Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 30

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 30
immm í't'íl 19J ( >'< íi' ' • '.'.n iilr Sunnudagur 25. október 1981 ■ Pabo Ruiz Picasso 15 ára. Myndin er tekin skömmu eftir að fjölskyldan kom til Barceiona, þar sem hann gekk i listaskóla. ■ Faöirinn, Don José Ruiz Blasco, ákveðinn maður og list- hneigður sem hvatti drenginn á- fram á listabrautinni. ■ Hin ástkæra móðir, Maria Picasso Lopéz. ■ Astkonan frá frumbýlings- árunum í Paris, Fernande OIi- vier, sem hafði ást á dýrum ilm- vötnum. ■ Hin mikla móöir lista og bók- mennta, Geirþrúður Stein, við portrett sem Picasso málaði af henni. Pablo Picasso: Aldar- minning ■ Mynd sem Picasso málaðif stilRenoirs IParfs um aldamótin. Hún minnir óneitanlega meira á trega og úrkynjun en myndir Renoirs úr hinnisömu „Moulin de la Galette” ■ Á morgun eru liðin nákvæmlega 100 ár f rá því að Pablo Picasso fæddist — 25ta október 1881. Hann léstá tíræðisaldri 1973/ frægari en nokkur listamað- ur fyrr eða sfðar. Gertrude Stein sagði um Picasso fyrir margt löngu: ,,Hann setti sér ekki það mark- mið að túlka sannleika sem allur heimurinn getur höndlað, heldur sannleika sem hann einn getur séð." Þótt Picasso færi alltaf eigin leiðir varð allt að gulli í höndum hans/ síðari árin þegar verk hans seldust fyrir fáheyrðar upphæðir í bókstaflegri merkingu. En heimurinn átti löngum erfitt með að halda í við hann. Picasso spreytti sig á málaralist, teikningu, keramik, grafik og höggmyndalist, flestu sem að myndsköpun laut. Ferill hans spann- aði langt skeið sifelldra umbreytinga og misvaran- legra byltinga. Þegar hann var ungur voru Manet og impressionistarnir enn umdeildir.Gauguin, Cé- zanneog Van Gogh með öllu óþekktir. Á þessum ár- um gerðist allt með leifturhraða, stöðnun var eitur í beinum ungra listamanna, kúbismi Picassos og Braques leysti innsæi Gauguins og Van Goghs af hólmi og gat svo aftur af sér yngri stefnur í mynd- list — súrrealisma og afstraktmálun. En það var Picasso sem öðrum fremur ruddi brautina. I mál- aralistinni og reyndar allri mannkynssögunni hafa fá mannanöfn jafn þrungna og sérstaka merkingu, jafnvel þótt menn þekki ekki verk meistarans, þekkja allir nafnið— Picasso. Þetta er fyrri greinin af tveimur sem er skrifuð í aldarminningu þessa mikla listamanns. ■ Picasso fæddist 25ta október 1881 i bænum Malaga i Andalúsiu- héraði á suövesturströnd Spánar. Þegar króinn skreiö út úr móöur- kviöi kvaö ljósmóöirin fyrst upp þann úrskurö aö hann væri and- vana fæddur. Picasso sagöi siðar- meir að þaö heföi verið föður- bróöir hans, læknir aö mennt, sem þar var af hendingu staddur sem heföi bjargaö lifi hans með þvi að blása framan i hann þykk- um mekki af vindlareyk. Þá, sagði Picasso, gretti ég mig og byrjaöi aö gráta. Foreldrarnir voru af sæmilegri millistétt, sem hvorki þurfti aö liöa skort né gat borist á. Faöir- inn, Don José Ruiz Blasco, var ó- venju hávaxinn af Andalúsiubúa aö vera og meö rauöleitt hár. Þaö skipti ekki minnstu máli fyrir framtiö sonarins aö hann var list- hneigöur — safnhaldari, kennari og listmálari, málaði ágætis stofumyndir aö þeirra tima siö. Útlitiö erföi Picasso aftur á móti frá móöur sinni, Mariu Pi- casso López, laglegri og smávax- inni meö svart hár og augu. Hún var af itölskum uppruna og gat þar rakið ætt sina til listamanna. Að spænskum siö var drengur- inn skirður i höfuöiö á fjöida dýr- linga, guðforeldra og ættingja — Pablo Diego José Fransisco de Paula Juan Nepomuceno Maria de los Remedios Cipriano de la Santisima Trinidad, og svo I lokin á rununni I höfuöiö á foreldrun- um, Picasso Ruiz. Þaö hét hann allar götur til 1902 þegar hann notaöist eingöngu viö nafnið Pi- casso, vegna þess aö þaö var sér- kennilegra og af ofurást á móöur sinni. Undrabarniö Picasso var ekki gefinn fyrir aö tala um bernsku sina. En sagan segir aö hann hafi teiknaö áöur en hann fór aö tala. Móöirin sagöi aö fyrsta oröiö hans heföi verið „piz, piz”, þ.e. barnaútgáfa af „lápiz”, sem er pensill á spænsku. Likt og faðir annars frægs undrabarns, Mozarts, hvatti faöirinn hann áfram og skólaði hann til. Þegar Picasso var aöeins sjö ára var faöirinn farinn aö gefa honum al- varlega tilsögn i myndlist. Drengurinn tók listnámiö hátið- lega frá fyrstu stund og ekki úti- lokaö aö annaö hafi setið á hakan- um, a.m.k. sagði hann siðar aö hann heföi aldrei getaö þuliö staf- rófiö i réttri röö. 1891, þegar Picasso var næstum tiu ára, geröist faöir hans list- kennari I bænum La Coruna á At- lantshafsströnd Spánar um 1000 km norövestur af Malaga. Lofts- lagiö þar var annaö og verra en fjölskyldan átti aö venjast út hinu sólrika suöri, eilff rigning og þoka, og varö þess valdandi aö faöirinn varö önuglyndur og eirð- arlaus. Hann haföi ekki geö i sér til aö ljúka viö myndir sem hann byrjaði á, myndir af dúfum og nautabönum sem voru eftirlætis- viöfangsefnin stóöu hálfkaraöar á trönunum. Og voru drengnum eölilega nokkur freisting, Eitt kvöldiö þegar faöirinn sneri heim úr langri kvöldgöngu, eins og var hans plagsiöur, sá hann aö Pablo litli haföi tekið eina dúfuna sér til handargagns og lokiö viö mynd- ina. útkoman var betri en nokkuö annaö sem faöirinn haföi málaö. Verandi skapheitur Spánverji fylltist Don José af stolti og ör- væntingu, rétti syninum, sem þá var 13 ára, penslana og sór aö mála aldrei framar. Mörgum árum siöar, 1946, opn- aöi Picasso sýningu á myndum sem frönsk og ensk skólabörn höfðu gert. Þá sagöi hann aö á þeirra aldri heföi hann teiknaö eins og Rafael, ,,aö þaö heföi tek- iöhann mörg ár aö læra að teikna eins og þessi börn”. Hann sem losaði mynd og liti úr viöjum heföarinnar gekk i afar kreddu- fastan skóla. Don José áleit eins og þá var venja að besta þjálfun ungs manns væri aö kópiera gömlu meistarana og læra aö teikna mannslikamann I sem fin- ustum dráttum. Sá sem ekki gat stælt náttúruna átti ekki framtiö fyrir sér sem málari. Þaö var litiö rúm fyrir imyndunarafl og sköp- unargáfu á þeim bæ. Barcelona 1895 bauöst Don José aö gerast kennari viö listaskóla í Barce- lona. Hann hafði aldrei getaö fellt sig viö La Coruna og tók boöinu fegins hendi. Þegar fjölskyldan kom þangað var Barcelona eins og nú — mesta heimsborg á Spáni. Þar sýndu menn I straum- um frá gervaliri Evrópu, litu stórt á sig og niöur á sveitamenn- ina aö sunnan. Tiskan i Barce- lona, lausnaroröiö, á þessum ár- um var „modernismo”, hreyfing sem fjandskapaöist viö efnis- hyggju og öra iönþróun. Menn lásu Nietzsche og Schopenhauer, verkamenn voru farnir aö hópast saman i félög, voru ýmist sósial- istar eöa anarkistar. A þessum árum starfaöi einnig i Barcelona arkitektinn Antónló Gaudi, sem hafnaöi alfariö flötum og beinum linu, byggingar hans bylgjuðust og bunguðust eins og náttúran sjálf. Barcelona var i flestu, menningum og listum, ljósárum á undan hinum vanþróaöa Spáni. A tali manna á kaffihúsum þar mátti heyra aö tuttugasta öldin væri i uppsiglingu og boöaöi nýj- an stil, nýjan dag. 1 Barcelona tók Picasso aö mótast sem listamaö- ur, sagöi skiliö viö fööurinn, varö opinn fyrir öllum nýjungum, hvort sem þær komu að innan eöa utan. Þar hóf hann einnig formlegt listnám. Þótt ekki væri hann nema 13 ára talaði Don José rétta aöila til og kom honum inn i skóla hinna æöri lista þar, La Lonja svokallaöan. Hann hélst viö i skólanum I þrjú ár, sem voru lunginn úr skóla- göngu hans i listum. 1897 þegar hann var 16 ára var ákveðiö aö hann skyldi setjast i listaaka- demiuna i Madrid, virtasta lista- skóla á Spáni, sem öldu áöur haföi veriö undir stjórn sjálfs Goyas. Pablo, þú ert á rangri leið Likast til hefur Pablo veriö full alvara meö aö setjast i skólann i Madrid, en alla tiö fannst honum hann vera þrúgaöur i formlegu listnámi og hann hætti skjótlega aö sækja tima, fyrsti alvarlegi visir aö uppreisn hans gegn föö- urveldinu og öllu sem þaö stóö fyrir. Þess i staö ráfaöi hann um götur borgarinnar, þar sem vel- megun og hrein örbirgö voru hrópandi mótsagnir, og fór á Prado, listasafnið mikla, þar sem héngu verk eftir Velasquez, Goya og ekki sist E1 Greco. Pablo varð fyrir djúpstæöum áhrifum af hin- um langleggjuöu og loftkenndu figúrum hans. Þegar faöirinn varö var viö þaö skrifaöi hann: „Pablo, þú er á rangri leiö.” Eftir dvöl i sveit viö Ebrofljót, þar sem hann kynntist af eigin raun fátækt, haröri vinnu og frumstæöum háttum, sneri hann aftur til Barcelona 1899. Persóna hans var nánast mótuö — hann var litill, kraftalegur, svartur á brún og brá og meö stingandi svört augu. Hann gat ýmist veriö illskeytur eða blfölyndur, glaöur eða inn I sig, hann var eiliflega aö gera sér glaöan dag, en innra skein i óumræöilega sorg og meö- aumkvun, stundum var hann likt og himinlifandi og stundum rambaði hann á barmi örvænt- ingar. Hann var mjög móttæki- legur fyrir ytri áhrifum, en þó of sjálfstæður til aö leggjast undir ok eins eða neins. Aftur felldi hann hugi til hinnar iðandi Barcelona, flutti aö heim- an og leigöi sér herbergi ásamt öðrum myndlistarmönnum, þar sem ægöisaman litum, römmum, ströngum og penslum. A kvöldin og fram á nótt var þaö svo lista- mannakráin „Fjórir kettir”. Þar bættust á áhrifin frá E1 Greco, straumar frá impressiónistum, einkum plakötum Toulouse Lautrecs, sem bárust viða um heim, og japönskum málverkum, sem þá voru i tisku I Evrópu. Þó málaöi Picasso hefðbundnar myndir i bland til aö þóknast föö- urnum og fjölskyldunni sem hann heimsótti daglega. En hvaö sem hann málaði, þá var þaö alltaf iö- andi af tilfinningu. 1 febrúar aldamótaárið hélt Pi- casso fyrstu sýningu sina á „Fjórum köttum”. Hún fékk lof- samlega dóma — einn gagnrýn- andi lét svo um mælt að þótt þessi listamaöur væri vart meira en barn „sýndi hann einstaka leikni i meöferö pensilsins”. Þaö lék grunur á aö þetta heföi veriö gamall kennari hans i La Lonja skólanum. París á gullnu skeiði En Barcelona var oröin of litil fyrir Picasso. Hann hugöist fara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.