Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 14
14.- Sunnudagur 25. október 1981 uríglingasídan FJARA I FLOÐI Unglingasíðan kannar hvaða unglingabækur koma út í ár ■ A öðrum stað hér á siðunni er fjallað um bókina „Táningar og togstreita”, sem ber yfirtitilinn unglingabók. Unglingasíöan le : ,0O: QBBRK Arg, súrg, búrg og tröllin í fjöllunnm Snorri F. Hilmarsson lætur móðan mása ■ Viö lifum i þjóðfélagi sem gengur út á að vinna til aö neyta, og auglýsingum er troðið uppá okkur hvar sem er og hvenær sem er. Við öll tækifæri, allsstaðar. Allt frá litlum vörumerkjumupp istór uppáþrengjandi veggplögg. Ollum meðulum er beitt af hendi seljenda til að pranga allavega ómissandi skrani, lúxus-varningiog pirumprjáli. Og með þvi að reyna aö höföa til barna og unglinga meðaug- lýsingum eins og: „Marnuts, me-ki unga fólksins” og „við viljum Filkó”. Eða það alla- vega rusl sem er auglýst sem stórsniöug leikföng. Er þannig spilaö á áhrifa- og nýjunga- girni unglinga, i þeim tilgangi einum að koma aftan að full- orönum og af þvi aö allir þurfa aö græða þá þurfa allir aö eyða i bila, hús, eldavélar, ofna, hrærivélar, kaffivélar, þeytara, rafmagnstannbursta, rakvélar, segulbandstæki, plötuspiiara, útvörp, sjón- vörp, myndbönd og vélar. Og vélar og vélar. 011 þægindin kalla á vinnu frá morgni til kvölds, viku eftir viku, mán- uði og ár. Menn nærast næstum á vixla og skuldasúpu, menn þræla nær endalaust, uns taugarnar brenna upp. Það er hamast og hamast við að láta fólk kaupa meira og meira, i æ minni og minni tilgangi. Til- gangur lifsins veröur meir og meir sá að lifa fyrir að svala nýjungagimi og hlutadýrkun. Fólk er sljótt og viljalaust, og óhóflega gjarnt á að láta mata sig á hverju sem er gagnrýnislaust, meira að segja án þess að vita af þvi. Fólki er innprentaö hvernig þaö á að lifa fyrirmyndarlifs- stil, með öllu, frá barbý-dúkk- umtilDallas-þátta.Viöhöfum fjarlægst okkar náttúmlega umhverfi, svo mjög, að ekkert i umhverfi getur i raun og veru talist frá náttúrunnar hendi. Þaö er sama hvað er, allt i umhverfi okkar hefur verið mótaö af manninum að öllu, eða aöeins minna leyti. Jafnvel mjólkin kemur til okkar, eftir að hafa farið marga kilómetra I vinnslupip- um, og svoeru beljurnar aldar á verksmiöjufóöri. Allur til- gangur lifsins verður i stil viö þetta: óeðli. Samfara þessu á sér staö heiftarleg gróðureyö- ing, sem fáir viröast gera sér grein fyrir. öllu er þessu stjómað af firnastóru skrif- finnskubákni, sem blæs út og vex, örar en nokkuð annaö. 1 öllu pappirsflóðinu týnist til- gangurinn og allt veltur sjálf- krafa, án alls aöhalds. Báknið heldur sér viö með allavega bólgum og annarri efnahags- legri vitskerðingu. Allir eru settir inn i það sem númer. Aliir byrja sem númer i kassa og enda sem númer i kassa. Hvar endar báknið, ef þaö endar? Hver kemst frá þvi'? Hversvegna? Vegna þess ... og...! Einnig... að... hvað...? Þetta vissi ég!!! kannaöi hvaða ungiingabækur kæmu Ut I ár og var I þvi sam- bandi athugað hjá Iöunni, Máii og menningu, Fjölva, Erni og örlygi og Æskunni. Miðað við fjölda unglinga verða þærbækur aðteij- ast fremur fáar sem sérstaklega eru skrífaðar fyrir unglinga. En vitaskuld lesa unglingar ekki ein- ungis slikar bækur, en á hinn bóg- inn þótti unglingasfðunni ástæða til að athuga útgáfu ungiinga- bóka. Einn i stríði og Aprilást Hjá Iöunni koma út nokkrar unglingabækur, m.a. ný bók eftir Jan Terlouw.sem ber nafnið Dul- málsbréfið. Þetta er fjórða bók Terlouws sem kemur út á is- | lensku, þessi fjallar um þrjá krakka og ævintýri þeirra. Næst er til að taka bókina Apriiást, eftir norska rithöfundinn Evi Bögenæs. Frá hendi þessa höf- undar munu aukin heldur Kittu- bækurnar, sem nutu svo mikilla vinsælda. Þessi bók segir frá fjórtán ára gamalli stúlku, sem þarf að sætta sig við nýtt hjóna- band föður sins og hvernig hún verður aö laga sig að nýjum aö- stæöum og nýrri fjölskyldu. Þá kemur út bók eftir hollensk- an höfund, Evert Hartmanog ber sú nafniö Einn fstriðiog gerist á árum sföari heimsstyrjaldarinn- ar. Aö lokum má geta bókar eftir sænska rithöfundinn Sven Wern- ström og fjallar hún um þrælana. Er þar rakin saga hinna ánauðugu stétta allt frá norrænni vikingaöld til siðari alda. Dýragarðsbörn Frá Fjölva koma tvær ung- lingabækur i ár. Fyrst ber að nefna bók eftir Þóri S. Guðbergs- son, er ber nafnið Táningar og togstreita. Um hana er fjallað sérstaklega, eins og tekið var fram i upphafi. Hins vegar gefur Fjölvi út bókina Dýragarösbörn- in, sem er eftir 16 ára þýska stúlku. Mun hún hafa vakið mikla athygli og deilur sökum bersögla lýsinga á eiturlyfjavandamálinu. Aðspurður, kvaðst fram- kvæmdastjóri Fjölva ekki mikiö vera um útgáfu á unglingabók- um, enda áhættusamt fyrirtæki, þar eð sumt fólk ætlaðist til að unglingabækur væru helmingi ódýrari en aðrar, — sem auðvitað væri út i hött. Á flótta með farand- leikurum... ...ertitillá bók sem Málog Menn- ing gefur út, núna fyrir jólin. Er hún eftir Geoffrey Treaseog mun raunar hafa verið lesin I út- varpinu fyrr á árinu, I þýöingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þá kemur út unglingabókin, Handan við hraöbrautina eftir Inger Bratt- ström. Sú bók mun einnig hafa verið lesin i útvarpi, þá undir nafninu „Ferðút i veruleikann”. Þá ber að telja bókina Dauði á Jónsmessunótt, eftir K.M. Peyton sem ku vera höfundur Patriksbókanna. Silja Aðalsteins- dóttir þýöir. Hnefaréttur Æskan gefur að vanda út nokkrar unglingabækur, er þar fyrsttil að taka bók eftir Eðvarð Ingólfsson.hvers nafn er, Hnefa- réttur. Þetta er önnur bók Eð- varðs sem er tvitugur að aldri.i fyrra kom út hjá sama forlagi „Gegnum bernskumúrinn”. Þá gefur Æskan út smásagnasafn sem einfaldlega ber heitið 20 smásögur. Flestar eru þær eftir Aðaistein Sigmundsson, en aðrar eftir i'slenska og erlenda höfunda. Kristján Guðmundsson valdi sögurnar og hefur veg og vanda af útgáfunni. Þá kemur út bók með ævintýrum hins sivinsæla og velþekkta rithöfundi H.C. Ander- sen.Loks má svo geta bókar, sem ef til vill höfðar meira til yngri aldurshópa, Ævintýri barnanna, en ef mér skjátlast ekki ættu flestir að hafa gaman af þeim. Engar sérstakar ung- lingabækur Að lokum var haft samband við SALFRÆDIN GUR BEINIR ORÐUM SÍNUM TIL FÉLAGS- RÁÐGJAFA... Þórir S. Guðbergsson: Táningar og togstreita, Fjölvi, 1980 ■ Hi^undur segir i formála aö bókinni aö hún sé byggð á lifs- reynslu hans sjálfs og að aðal- söguhetjan, Eyvindur, sé raun- verulega til. Þórir skrifar þessa sögu semsagt, byggða á reynslu sinni sem félagsráðgjafa. Eins og áður er á drepiö er aðalsöguhetjan Eyvindur. Hann er það sem sumir mundu kalla vandræðaunglingur, aörir mundu kalla hann misskilinn ungling. Hann er upp á kant við alla, kennarana jafnt sem aðstand- endur, stendur i raun utan viö kerfiö. Eyvindur er á yfirborðinu aöaltöffarinn I skólanum, sem strækar á allt, drekkur og brýst inn,ertil vandræöa fskólanum og þar fram eftir götunum. Honum hefur verið visað úr tveimur skól- um og i þeim þriðja á hann i stööugum erjum við kennarana, þeir geta með engu móti skilið hann og öfugt. Ef ekki kæmi til skilningprlki yfirkennarinn, væri visast búið að reka hann úr þeim skóla lika. Til sögunnar er enn- fremur nefndur félagsráðgjafinn sem Eyvindur er i timum hjá. Hann reynir að grafast fyrir um rætur aö vandamálum Eyvindar, reyniraö kynnasthonum. Meðtiö og tima tekst það, án þess þó að visu að Eyvindur láti að neinu leyti af innbrotum sinum og skólasluxi. Fjölskylduaöstæöur Eyvindar eru með bágara móti, móðir hans er honum litil hjálparhella og á ákaflega bágt með að skilja son sinn. Faðir hans er sjómaður og hefur engin samskipti við soninn, en í hans stað er stjúpi m eð staur- fót sem litlum sögum fer af, utan hvað hann virðist leggja hendur á móöur Eyvindar, sem aftur legg- ur fæð á hann. Sem sagt. E n þótt Eyvindur sé svo óskap- lega mikill töffari á hann fáa vini og er fjarska óöruggur inn i sér. Hann rífur fjálglega kjaft við hvern sem er, einkum fullorðna og viröist þá eiga aö vera eins konar persónugervingur fyrir af- stööu unglinga til fulloröinna og öfugt. Þar er greinileg samúö höfundar með unglingum. Of langt mál yrði að rekja allt sem á daga Eyvindar drífur — hann brýstinn.drekkur, er tekinn af lögreglunni, rifur kjaft og svo framvegis. Og svo framvegis. Það er greinilegt að höfundur þekkir býsna vel til málefna ung- linga. Hann reifar mix-g þeirra vandamál af skilningi, stundum eiginlega of miklum liggur mér viö að segja. Mér finnst bókin alltof mikið ganga út á félags- fræðilegar uppeldislausnir, félagsfræðilega fyrirlestra og félagsfræði yfirleitt. Þá finnst mérskoöun höfundar vera of ein- hliöa: þjóðfélagiö, skólamir, lög- reglan, umhverfið og uppalendur bregðast unglingum, samasem gallaðir unglingar. Þá gengur bókin að minu mati alltaf mikið út á einkafyrirlestra höfundar, hann lætur einhverja persónuna tala, og svo heldur hún heljarmikla ræðu, innblásna og kyngimagnaöa. Þetta er ein veik- asta hlið bókarinnar, þ.e. sam- tölin og það gerir hana óraun- verulegri en ella hefði oröið. Gripum niður i samtal sjoppueig- anda við lögregluna, eftir að Ey- vindur hefur látið greipar sópa. Sjoppueigandinn: „Maður les um innbrot og afbrot unglinga á hverjum einasta degi. Þjóðfélag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.