Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 30

Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 30
folk@frettabladid.is > EINKAKLÚBBUR PARISAR Paris Hilton er að láta byggja einka- klúbb í kjallaranum á nýja hús- inu sínu í Hollywood Hills, sem hún keypti nýlega á sex milljónir doll- ara. Klúbburinn mun taka allt að tvö hundruð gesti. Það er þó ekki allt og sumt, því Paris ætlar líka að láta gera upptökustúdíó í húsinu, þar sem hún hyggst taka upp nýja plötu. Horfa má á öll myndböndin við Eurovision- lögin 43 á Youtube. Gefinn hefur verið út listi yfir vinsælustu myndböndin og sigraði spænska framlagið með miklum yfirburð- um, horft hefur verið á það 8.400.000 sinnum. Næstu lög koma langt á eftir: tyrkneska rokklagið er næst (1.300.000), svo írski kalkúninn (1.200.000), þá gríska gyðjan Kalomira (1.100.000). Aðeins er sagt frá röð tíu vinsælustu myndbandanna og er hið íslenska ekki þar á meðal. Reyndar er myndbandaframlag Íslands enn sem komið er bara upptaka frá úrslitakvöldi Laugar- dagslaganna, en á allra næstu dögum stendur til að búa til alvöru myndband við „This is my life“. Að sögn verður um frekar „óhefðbundið“ myndband að ræða. Spænski keppandinn Rodolfo Chikilicuat- re – „spænski Eiríkur Fjalar“ – og lagið „Baila El Chiki Chiki“ virðist vera á mikilli siglingu þessa dagana eins og vinsældir myndbandsins bera vitni um. Spánverjar eru taldir til hinna „stóru landa“ og fara því beint í úrslitaþáttinn, en þeir eyddu samt miklu púðri í forkeppnina í ár með átakinu „Björgum Eurovision“. Ef fram fer sem horfir er aldrei að vita nema Spánverjar vinni og yrði það þá í fyrsta skipti síðan 1969 þegar söngkonan Salomé sigraði með laginu „Vivo cantando“. Spænskur stórsigur á Youtube 51 DAGUR TIL STEFNU SPÆNSKUR EIRÍKUR FJALAR Mest horft á Rodolfo Chikilicuatre á Youtube. Atvinnutilboðunum heldur áfram að rigna yfir Britney Spears, en frammistaða hennar sem gestaleikkona í þáttaröð- inni How I Met Your Mother hefur leitt til þess að henni hefur verið boðið hlutverk í leikritinu Sporvagn- inn Girnd á West End. Þá íhuga forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar ABC að búa til nýjan sjónvarpsþátt með hana í aðalhlutverki. Nýj- asta tilboðið barst söngkonunni frá dýraverndunar- samtökunum PETA. Spears þótti svo stór- kostleg í hlut- verki mót- tökudömunnar í How I Met Your Moth- er, að fram- kvæmda- stjóri PETA, Ingrid E. Newkirk, hefur boðið henni starf sem, einmitt, móttökudama. Í opnu bréfi til söngkonunnar ítrek- ar Newkirk að ekki sé um aprílgabb að ræða, heldur standi Spears starfið til boða. Söngkonan átti ekki upp á pall- borðið hjá samtökunum á árum áður, þar sem hún hefur oft klæðst loðfeldi og keypt sér gæludýr í dýrabúðum. „Þú gætir jafnvel bara unnið í klukkutíma og þá mynd- irðu sjá – innan frá – af hverju málefni eins og loðfeldir og heimilis- lausir hundar og kett- ir eru okkur svo hugleikin,“ skrif- ar Newkirk. „Sem þakklætisvott fyrir sýndan vilja þinn til að læra og hjálpa til, mynd- um við gefa eitt- þúsund dollara til góðgerðarmála fyrir börn,“ skrifar hún. Tilboðunum rignir yfir Britney Spears Í MÓTTÖKU PETA? Stjórn Peta hefur boðið Britney Spears starf sem móttökudama hjá þeim eftir að hafa séð söngkonuna í svipuðu hlutverki í þættinum How I Met Your Mother. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 3/4, fös. 4/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. sun 6/4 Sólarferð e.Guðmund Steinsson sýningar lau. 5/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. sun 6/4 Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 6/4 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg forsýn. mið 2/4 og fim 3/4 uppselt, frumsýn. 5/4 uppselt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.