Fréttablaðið - 02.04.2008, Side 21

Fréttablaðið - 02.04.2008, Side 21
][ París er borg kaffihúsahangs og rómantíkur. Í París búa meira en tvær milljónir manna svo auðvelt er að hverfa í fjöldann og slappa af við harmóníkuspil og rauðvínsdrykkju. Ingibjörg Guðjónsdóttir, leiðsögumaður hjá Íslenskum leiðsögumönnum, fór með hóp af Íslendingum til Marokkó í ferð sem fól meðal annars í sér stuttar fjallgöngur. Ferðin til Marokkó tók sex daga og var farin um nýliðna páska. Sautján manna hópur fór frá Íslandi ásamt Ingibjörgu, sem var að koma til Marokkó í fjórða sinn. Frá því hún heimsótti Marokkó í fyrsta skipti hefur landið og menningin heillað hana. Þátttakendur í þessari ferð voru á öllum aldri, frá unglingsaldri og til fólks sem komið var yfir sex- tugt. „Við flugum til London og þaðan til Marrakech í Marokkó. Þar gistum við eina nótt á hóteli í góðu yfirlæti. Morguninn eftir vorum við keyrð upp í fjöllin og sú keyrsla tók nánast heilan dag. Á leiðinni stoppuðum við í einu þorpi og fengum þar ekta innlend- an mat ásamt því sem við keypt- um birgðir fyrir komandi göng- ur,“ segir Ingibjörg. Þegar komið var á upphafsreit göngunnar biðu þar múlasnar sem voru hlaðnir farangri hópsins og með þeim var gengið í tvo tíma þar til tjaldað var og gist yfir nótt. Hópurinn gekk í fjóra daga og meðal annars á Siroua-tindinn, sem er 3.305 metra hár. Útsýnið á leiðinni á toppinn var stórkostlegt og miklir og stórir klettar og gljúfur hvarvetna. Hópurinn var mjög ánægður með ferðina í alla staði og margt að sjá sem hann hafði aldrei séð áður. Með í för var kokkur sem sá um að elda ofan í alla og hann kynntist um leið eldamennsku að hætti Mar- okkóbúa. „Ég fór með hópinn í gegnum nokkur þorp og í einu af þessum þorpum keyptum við saffran. Það er eitt dýrasta krydd í heimi og má segja að verðmunur í Marokkó og á Íslandi hafi verið mikill. Þetta nýtti hópurinn sér og var vel keypt af saffrani en í leiðinni var öllum boðið að koma inn í hús inn- fæddra og það þótti fólki mikil upplifun.“ mikael@frettabladid.is Í Marokkó yfir páskana Tindinum náð á Siroua-fjalli. Falleg náttúra mætti hópnum í hverju skrefi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN www.fjallaleidsogumenn.is · sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst MAROKKÓ 6. - 13. september NEPAL 18. október - 10. nóvember AUSTUR PÝRENEAFJÖLL 21. - 27. apríl KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. - 29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. júlí Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga 24,5% At vi nn a – M or gu nb la ði ð 39,3% Al lt – A tv in na sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.