Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 9
áv; •»'#»>. h\ i'i fuscíwttauZ mmM Sunnudagur 25. október 1981 jj(*ooBiwwtWE»r imn mu ’ewmiMwiinwjMy.v.'w ,V, r ■ I * . « I » <» T-r " iiLSi'Í 9 menn og málefni Nýr meirihluti hefur sett svip á borgina ■ I Geröur Steinþórsdóttir Eirikur Tómasson V Liðiö er nií talsvert á fjórða ár siðan nýr meirihluti tók við stjórn Reykjavikurborgar. Nægileg reynsla ætti þvi' að hafa fengizt af þvi, hvernig hann hefur gefizt. 1 stuttu máli er hún sú, að breyting hefur orðið til bóta á nær öllum sviðum borgarmál- anna. Gamli málshátturinn hefursannazt enn einu sinni, að nýir vendir sópa bezt. Fjármálastjórn borgarinnar hefur aldrei verið traustari en á þessu kjörtimabili. Fram- kvæmdir á fjölmörgum sviðum hafa aldrei verið meiri. Sú spá fyrrverandi meiri- hluta, að hreinn glundroði myndi taka við, ef hann missti völdin, hefur verið endanlega kveðinn i kútinn. Eins og í mörgum öðrum bæjarfélögum hefur reynslan orðið sú, að samstaöa fleiri flokka um stjórnina er oft miklu happadrýgri en stjórn eins flokks, einkum þó, þegar við- komandi flokkur hefur stjómað lengi og deyfð,doði og spilling blómstrar i skjóli hans. Svo miklar hafa ýmsar fram- kvæmdir orðið i tið hins nýja borgarstjómarmeirihluta, að ekkerterofsagt, aðþærhafisett svip á borgina. Ovíða hafa þessar fram- kvæmdir þó orðið meiri en á sviði skólamála, félagsmála og iþróttamála. 1 öllum þessum máiaflokkum hafa fulltrúar Framsóknar- flokksins haft forustuna. Kristján Benediktsson hefur verið formaður i fræðsluráði, Gerður Steinþórsdóttir i' félags- mála rá ði og E irikur Tó m ass on i iþróttaráði. Ófremdartima að ljúka 1 grein eftir Kristján Bene- diktsson, sem birtist hér i blað- inu 15. þ.m., ræðir hann um skólabyggingar i Reykjavik. Kristján segir i upphafi greinarinnar, að þvi ófremdar- timabili i sögu borgarinnar sé að ljúka, þegar skólahúsin voru yfirfull og tvi- og þrisett var i hverja stofu. Þetta erm.a. árangur af þeim skólabyggingum, sem unnið hefur verið að á þessu kjörtima- bili. Nokkrar framkvæmdir eru þó enn eftir, en i undirbúningi hjá meirihluta borgarstjómar- innar. Um þær fórust Kristjáni svo orð i grein sinni: „Verið er að vinna við 2. áfanga ölduselsskóla. Hiuti hans var tekinn i notkun 1. september s.l. en þessum áfanga á að ljúka á næsta sumri. Þá þarf að reisa sund- laug við skólann sem þjóni einn- ig Seljaskóla. Við Seljaskólann er búið að bjóða út stórt iþrótta- hús, sem einnig er ætlað fyrir ölduselsskóla og almenna iþróttastarfeemi i Breiðholti II. A árinu 1983 þarf án efa að auka við kennsluhúsnæði Seljaskóla þar sem nemendum á grunn- skólaaldri fjölgar mjög i þessu skólahverfi. Eftir eraö byggja einn áfanga Hólabrekkuskóla, þann þriðja og siðasta. Það er því við Hóla- brekkuskóla og Seljaskóla, sem auka þarf við kennsluhúsnæði á næstunni. Þegar þvi er lokið virðist mér að skapast muni nokkurt hlé i byggingarmálum grunnskóla, enda mál að linni þeirri spennu, sem rikt hefur i húsnæðismálum skólanna. En þótt augljóst sé, að draga muni verulega úr nýbyggingum grunnskólahúsnæðis á næstunni er víðsfjarriaö ekkiséu nægileg verkefni og þörf á fjármagrii. ■ Kristján Benediktsson Vegna kostnaðar við nýja skóla hefur ýmislegt annað setið á hakanum. Þannig hefur viðhald gömlu skólanna verið i' algjöru lágmarki, skólalóðir eru víða ófrágengnar og í sumum skól- anna þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæöinu til betri og hagkvæmari nota. Allt eru þetta verkefni, sem mér sýnist að snúa þurfi sér að og koma i' betra horf um leið og fer að draga úr þvi fjármagni, sem þarf til nýbygginganna”. Þá minnist Kristjáná Vestur- bæjarskólann við öldugötu, sem er f hinu gamla húsnæöi Stýri- mannaskólans. I stað hans þurfi bráðlega að byggja nýjan skóla i gamla Vesturbænum, og hafi komið til umræðu að reisa hann á leiksvæði, sem er á horni Framnesvegar og Hringbraut- ar. Þjónusta við börn og aldraða Gerður Steinþórsdóttir hefur verið formaður félagsmálaráðs borgarinnar á þessu kjörtí'ma- bili. Undir ráðið heyra málefni dagheimila, þjónusta fyrir aldrað fólk og ýmis félagsmál ikinur. Óhætt er að segja, aö undir forustu Gerðar hafa orðið meiri framkvæmdir i þessum málaftokkum en á nokkru kjör- tímabili öðru. T.d. reist fleiri- dagheimili fyrir börn og tryggt meira húsnæði fyrir aldrað fólk. Rétt fyrir síðustu mánaðamót eða nánar tiltekið 29. september siðastliðinn, var formlega tekin i notkun dagdeild fyrir aldraða að Dalbraut 27, en þar voru teknar í notkun fyrir tveimur árum þjónustuibúöir fyrir aldraða og eru þar nú 46 ein- stakKngar og 18 hjón. I kjallara hússins, þar sem þessar ibúðir eru, var ónotað mikið húsnæði og var ákveðið aö koma þar upp dagdeild fyrir aldraða en þaö er nýjung f þjónustustarfi borgar- innar. 1 grein eftir Gerði Steinþórs- dóttur, sem birtist 1. þ.m. hér i blaðinu, segir um hlutverk dag- deildarinnar á þessa leið: „Hlutverk dagdeildarinnar er að mæta þörfum aldraðra sem búa i heimahúsum, en þarfnast verulegrar umönnunar og sam- vista við aöra, sem erfitt er að veita á fullnægjandi hátt i heimahúsum. Þaö er reynsla nágrarina okkar á Norðurlönd- um, að dagvistun, sem þessi, seinki vistun eða innlögn um nokkur ár. Það er þvi von mln, að dagvistardeildin geti brúaö bilið á milli heimadvalar og fullrar vistunar á stofnun. Hér er um mikilvægan hlekk að ræða I öldrunarþjónustu höfuð- borgarinnar. A deildinni geta dvalist 30 manns, frá kl. 8 að morgni til 5 siðdegis. Boðið er upp áaðstoð við böð, eftirlit með lyfjum og sjúkraþjálfun, svo eitthvað sé nefnt. Hjúkrunar- fræðingur var ráðinn sem deildarstjóri. Þeir sem áhuga hafa geta lagt inn umsókn á Dalbraut eða hjá ellimáladeild Félagsmálastofnunar. Þaö áhugaverða og skemmti- lega við deildina er sú samnýt- ing sem verður i húsinu. Setu- stofur og hvildaraðstaða er á dagdeildinni en matsalur og setustofúr á 1. hæð, tómstunda- starf og önnur þjónusta er sam- eiginleg ibúum hússins. Hér er þvi farið inn á nýja braut. Það ermikilvægt aö i borginni verði sem mest fjölbreytni i þjón- ustu”. Hér hefur aðallega verið getið um einn þátt i framkvæmdum núverandi borgarstjórnar- meirihluta til aö bæta aðstöðu aldraöra. En eins og áöur er getið hefur miklu meira veriö aöhafst og enn meira er i undir- búningi. Slæmur viðskUnaður Qialdsins En það er ekki aðeins i skóla- málum, dagheimilamálum og málefnum aldraðra.sem núver- andi borgarstjórnarmeirihluti hefur reynzt athafnasamur. Þetta gildir ekki siður um iþróttamálin. I grein.sem Eirikur Tómasson birti i Timanum 8. þ.m. um Iþróttamálin, vikur hann fyrst að gagnrýni andstæðinganna og segir siðan. ,,Það, sem hér býr aö baki er liklega slæm samviska. Stað- reyndin er nefnilega sú, að meirihluti borgarstjómar sýndi vitavert fyrirhyggjuleysi á sviði iþróttamála áárunum 1974-1978. I lok kjörtimabilsins var verið að leggja siðustu hönd á hinn nýja frjálsiþróttavöll i Laugar- dal og pöntuö hafði veriö stóla- lyfta i Blafjöll. Hins vegar láðist að gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu iþróttamann- virkja á vegum borgarinnar nema þá i tengslum við skóla. Og það sem verra var: Ara- tugalangt sinnuleysi að þvi er varðar viðhald á iþróttamann- virkjum var að veröa þess vald- andi,aö eitt elsta og glæsilegasta mannvirkið, Sundhöll Reykja- vikur var að þvi komiö aö grotna niður. Þetta var arfurinn sem frá- farandi meirihluti eftirlét hin- um nýja meirihluta á þvi' herr- ans ári 1978. Og þetta var aðal- ástæöan fyrir þvi, að ekki var hægt að hefjast handa um bygg- ingu nýrra iþróttamannvirkja i Reykjavik á árinu 1979 þar sem nauösynlegan undirbúning skorti”. Bætt aðstaða tíl íþrótta EirikurTómasson vikur siðan að framkvæmdum núverandi borgarstjórnarmeirihluta og segir: „Núverandi meirihluti borgarstjórnar og Iþróttaráðs hefur lagt á það megináherslu að bæta aðstöðu til iökunar svo- nefndra almenningsiþrótta i borginni. Vinsælustu al- menningsfþróttirnar eru tvi- mælalaust sund- og skiöa- iþróttirnar þótt vinsældir ýmissa annarra iþróttagreina fari mjög vaxandi. Fyrsta stórverkefnið á þessu kjörti'mabili var, eins og áður hefur verið vikiö að, gagngerar endurbætur á Sundhöllinni til þess hreinlega að forða mann- virkinu frá eyðileggingu og um leið til þess aö gera þennan gamla heilsubrunn eftirsóttari. í þvi skyni var komið fyrir tveimur heitum pottum I Sund- höllinni. Hefur það ásamt öðrum breytingum, sem geröar hafa veriö ,stóraukið aðsóknina. Aður var minnst á fyrir- hyggjuleysi ihaldsins f íjH-ótta- málum. í tæpa tvo áratugi hafði staðið til að reisa framtiöar bað- og búningsherbergi við Sund- laugarnar i Laugardal. Allan þann tfma hafa hinir fjölmörgu laugagestir orðið aö notast viö mjög svo frumstæða og alls ófullnægjandi aðstöðu að þessu leyti. Nú hefur veriö hafist handa um að bæta úr þessu ófremdarástandi og ervonasttil aö ný böð og búningsherbergi - verði fullgerð eftir tvö ár. Meö tilkomu þeirra gjörbreytist að- staða baðgesta og unnt verður að koma fyrir gufuböðum, ljós- böðum og alhliöa heilsurækt i núverandi baö- og búningsrými. Uppbyggingu I Bláfjöllum hefur verið haldiö áfram af full- um krafti. Nú er veriö aö reisa þar þjónustumiöstöð og áform eru uppi um það aö bæta við skiðalyftum á vegum borgar- innar. Skautahöll i Reykjavik hefur veriö draumur margra borgar- búa. Nú hillir loks undir það mannvirki. Hönnun þess er á lokastigi og væntanlega verður hafizt handa við sjálfa bygging- una þegar á næsta ári”. Að framtið skal hyggja Þá vikur Eirikur Tómasson að framtiöarverkefnum á sviði íþróttamála og segir: „Borgarstjórn hefur tekiö ákvörðun um það, aö annað aöaliþrótta- og útivistarsvæði borgarinnar að Laugardalnum frátöldum, skuli risa i svo- nefndri Suður-Mjódd i Breið- holti. Afráðið er að efnt skuli til hugmyndasamkeppni um skipulag og uppbyggingu þessa svæöis. Niðurstöður þessarar samkeppni munu að likindum liggja fyrir siðla vetrar og verða þá sýndar almenningi svo að borgarbúar geti sjálfir kveöiö upp sinn dóm. Þá hafa átt sér stað viðræöur milli borgaryfirvalda og há- skólayfirvalda um möguleika á samvinnu um að byggja gervi- grasvöll ásamt fullkomnu ' iþróttahúsi á háskólasvæðinu. Ljóst eraðMelavöllurinn hlýtur að hverfa á næstu árum, þótt margirmuni sakna hans. Annar malarvöllur eða gervigrasvöll- ur, sem hlýtur að teljast mun betri kostur, verður að koma i stað Melavallarins. Það er þvi ekki ráð nemal tima sé tekið, að fara nú þegar að hyggja að þvl, hvernig við þeim vanda skuli brugðist”. Þetta lauslega yfirlitsýnir, að Reykjavikurborg hefur notið dugandi forustu i skólamálum, félagsmálum og iþróttamálum áþessu kjörtimabili. Þessa for- ustu þarf aö tryggja áfram. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.