Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 2
Ijós vikunnar fólk í listum „Framtíð þrungin land- búnaðar- þáttum” ÞaB stafar ljósi af Dagblaöinu þessa dagana, þótt eitthvaö virð- ist þvi haldast illa á starfsfólkinu. En þeir þurfa ekki aö örvænta meöan þeir hafa Franziscu Gunn- arsdóttur i sinum rööum. Hún er ljós vikunnar aö þessu sinni fyrir margslungna sjónvarpsrýni, sem birtist i Dagblaöinu á miðviku- daginn undir yfirskirftinni: „Nú hljóðnar á hljóöbergi”. Þar segir m.a.: „1 gærkvöldi varmér vandi á höndum þvi margt athyglisvert var um aö velja i útvarpi og sjón- varpi — og það vitanlega á sama tima.enda viöbúið. Eg vinn heldur aldrei neitt i happadrættum, svo þetta var min dæmigeröa ó- heppni. Raunar halda vinir minir þvi fram aö þetta meö happa- drættin stafi mest af þvi aö ég timi ekki aö kaupa miöa, en slik sjónarmiö ber aö flokka undir rógburö af versta tagi. Stundum hef ég vel timt aö kaupa þessa snepla en hef samt ekkert unniö. Ég byrjaði samviskusamlega á þvi aö lesa útvarpsfréttirnar. Þær ásamt sjónvarpsfréttunum, minntu mig á orö gamals sjó- manns, sem eitt sinn sagöi við mig: ,,Ég er alveg hættur aö hlusta á fréttir. Þær eru niður- drepandi. Ég hlusta bara á veöur- fregnir og skemmtilega þætti”. Þeir vita sinu viti þessir gömlu sjómenn.... Svo kom auövitaö i ljós að Björn Th. Björnsson er hættur meö útvarpsþættina A hljóðbergi. 1 gærkvöldi var siöasti þáttur inn fluttur, þar eö þetta var minn uppáhaldsþáttur, auk Daglegs máls, hefði ég svo sem mátt búast við þessu. Nú er viðbúiö hvaöa dag sem er, að Daglegt mál verði lagt niöur og viö manni blasi framtiö þrungin landbúnaöar- þáttum, endurteknu leiðinlegasta efni i heimi og þritugustu og súr- kál misþyrmingu útvarpsins á Passiusálmunum. Hvað sjónvarpiö varöar, þá þarf engra getgátna viö. Nú er bráö hætta á þessum, vafalaust drepleiðinlegu, óteljandi mistök- um Svia I kvikmyndagerö sem is- lenska sjónvarpiö tók sér það bessaleyfi aö kaupa á einu bretti fyrir morö fjár. Viö vitum öll hvers er aö vænta. Hér verður fjallaö, af ýtrustu ná-' kvæmni um öll hugsanleg vanda- mál svo sem: Afleiöingar hjóna- skilnaða, einstæöar mæöur, börn einstæöra foreldra, ástand heimsins i dag, væntanlega tor- timingu mannkyns af mýmörgum ástæöum: alkóhólisma, öll hugs- anleg og óhugsanleg geðræn og félagsleg vandamál —- sem sé „urö og grjót, upp i mót, ekkert nema urð og grjót”. Af ofangreindum sökum erum viö, sonur minn, kötturinn, skjaldbökurnar, skrautfiskarnir, blómin og ég, aö hugsa um aö fá okkur videó — eöa við mæöginin dundum okkur viö lausnir kross- gátna og lestur draugasagna eins og viö höfum alltaf gert, þegar eitthvaö danskt, norskt sænskt eöa fin.iskt er á dagskrá sjón- varpsins. Við erum nefnilega búin aö fá okkur innilega fullsödd af Wagn- eris.kum vandamálum leiöinlegs fólks. Vandamál ber aö takast á viö, ekki þröngva þeim upp á varnarlausun náungann, likt og aö segja endalausar sjúkrasögur og sýna milljón fjölskyldumynd- ir”. Þá vitum við þaö. Franzisca r getur fylgt ágætu fordæmi Sveins Guöjónssonar og vitjað kertis slns, þjóölegs og ljósriks, á rit- stjórn Timans hér I Siöumúlan- um. Ekki mun veita af viö draugasangalesturinn. „Frumsýnum vinsælustu óperuna í Evrópu 1. jan.” — segir Garðar Cortes um næsta verkefiti íslensku óperunnar ■ Greint var frá þvi i Timanum nú I vikunni að kaup islensku ó- perunnar á Gamla bió væru næsta frágengin, en islenska óperan mun fjalla nánar um það mál á aðalfundi sinúm i dag. Helgar- Timinn hafði I gærkveldi sam- band við Garðar Cortes og spurði hann hvaða áhrif slík kaup hefðu á starfsemi islensku óperunnar. „Kaupin eru ekki um garð gengin, þannig að ekkert er hægt um þaðaðsegja á þessu stigi. En hvað það hefði að segja fyrir is- lensku óperuna að eignast sitt eigið húsnæöi, segir sig að mestu leyti sjálft. Það myndi auðvitaö gera það að verkum, á sama hátt og gerðist hjá Alþýðuleikhúsinu, að viö gætum óhindrað starfað að okkar hugðarefni þ.e. að flytja ó- perur.” — Hverniger hljómburðurinn i Gamla bió? „Hann er sá besti á landinu. Alla vega af þeim húsum sem söngvarar og hljómlistarmenn hafa kynnst. Það er alls ekkert leyndarmál að við hjá íslensku ó- perunni viljum kaupa Gamla bió og höfum lengi viljað, en það hafa verið ýmss konar agnúar á þvi hvort hinir vilja selja og hvað þeir vilja fá fyrir húsið.” „Frumflytjum Sigauna- baróninn 1. janúar” — Hvaða verk hyggst Islenska óperan setja upp i vetur? „Það eina sem ég get sagt þér nú, er að Sigaunabaróninn eftir Johann Strauss verður frumflutt- ur nú 1. janúar. Ekki er enn á- kveðið hvar það verður, en ég er alla vega búinn að panta húsnæði á tveimur stöðum til þess að við verðum nú örugg um húsnæði. Þetta verður annað verkefni Is- lansku óperunnar, þvi fyrsta verkefnið var sett upp árið 1979. Þetta verk, Sigaunabaróninn, eft- ir Strauss, er kómisk ópera eða ó- peretta, eins og það er stundum nefnt, og þetta verk et hvorki meira né minna en vinsælasta verkið sem hægt er að hugsa sér i Evrópu. Það var það sem réði þessu vali okkar að miklu leyti og á ég þvi von á þvi að þetta verði flutt héroft og við mikla aðsókn”. „Æfingar ekki hafnar” — Eruð þið byrjuð að æfa þetta verk? „Nei, æfingar eru ekki hafnar, en æfingastjórinn sem heitir Tom Gligoroff kemur á laugardaginn ■ Garöar Cortes eftir viku, og þá byrjum við að æfa. Þessi Gligoroff kom hingað til lands og var með okkur fyrr á þessu ári, eða nánar tiltekið i febrúar. Honum leist svo vel á að hann vildi koma aftur. Gligoroff er fæddur i Bandarikjunum en hefur siðustu 12 árin unnið i Eng- landi og hann kemur þaðan þegar hann kemur hingað. Hann hefur að undanförnu unnið með BBC, Ensku óperunni og fleirum sem „free lance” þvi hann vill ekki vera fastráðinn og er nægilga góður til þess.” — Hverjir verða I aðalhlut- verkum hjá ykkur i þessari sýn- ingu? „Aðalhlutverkin verða i hönd- um Ólafar K. Harðardóttur og minum höndum. Kristinn Halls- sonog Kristinn Sigmundsson fara einnig með stór hlutverk.” — Hver verður hljómsveitar- stjóri? „Hann heitir Maschat, en hann er Austurrikismaður. Leikstjór- inn sem er einnig austurriskur heitir Steuer. Konsertmeistari verður Helga Hauksdóttir, sem er i Sinfóniuhljómsveit Islands, og hún mun sjá um að velja I hljóm- sveitina. Auk þessa verður kór Is- lensku óperunnar þátttakandi i uppfærslunni. Þetta verður þvi, þegar allt er talið heljarmikil uppfærsla.” — Þið hafið þá ekki ákveðið með fleiri verkefni, en Sigauna- baróninn enn sem komið er? „Nei, en þó get ég sagt þér að það er heilmikið á dagskrá hjá okkur i framtiðinni, þó ekki verði greint frá þvi i smáatriðum á þessu stigi.” — AB heimsmeistaraeinvígiö í skák 8. skákin - biðstaðan Hörkuendatafli lauk með jafntefli Þeir Karpov og Kortsnoj tefldu 8. skákinamfram i gær. Meira lif reyndist-’i biðstöðunni en marga hafði grunað og um tima leit svo út sem Karpov ætti góða vinn- ingsmöguleika. Kortsnoj varðist af öryggi og lauk skákinni með jafntefli eftir 80 leiki. 41. - - Ha8 (Biðleikur Kortsnojs). 42. f4! (Best. Karpov reynir að notfæra sér að svörtu mennirnir eru bundnir á drottningarvængnum. Kortsnoj á ekki annars úrkosti en að skipta á f4 og við það fær hvit- ur hreyfanleg peð á miðborðinu og öllu frjálsari stöðu á kóngs- væng). 42. - - exf4 43. gxf4 - Rb6 44. Bf3 - Hd8 45. Be2 - Ra4 46. Ha7 - IId7 47. Kd2 - Re6 (Svartur reynir að létta á stöð- unni með þvi að þvinga fram upp- skipti). 48. Hxd7 - Bxd7 J[9. Bg4 - g6 50. f5 - gxf5 51. Bxf5 - Kg7 52. e5! (Nú fær hvitur i öllum tilfellum fripeð á 6. linu). 52. - - Rf8 (Besti varnarmöguleikinn). 53. Bxd7 - Kxd7 54. e6 - Rdb6 55. Rf4 - Kf8 56. Kd3 - Rc8 57. Rg4 - Ke7 58. Rh6 -Kd6 59. Kd4 - Re7 60. Rf7+ - Kc7 61. Rh5 - C5+! (Bráðskemmtileg og timabundin peðsfórn, sem leysir öll vandamál svarts. Nú fellur hvita fripeðið og svarti riddarinn á a4 kemst aftur i leikinn). 62. bxc5 -Rc6 + 63. Ke3 -Rxc5 64. Rxf6 -Rxe6 65. h5 (Möguleikar hvits væru sist meiri eftir 65. Rxh7). 65. - - Rf8 66. Ke4 - Kb6 67. Rg5 - h6 ■ Viktor Korchnoi. 68- Rf7 - Re6 69. Re8 (Eða 69. Rxh6 -Rg7 o.sv.frv.). 70. Ke3 - Ra4 71. Kd2 -b4! (Eftir peðakaup á drottningar- væng er skákin jafntefli. Svartur getur alltaf gefið annan riddar- ann fyrir hvita h-peðið og endatöfl með tveim riddurum gegn einum er ekki hægt að vinna). 72. cxb4 - Rxb4 73. Rxh6 - Rc5 74. Rf5 - Rd5 75. h6 - Re4 + 76 Kd3 - Rg5 77. Kd4 - Kc6 78. Rfg7 - Re7 79. Rf6 - Rg6 ■ Anatoly Karpov. 80. Rf5 og hér sömdu kapparnir loks um jafntefli. a b c a e f g h Lokastaðan veröskuldar stööu- mynd. Jón Þ. Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.