Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 27

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 27
Sunnudagur 25. október 1981 ■' t\ W' i’ i'é' v.v ..............................'27 undanrenna Alfreð skríður inn um glugga Ævintýri Alfreðs Alfreðssonar í undirheimum - 3. hluti Fávisir hafa spurt: Hver er hann eiginlega þessi Alfreð Alfreðsson? Er þetta einhver skattþegn hér í bæ sem þið eruð að vega ómak- lega að? Eða er hann einvörðungu skemmd hugarfíkja ykkar? Svarið er afdráttarlaust: Alfreð er hvorugt. Og hann er ekki heldur í símaskránni. Hann er gangnadi víti til varn- aðar, varasamur til eftirbreytni, hann er þarna einhvers staðar, létt fótatak að nætur- lagi, sumir segja að hann blundi í hverjum manni. Alf reð er tákn, erkitýpa. Okkar maður í undirheimum og ómissandi sem slíkur. Æ, þið þekkið Alfreð orðið, lítinn, pervisinn og refslegan og í sífelldum útistöðum við lög og rétt. Gamall kunningi kalla þeir þetta víst mennirnir með hvítu kollana. Hingað til höf- um við haldið okkur við viðskipti Alfreðs og fíkniefnalögreglunnar eða „fíknó" eins og hún er kölluð af gömlu kunningjunum. En um- svif Alf reðs eru mun víðtækari og merkilegri, hann er fjölhæfur maður, listamaður á sínu sviði. Við minnumst þess tilaðmynda að Alfreð hafði eitt sinn haft „nótt á bænum" með f élög- um sinum, þokkapiltunum, eina ferðina enn. Þarna voru viðstaddir og síðar kallaðir til vitnis Diddi storð, Hamarinn, Feisi, Arfur Kelti og f leiri sem við kunnum ekki að nefna. Nema hvað nóttin varð nokkuð löng, tveir mánuðir segja sumir, sú vitneskja er í traustri vörslu óminnishegrans. Fyrir Alf reð var þetta nauðsynlegt orlof eftir stappið við að koma fyrir cannabisplöntum hjá vinum og kunn- ingjum. Loks fékk Alfreð fylli sína af gleðskap og gekk eitt kvöldið út Smáragötuna á leið heim til mömmu — því mömmu á Alfreð rétt eins og flestir menn, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Hún segir eins og svo margar lang- þreyttar mæður: „Innst inni er Alfreð góður piltur", þótt óneitanlega sé gamla konan stundum vonsvikin yfir framferði sonarins. Annars er hún ýmsu vön, því af brotahneigðin gengur eins og rauður þráður um ætt Alf reðs. Jæja, Alfreð er staddur á Smáragötunni á heimleið, hafði greinilega villst af leið, því Al- freð býr á Barónsstíg. Hann var þreyttur, slæptur ocj hungraður, en þó lék um varir hans þetta óræða bros sem sjaldnast veit á gott. Hann kemur auga á opinn glugga, sér hann útundan sér af eðlisávísun og áralangri þjálf- un. Eins og rebbi sjálf ur er Alf reð kominn inn um gluggann, á örskotsstund, þótt þröngur sé og með nibbu. Um tíma lítur hann út eins og kötturinn frægi, Tommi eða Jenni. Húsið er autt og yf irgef ið, það ræður Alf reð af stöf lum af ólesnum Morgunblöðum og pósti sem liggur framan við bréfalúguna. Alfreð trítlar fram í eldhús, kíkir í skápa, rekur augun í ginflösku fær sér slurk í krist- alsglas. Fer í ísskápinn, tekur út egg og f lösku af tómatsósu. Spælir eggin með handbragði meistarakokks, smyr brauð og hellir svo væn- um skammti af tómatsósu yfir öll herlegheit- Landafræðipróf Mörgum (slendingum blöskrar hve lítið útlendingar vita um ísland — en hvað vitum við annars sjálf mikið um útlönd? Hvað veit fólk hérna almennt um Finn- land, Búlgaríu eða Portúgal til dæmis? Gef ið sjálf um ykkur 10 í einkunn ef þið get- ið svarað 10 eftirf arandi spurningum rétt. Svörin eru á bls 1. Hvert eftirtalinna ríkja í Evrópu er minnst að flatarmáli: Andorra, Liechten- stein, Monaco eða San Marino? (0,5) 2. Hvert ofantalinna ríkja er f jölmennast? (0,5) 3. Hvað heitir elsta lýðveldi Evr.ópu? (0,5) 4. Hvaða land í Evrópu nær lengst i vestur? (0,5) 5. Hvað heitir nyrsta höfuðborg í heimi? (0,5) 6. Hað heitir sú syðsta? (0,5) 7. ( hvaða sýslu er Neshreppur utan Ennis? (0,5) 8. Hver eru tíu stærstu lönd heimsins? (1,5 —ef þau eru nef nd í réttri röð. Annars 0,8) 9. Hver eru tíu fólksf lestu lönd heimsins? (2,0 ef þau eru talin í réttri röð. Annars 1,2) 10. Hvað hétu eftirtaldir staðir áður: (1) Bangladesh, (2): Eþíópía, (3): Gdansk, (4): Ghana, (5): Grundarfjörður, (6): (ran, (7): Istanbúl, (8): Kampútsea, (9) Leníngrad, (10): Libya, (11): Malawi, (12): Namibía, (13): New York, (14) Nuuk, (15): Osló, (16): Simbabve, (17): Sri Lanka, (18): Suður-Afríka, (19) Taiwan, (20): Tansanía, (21): Thailand, (22): Vietnam, (23): Volgograd, (24) Zaire, (25): Zambia. (0,1 fyrir h«rt rétt svar eða 2,5 fyrir öll rétt). eisapoy jnpjON :(ss) 'o6uo>| e>|si6 isg '-{VI) 'pej6uj|ejs :(ez) 'euj>| uiqs+o>j 6o ujeuuv '6uj>)6uoi :(ZZ) 'ujbjs :(LZ) 'e>uAue6uei :(oz) 'espujjoj :(6L) 'uepua|XuepjOH epa Áuoio^ ade^ :(8L) 'uo| -AsD :(ZL) 'esjapoy jnpns :(9L) 'ejuej+su^ :(sl) 'qeegq+og :(trL) 'iuepjoisiuv -M3N :(CL) 'e>|jjjv-JntsaApns :(5L) 'pue|esseÁN :(LL) 'ejuejjipdjji :(ol) '6joq -sJnfád-!P|u?S : (6) 'ejppquje>| :(8) '|adouj|ue|suo>| :(z) 'ejsjad :(9) 'saujeiejg :(S) 'U|pugj|S||n9 :(f) '6izuea :(£) 'ejmsAqqv :(Z) 'ue|S|>|ed-Jn|snv :(L) ‘0L ejjaöjN '01 'uej.S|>|ed '6 'qsape|6ueg 8 'ej| -jsejg z 'uedep 9 'ejsaugpui s 'ui>|jjepueg y 'ui>|jj+gAOs £ 'pue|pu| z 'eui» 1* 6 jjsiv 0L 'uepns ‘6 'euj|ua6jv ’8 'pue| -pu| / 'ej|ej|sv 9 'ejijsejg g 'u|>|jjepueg y 'euj» £ epeue» z 'ui>|jjj.gAos 'L 8 n|sXss|epeddeuH 60 -snajæus j Z •n>|jjaujv-Jngns 'jpue|>||ed 'Xa|uejs ‘9 •|pue|Sj '>|jAe!>|Xaa s jep6ua| jn.|.saA jnpgjö 88 |6æ|gu ja ipue|uæj0 ? >mess6euj6uv pe ssacj e|a6 ^iu jepjnqueuies m 'ipueisj 9 je6ue| -6je!g ua ej6ua| ujnp^jö 8 uinuiru epa jn|saA j jnp?j6 es umj.sæú ?u jejÁajosv ‘V 988 uepjs epa j? S60L1 ip|aApA| puaA jnjaq oujjeyy ues £ SZ6L PM? enqj 000'52 Lun paui — ooeuow 'z jl^uuejeH pe -ui>|jaj gi su|ape — ooeuow 1 uoadiGazadVQNVT gia öoas in. Hann segir oft í gamni að Nixon sem hann dáir mjög noti líka tómatsósu út á allan mat. Alfreðtekur til matar síns í makindum og les um af rek sín í velktum Helgar-Tíma. Brosið ó- ræða víkur fyrir barnslegu stolti. Alfreð geispar, Alfreð sker hrúta, Alfreð leggst til svefns á plusssófann í stof unni. Þeg- ar hann er að bylta sér rekur hann stóru tána í blómapott sem veltur um koll. Þegar Alfreð vaknar loks er kominn morgun, fuglasöngur í heiði og allt það, mál að tygja sig heim. Tveimur dögum síðar birtist sjóðandi heit baksiðufrétt í dagblaði undir fyrirsögninni: „Ég þurfti að sótthreinsa í hólf og gólf". Þar er rætt við ísafoldu Þjóðleifsdóttur, húsfreyju í téðu húsi við Smáragötuna þar sem Alfreð gerði sig gestkominn. isafold segir m.a.: „Ég hef aldrei vitað annað eins bríarí, allt á floti í eldhúsinu, blómapottarnir út um öll gólf,, búið að tæma úr vínskápnum, allur matur uppétinn.... Við hjónin vorum að koma frá Flórída.... Það er kannski óþarfi að taka fram að ég lét sótt- hreinsa íbúðina hágt og lágt. Það er aldrei að vita hvað svona sóðar geta borið með sér...." Og allt í þessum dúr. Við vitum betur — að Alfreð Alfreðsson er kattþrifinn maður og að hann þvoði m.a.s. upp eftir sig, vökvaði blóm- in og stillti sig um að stela öllu steini léttara. „Maður hef ur viss prinsípp, aldrei að gera tvo hluti í einu", tautaði Alfreð þegar hann límdi fréttina inn í svellþykka úrklippubókina sína. í næsta blaði segjum við frá því þegar Al- freð Alf reðsson, okkar maður í undirheimum, gerðist gluggagægir, en féll svo á bragði læ- víss eiganda húss og konu, enda maður sein- heppinn með afbrigðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.