fyrir
að það sé eflaust líka til staðar þá varð ég lítið vör
við það. Borgin er afar græn og þar liggja endalaus-
ar flottar götur með fallegum byggingum. Það kom
mér líka á óvart hversu mikið af æðislegum fötum
eru eftir argentínska hönnuði.“
Að sögn Önnu Jónu voru tveir dagar eftirminni-
legastir í ferðinni. „Annars vegar var það dagur
þegar við fengum unga stelpu til þess að keyra
okkur um alla borgina og veita okkur leiðsögn. Við
þræddum borgina endilanga og fræddumst um sögu
hennar og arkitektúr. Síðara skiptið var þegar við
fórum saman fjölskyldan í jólamáltíð á Palacio
Duhau - Park Hyatt Buenos Aires hótelið. Það er í
gamalli höll sem er búið að gera upp og við fengum
þar stærsta og ljúffengasta hádegisverð sem ég hef
nokkurn tíma snætt.“
Anna Jóna mælir með því að ferðalangar kynni
sér Palermo-hverfið, sem er fullt af smart búðum og
veitingastöðum. „Mikið er af skemmtistöðum og
klúbbum í Buenos Aires og þá mæli ég sérstaklega
með El Living. Á hverjum laugardegi er 80‘-þema
þar og þá er myndböndum varpað á veggina sem
skapar skemmtilega stemningu. Svo er líka upplagt
að fara á einhvern af hinum geggjuðu tangóstöðum í
borginni, eða jafnvel prófa að fara í tangótíma sem
ég gerði einmitt!“
Anna Jóna segist mæla eindregið með því að fólk
kynni sér Argentínu sem sé afar spennandi áfanga-
staður. „Buenos Aires er æðisleg borg, bæði
sögulega og menningarlega séð, og það er mjög
gaman að versla þar. Argentína heillar mig mikið og
næst þegar ég fer þangað langar mig að ferðast
meira um landið og skoða til dæmis Iguazú-fossana
og saltháslétturnar hjá Salta.“ amb@frettabladid.is
Anna Jóna fór meðal
annars í skoðunar-
ferðir, á tangónám-
skeið og í tískubúðir í
Buenos Aires.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
‘/
A
N
TO
N
Borgarferð til Buenos Aires
FYRSTA ÁSTIN
Í Hljóðfæraverslun Pálmars má fá lítil
rafmagnspíanó í ýmsum litum sem henta
byrjendum vel. Kókakóla-rauði liturinn hefur
verið vinsælastur að sögn
Pálmars.
BÖRN 4
GULIR OG GLAÐLEGIR
Útfararstjórar eru líklegastir til
að kaupa sér gula bíla sam-
kvæmt breskri könnun
á því hvaða litir á
bílum höfða
mest til
hinna ýmsu
starfstétta.
BÍLAR 2
WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
SSR. Fáanlegt í 35”-38”,
15”-18” felgur.
JEPPI ÓSKAST
IROK. Fáanlegt í 33”-49”,
15”-18” felgur.