Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 20
[ ]Leikfangavagn er skemmtilegt að fara með út þegar fer að vora; stuttar ferðir með bangsann sem farþega eða að keyra nesti í vagninum í ævin-týraferð um hverfið. Þegar börnin byrja í tónlistarnámi þarf að vanda valið á fyrsta hljóðfærinu. „Fyrstu skrefin“ og „Fyrsta ástin“ heita lítil rafmagnspíanó hjá Hljóðfæraverslun Pálmars sem henta byrjendum vel. „Það sem gerir þau sérstök er að í þeim er hamraverk sem er óvanalegt í rafmagnspíanóum og þau líkjast því venjulegum píanóum í áslætti,“ segir Pálmar Árni Sigurbergsson hljóðfærasmiður og eigandi Hljóðfæraverslunar Pálmars. Hann segir litlu rafmagnspíanóin því henta vel krökkum sem eru að læra á píanó og einnig sem fyrsta hljóðfæri því verðið sé gott. En oft er líka misjafnt hversu lengi krakkar endast í tónlistarnáminu. „Þau eru líka ágæt sem annað hljóðfæri þar sem píanó er fyrir því oft er truflun af þeim sem þarf að æfa sig mikið. Það er auðveldlega hægt að stinga píanóinu inn í herbergi og æfa sig þar því þau eru bæði lítil og létt.“ Píanóin er auðvelt að taka í sundur og skella þeim í bílinn en Pálmar segir algengt að fólk taki þau með í sumarbústaðinn. Þau eru framleidd í Kína og fást í nokkrum litum en rauði liturinn er vinsælastur að sögn Pálmars. „Þetta er kókakóla-rauður eins og þeir kalla hann.“ Pálmar er lærður píanósmiður og hefur sjálfur spilað á hljóðfæri síðan hann man eftir sér og lærði á píanó í mörg ár. Í gamla daga spilaði hann í hljómsveit en lærði svo hljóðfærasmíðina eins og afi hans og langafi. „Ég spilaði lengi í öllum mögulegum hljómsveit- um í gamla daga, aðallega til að vinna fyrir mér. Ég hætti 1962 því afi minn sagði að annað hvort yrði ég hljóðfærasmiður eða héldi áfram að spila í hljómsveit og yrði heyrnarlaus,“ segir Pálmar, sem hefur á næsta ári verið fimmtíu ár í faginu. heida@ frettabladid.is Fallegt fyrsta hljóðfæri Pálmar Árni er hljóðfæra- smiður og lærði sjálfur á píanó í mörg ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Burstavinir PERLUHVÍTAR TENNUR SMÁ- BARNA ER MIKILVÆGT AÐ HIRÐA MEÐ TANNBURSTUN UM LEIÐ OG FYRSTA TÖNNIN KEMUR UPP. Nöldri barn og mótmæli í hvert sinn sem bursta á tennur er gott ráð að kaupa tannbursta með eftirlætis teikni- myndahetjunni, en reynsla margra sýnir að börn verða ginnkeypt fyrir tannburstun með slíkan félaga sér við hlið. Einnig er sniðugt að eiga tannbursta í mismunandi litum og leyfa barninu að velja sér lit eftir skaps- munum hverju sinni. Dálítið flúor í tannkremi gerir tönnum barna gott, en steinefnið kemur í veg fyrir tannskemmdir með styrk- ingu glerungs og mótstöðu gagnvart sýru og skaðleg- um bakteríum. - þlg Í píanóunum er hamraverk svo þau líkjast venjulegum píanóum í áslætti. , U U T ] L Y S (S SHY ] L [ m Nýjar sumarvörur frá LEGO á gamla verðinu Gling-gló ehf Laugavegur 39 101 Reykjavík S. 552-7682 www.glingglo.is glingglo@glingglo.is Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína Laugavegi 53 • s. 552 3737 opið mánudag til föstudag 10-18 laugardag 10-16 Full búð af spennandi vor-vörum Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Mó›ir og barn N‡ fimm vikna námskei› hefjast 5. febrúar. firi›judaga og fimmtudaga kl. 9:15-10:15 og 10:30-11:30. Áhersla er lög› á líkamsstö›u, grindarbotn, kvi›vö›va, almenna styrktarfljálfun, li›kandi æfingar og fræ›slu. Bo›inn er frjáls a›gangur a› tækjasal Hreyfigreiningar me›an á námskei›inu stendur. Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkrafljálfari B.Sc sér um námskei›i›.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.