Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 33

Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 2008 25 Tónlistarmaðurinn Mugi- son fékk fjögurra milljóna króna styrk hjá tónlistar- sjóðnum Kraumi við hátíð- lega athöfn í gær. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari fékk eina og hálfa millj- ón og hljómsveitin Amiina 1,2 milljónir. Hljómsveitirnar Celestine, FM Belfast, Dikta og Skakkamanage, ásamt Ólöfu Arnalds og Elfu Rún Kristinsdóttur, fengu einnig hálfa milljón hver í styrk. „Við erum rosalega ánægð og stolt með þessa listamenn og þau góðu verk sem við erum að styðja þá til á árinu,“ segir Eldar Ást- þórsson, framkvæmdastjóri Kraums. „Mugison er með mjög spennandi og metnaðarfulla áætl- un í gangi í kringum útgáfu á plöt- unni sinni á erlendum vettvangi. Þessi styrkur miðast helst við að styðja við tónleikahald hans bæði í Bandaríkjunum og Evrópu því það er mjög dýrt sport. Það snýst ekki bara um ferðalögin heldur líka laun til hljómsveitarinnar.“ Þriggja ára tilraun Kraumur er nýr sjálfstætt starf- andi sjóður sem settur var á lagg- irnar af velgerðarsjóðnum Aur- ora, sem er í eigu Ingibjargar Kristjánsdóttur landslagsarki- tekts, og Ólafs Ólafssonar, stjórn- arformanns Samkaupa. Kraumur er þriggja ára tilraunaverkefni og samkvæmt núverandi áætlun lýkur því í lok árs 2010. „Við ætlum að sýna og sanna strax í ár að það er mikil þörf fyrir svona sjóð,“ segir Eldar. „Ég held að það sýni sig líka á þeim fjölda umsókna sem okkur barst. Ég finn það alls staðar í kringum mig að það er mjög lítill peningur í íslenskri tón- list eins og kannski gefur auga leið. Engu að síður er mikill metn- aður í tónlistarfólki að koma sér á framfæri bæði hér heima og erlendis. Þess vegna er Kraumur ekki endilega hugsaður sem útrás- arsjóður heldur til að styðja við innviðina hér heima þar sem gróskan er mest.“ Tíu bestu plöturnar Alls fær íslenskt tónlistarfólk tíu milljónir króna úr sjóðnum í ár. Tíu milljónir til viðbótar verða lagðar í önnur verkefni á vegum Kraums, þar á meðal Kraums- verðlaunin sem verða veitt í fyrsta sinn í lok ársins. Þá verða valdar tíu bestu plötur ársins og verða hundrað eintök af hverri þeirra keypt af Kraumi og þau send til útlanda í kynningarskyni. „Þetta verður með öðru sniði en Íslensku tónlistarverðlaunin. Þetta verður mun óformlegra. Okkur langar að búa til plötuverð- laun með svipuðu sniði og Mercury-verðlaunin í Bretlandi og Shortlist Awards í Bandaríkj- unum. Við viljum fyrst og fremst verðlauna það sem er spennandi og nýtt í tónlistinni,“ segir Eldar og tekur fram að bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum séu stærri verðlaun á borð við Brit Awards og Grammy, sem mætti líkja við Íslensku tónlistarverðlaunin hér heima. freyr@frettabladid.is Fjórar milljónir til Mugisons ELDAR ÁSTÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Kraums segir að mikil þörf sé fyrir þennan nýja tónlistarsjóð. Úthlutað var í fyrsta skipti úr Kraumi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hljómsveitin Sign hitar upp fyrir rokk- sveitina Whitesnake í Laugardalshöll 10. júní næstkomandi. Var hún valin úr stórum hópi hljómsveita sem ósk- uðu eftir þessu góða tækifæri. Ekki er langt síðan Sign hitaði upp fyrir aðra gamalkunna rokksveit, Skid Row, á tónleikaferð um Bretland með góðum árangri. Nær uppselt er í stúku á tónleikana í Höllinni. Um þrjú þúsund miðar eru seldir en enn er hægt að tryggja sér miða í stæði. Whit- esnake spilaði síðast hér á landi á tvennum tónleikum í Reiðhöllinni árið 1990. Sign hitar upp SIGN Rokksveitin Sign hitar upp fyrir White snake 10. júní næstkomandi. Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R RANGE ROVER SPORT Supercharged Nýskr: 10/2005, 4200cc 400 Hestöfl, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 18.000 Verð: 9.200.000 BMW 325i Coupe Nýskr: 06/2007, 2500cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 3000. Verð: 6.750.000 BMW X5 diesel Nýskr: 09/2004, 2900cc 5 dyra, Sjálfskiptur, Dökkblár, Ekinn 70.000 Verð: 5.390.000 Glæsilegt úrval lúxusbíla ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI L.R. RANGE ROVER Supercharged Nýskr: 01/2006, 4200cc, 400 hestöfl, 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 27.000. Verð: 13.300.000 Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar: Eldhústæki fyrir Höfðatorg Úboðsgögn fást afhent á geisladiski í síma- og upplýsinga- þjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 14. apríl 2008 kl 14:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12121 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.