Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 11

Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 11
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 SPM flytur í Borgartún Sparisjóður Mýrasýslu hefur flutt afgreiðslustað sinn í Reykjavík úr Síðumúlanum í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 26. Líttu endilega við. Sjö gistu fangageymslur Talsvert var um drykkjulæti í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og voru sjö látnir gista fangageymslur lögregl- unnar vegna ölvunar og óláta. Tveir af þeim mega búast við sekt vegna framferðis síns. Fimm óku ölvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fimm ökumenn aðfaranótt sunnu- dagsins vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR SRÍ LANKA, AP Að minnsta kosti fjórtán manns, þar á meðal einn ráðherra úr ríkisstjórn Srí Lanka, létust í sjálfsmorðsprengingu nálægt höfuborginni Kólombó í gær, að sögn yfirvalda. Samgönguráðherrann Jeayaraj Fernandopulle var staddur rétt vestan við borgina þegar sprengjuárásin var gerð. Stjórnvöld á Srí Lanka kenna skæruliðum Tamíltígra um árásina. Fernandopulle er annar ráðherrann í ríkisstjórn Srí Lanka sem er myrtur á þessu ári. DM Dassanayajke innanríkisráð- herra var myrtur fyrr á árinu. Fjórtán drepnir á Srí Lanka: Ráðherra lést í sjálfsmorðsárás RÚSSLAND Lokafundur þjóðarleið- toganna Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, fór fram í gær í rússneska bænum Sochi. Aðeins mánuður er þangað til að Pútin lætur af embætti. Sam- kvæmt vef breska ríkisútvarps- ins, BBC, ræddu forsetarnir meðal annars varnarmál. Pútin kvað Rússa enn mótfallna eldflaugavarnakerfi Bandaríkja- manna í Evrópu, en fundurinn hafi þó haft einhverjar jákvæðar afleiðingar. Bush sagði nauðsyn- legt að sannfæra Rússa um að varnarkerfið beindist ekki gegn landi þeirra. - vþ Lokafundur Bush og Pútins: Enn efasemdir um eldflauga- varnarkerfið GEORGE W. BUSH OG VLADIMÍR PÚTIN Áttu sinn síðasta fund sem þjóðarleið- togar í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.