Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 25. oktdber 1981 19 VISTASKIPTI — Kafli úr „Möskvum morgundagsins” eftir Sigurð A. Magnússon „Möskvar morgun- dagsins” p Fáar bækur hafa fengiö jafn- mikið lof hér á Islandi hin siðari ár og „Undir kalstjörnu” eftir Sigurö A. Magnússon, sem út kom fyrir nokkrum árum. Hvort- tveggja var aö Siguröur lýsti vel og einlæglega umhverfi sögunnar — „fátækrahverfinu” Pólunum — og svo hitt aö bókin var mjög vel skrifuð og yfir henni sérkennileg- ur og hugþekkur blær. Þó sagan væri aö nafni til skáldsaga duldist engum aö Siguröur byggöi i veigamiklum atriöum á sinni eig- in bernsku. Nú i haust eöa vetrar- byrjun kemur út framhald „Kal- stjörnunnar” en alls mun Sigurð- ur hafa þrjár bækur I huga — þri- leik. Heitir þessi bók „Möskvar morgundagsins” og tekur upp þráöinn þar sem fyrri bókinni sleppti. Hér birtum viö einn kafla úr bókinni... ■ Daginn eftir kom annar eftirlits- maöurinn i svörtum bil og sótti okkur syst- kininfjögur.en litla kúthaföi veriö komiö i fóstur hjá einni systur Mörtu strax og hún fór á Hæliö. Hann var tæpra þriggja ára gamall, Brói nýoröin sjö Systa átta, Lilli nlu og ég tiu ára. Viöhöföum verið rækilega skrúbbuö i þvottabalanum kvöldiö áöur og pabbi veriö óþarflega haröhentur viö þaö verk, enda var hann alls óvanur þvilíkum aögeröum. Viö vorum þvi að okkar hætti tárhrein á skrokkin en larfana sem viö vorum I haföi ekki unnist tóm til aö þvo eða stagla. Pabbifylgdi okkuraöbilnum og var augsýnilega hrærður þvi hann var orðfár og skammaðist ekkert við eftirlitsmanninn, þrýsti okkur fast aö sér i kveðjuskyni og snéri sér undan þegar billinn rann af stað. Ég horfði á hann útum afturrúðuna og fann sárt til meö honum þarsem hann lallaði al- einn heim i tómt húsið. Billinn ók sem leiö lá út Laugarnesveg, niöur Laugaveg og gegnum bæinn. Þaö var löng leiö og viö sátum i aftursætinu döpur og þögul sem gröfin. Eftirlitsmaöurinn sat hjá bilstjóranum og reyndi viö og viö aö fjörga okkur meö vingjamlegum oröum eöa hnyttilegum athugasemdum, en hafði ekki erindisem erfiöi. Viö vorum lokuö inni okkar eigin hugarheimi og höföum ekki sinnu á þvi sem maöurinn var aö segja, heyröum þaö varla. Ég var með hugann hjá pabba sem nú sat einn heima og haföi ekki annan félagsskap en hestana. Þeir yrðu honum i öllu falli huggun. Viö erum komin gegnum bæinn og viö blasir hafiö á hægri hönd en Akrafjall handanviö þaö. Þetta eru mér óþekktar slóöir. Ekiö er um stund framhjá strjálum húsum uns billinn staönæmist fyrir framan hvitt steinhils á háum grunni. Steintröppur meö hvitu steinhandriði eru utaná húsinu og liggja uppá hæöina, en undir þeim er inngangur I kjallarann. titá tröppurnar kemur ung og hæglát kona, búlduleit og rjóö i kinnum, heilsar okkur alúölega og leiöir okkur inn I húsiö. Hún kvaöst heita Gyöa og veita barnaheimilinu forstööu. Allt fashennar bervitni festuog innri ró. Þegar viö göngum i borösalinn kemur eldabuskan i flasið á okkur innanúr ddhúsi brosleit og geislandi af lifsorku, heilsar okkur hjartan lega og kveöst heita Inga. Hún er talsvert eldri en Gyöa. I matsalnum er hópur krakka á ýmsum aldri, mestmegnis stelpur, sem viö erum kynnt fyrir hópnum meö þeim oröum aö hér séu komin fjögur systkini sem ætli aö dveljast á barnaheim- ilinu i vetur, en viö litum hvert á annaö og liöur ömurlega frammifyrir öllum þessum starandi augum. Stærsta stelpan, sem sýnist vera á fermingaraldri, tekur sig útúr hópnum og heilsar okkur öllum glaölega með handabandi. Hún er ófeimin og mál- gefin og segist heita Rósa. Ég finn hvernig óþvinguö og hispurslaus framkoma hennar hrekur burt kviðann sem hefur nagaö mig innan siöan viö fórum aö heiman. Eftir aö Gyöa hefur sýnt okkur hæöina leiðir hún okkur niöri kjallarann sem er náttból krakkanna. Okkur bræðrunum er ætlaö sameiginlegt herbergi, en Systa á aö sofa meö þremur stelpum I herberginu viö hliöina. Rúmin eru mjúk og þægileg viö- komu, rúmfötin tandurhrein og allt innan- stokks eins snyrtilegt og veröa má. Hér er regla á öllum hlutum og ég finn nýja öryggiskennd i þessu vistlega heimkynni. Kannski á okkur eftir aö liöa bærilega þráttfyrir allt. Þegarbúiöer aökanna húsiö hátt og lágt er fariö með okkur i útihús sem einhvern- tima hefur veriö hlaöa, háreist timbur- bygging klædd bárujárni og tvær hæöir. Uppá efri hæöina sem er undir súö liggur skáhallur handriöslaus tréstigi, en þungur timburhlemmur lokar stigaopinu. 1 útihúsinu er urmull allrahanda leikfanga enda una börnin hér viö leiki þegar ekki er veöur til útileikja segir Gyöa til skýringar. Ég kann þvi betur viö Gyöu sem ég kynnist henni nánar. Hún er mildilega ströng viö bömin, sýnir þeim hlýju og samúö, reynir aö halda uppi aga og reglu, en beitir yfirleitt aldrei hörku. Hún hefur lágan og þýöan málróm og einkennilega fjarræntaugnaráö. Seinna kemstég á snoö- irum aö hún er alin upp i Islendingabyggö- um vestanhafs sem gerir hana i minum augum merkilegri en aörar konur sem ég hef kynnst. Inga eldabuska er á margan hátt and- stæöa Gyöu og þó kannski enn geöfelldari manneskja. Hún er ljós yfirlitum og snoppufriö, hástemmd, hláturmild, létt i lund og skiptir ekki skapi nema á mánu- dögum. Hvell hlátrasköil hennar bergmála i sifellu um húsiö og vekja ánægjulegan titring i loftinu. Hún er einlægt aö rifja upp dansleiki og ráögera nýjar skemmtanir og talar um karlmenn og samskipti sin viö þá af hreinskiini sem iðulega fær forstöðu- konuna til aö skipta litum. Börnin á heimilinu eru ákaflega sundurleit. Rósa er elst og framtakssöm- ust, i rauninni ókrýnd drottning hópsins. Aðrar stelpur eru hljóölátar og ófram- færnar og svipað má segja um strákana sem allir eru yngri en ég. Börnin eru fá- töluö og einhvemveginn þrúguö. t hópnum er enginn gáski eöa kátina, miklu fremur leiöi og þögul þjáning, enda eiga mörg börnin um sártaö binda. Rósa sker sig úr f öllu tillitá, er opinská og glaðvær og glettist gjarna viö Ingu: þær eiga skap saman. Okkur Rósu veröur fljótlega vel til vina þráttfyrir aldursmuninn og hún segir mér feimulaust af högum sinum. Hún er hing- aö komin afþvi foreldrar hennar ráöa ekk- ert við hana Hún var sótt úti erlent skip f Reykjavikurhöfn og fhitt hingaö nauöug, en hún kann betur viö sig hér en heima hjá sér: þar er alltaf verið að ragast i henni. Svo fær hún aldrei aö vera I friöi fyrir frænda sinum sem er ruddi og reyndi einu- sinni aö nauöga henni, en þá kom mamma hennar aö þeim og húöskammaöi hana fyriraöreyna aö koma móöurbróöur sinum til viö sig. Rósa hlær hryssingslega þegar hún segir frá þessu, en ég fer hjá mér og veit ekki hvort ég á aö hlæja eöa hneykslast. Siðan hún kom á barnaheimiliö fyrir hálfu ári hefur henni tvisvar tekist aö stinga af, en var i bæöi skiptin gripin af lög- reglunni útl skipum endaþótt sjóararnir hafireynt aö fela hana. Næst ætlar hún sér aö leika á lögguna og eiga stefnumót i landi. Hún veit um staö þarsem þeir geta ekki gómaö hana. En kannski er best aö fá sér bara islenskan kærasta, segir hún meö eftirhyggju. Nokkru eftir aö viö systkinin komum á barnaheimiliö var komiö þangaö meö stelpu sem var i'viö yngri en Rósa og miklu fóngulegri. Mér þótti hún samt fyrst og fremst brjóstumkennanleg og rann út til hennar I orðlausri samúö sem blandaöist aödáun á frlöleik hennar. Sjálf virtist hún ekki hafa minnstu hugmynd um útlit sitt. Hún var dul og þögul sem steinninn, stökk aldrei bros né yrti aö fyrra bragöi á nokk- um krakkanna. Einmanalegra barn haföi ég aldréi fyririiitt. Þegar ég reyndi einu- sinni aö fitja uppá samtalihorföi hún á mig úr mflrium fjarska og sneri sér siðan undan meö sársaukaviprur kringum munninn. Kannski stafaöi fálæti hennar og þögull harmur af reynslunni sem hún varö fyrir kvöldiö sem hún kom á barnaheimilið. Þá var hún klædd úr hverri spjör niöri kjallara aö okkur ásjáandi fötunum hennar vöölaö saman og fleygt I miöstöövarofninn. Þvi- næst var hún þvegin hátt og lágt og einhver daunillur vökvi borinn I háriö á henni meöanþaö varkembtmeö lúsakambi. Inga stóö fyrir þessum hreinlætisaögeröum og gaf ööruhverju frá sér þunga stunu þegar hún sá lúsamergöina sem kom i' kambinn. En svo greip hana galsi og hún sönglaöi fyrirmunni sér: Þar er lús sem leitaö er og bitur sárt sé hún soltin. Égfylgdist með þessu einsog helgiathöfn og fann hvernig hjartaö bálaöist af hlut- tekningu meö yndisfagurri stúlkunni sem kom mér fyrir sjónir eins og prinsessa I álögum. Þaö greip mig næstum ómótstæöi- leg löngun til aölæöast aö henni, svipta burt álagahaminum og sjá hana brosa framani mig. En hún brosti aldrei, ekki einusinni þegarhún steig fram einsog ný manneskja, þveginog kembd Itandurhreinum kjól. Hún varö þvertámóti fálátari og daprari en nokkurntima fyrr einsog siöasti neisti fal- innar vonar heföi veriö slökktur I baövatn- inu þettakvöld. Ég komst aldrei i kallfæri viö hana og viö vorum alla tlö einsog gestir frá ólfkum sólkerfum undir einu og sama þaki. Systa eignaöist fljótlega vinkonur I hópn- um og lék ser við þær en viö bræðurnir vor- um afskiptir og héldum hópinn á barna- heimilinu. 1 nágrenninu voru nokkrir strákar á svipuöu reki sem viö lékum stundum viö þegar viö áttum fristundir og máttum vera úti. Helsti vettvangur leikj- anna voru trönur I grennd viö Haga þarsem þurrkuö var skreiö. Viö vorum allir sólgnir i þetta hnossgæti og fórum I ránsferöir þeg- arsvo barundir.enáttum Ihöggi viö vökul- an og óvæginn vaktmann sem elti okkur miskunnarlaust ef hann haföi pata af feröum okkar og var ekki banginn viö aö veita okkur ráöningu ef hann náöi i rass- gatiö á okkur. Stóö okkur ógn af þessum haröjaxli sem leikiö haföi nokkra okkar grátt en fundum lika rikulega til spennunn- ar sem var þvi samfara aö etja kappi viö harðskeyttan andstæöing. I nágrenninu bjó listmálari sem nokkur ljómi stóö af. Sonur hans var einn leik- bræöranna, geöþekkur og kappsfullur strákur sem skrollaöi einkar skemmtilega og sagöi brandara semfengu sérkennilegan blæ af mállýti hans. I ööru húsi bjó skáld sem átti marga stráka á ýmsum aldri ásamtsvartbrýndri dóttur sem þótti falleg, enþau systkinlögöu ekkilag sittviö krakka af barnaheimilinu. I húsinu næst okkur bjó læknir og áttitvö börn um fermingu. Piltur- inn var dæll og tók iöulega þátt i brellum okkar.einkanleg ef Rósa var nærstödd. Um skeiö geröist sá grunur áleitinn aö hann væri sá kærasti sem Rósa taldi vera þrautalendinguna i feluleiknum viö lög- regluna. I þarnæsta húsi bjó fólk sem mér stóö heldur stugguraf þó þaö væri i vinfengi viö fööur minn, sem ég vissi reyndar ekki fyrren löngu siöar.Húsmóöirin stórkona og bosmamflril, svört á brún og brá og heföi getaö veriö sigaunadrottning vegna skart- girni sinnar, hún bjó meö manni sem var allmiklu yngri en hún og átti ekki börnin þrjú sem voru á heimilinu. Fór misjafnt orö af þessari framandlegu konu enda átti hún litskrúöuga fortiöog haföi viöa komiö viö á verstöövum umhverfis landiö og var ekki einhöm. Lá þaö orö á aö hún væri hvinnsk og heföi syni sina tvo sem stálpaöir voru til aö draga i búið. Svo mikið er vist aö þeir komustbáöirundir mannahendur og átti sá yngri of11 brösum viö lögregluna og sat inni langtimum saman. Hann var glæsimenni á velli og viömótsgóöur, en haldinn einhverri kynlegri óeirö og skapbrestum sem geröu honum lifshlaupiö I meira lagi brösótt. Má vera aö sögusagnir um þá bræöur og móöurina hafi veriö ýktar en okkur stóö veruleg ógn af þeim, einkum eftir aö skyggja tók. Yngri systir bræöranna var afturámótihvers manns hugljúfi og haföi á sér gott orö. Ef ég man rétt bjó i sama húsi og þessi brokkgenga fjölskylda sá maður sem sagöur var sterkastur á Islandi og nefndi sig Úrsus. Sá ég hann aldrei I holdinu á þessu skeiöi og veit ekki fyrir vist hvart hann var á landinu, en kona hans og börn voru nágrannar okkar og börnin leikfélag- ar. Úrsus hitti ég mörgum árum seinna á erlendri grund og komst ekki hjá aö rabba viö hann á gullaldarmáli sem var honum tamara en aörar tungur. Þannig var hiö nýja umhverfi I mörgum greinum frábrugöiö þvi sem viö áttum aö venjast á heimaslóö. Þaö bjó yfir eigin töfr- um og ýmsum möguleikum sem vafalaust heföi máttnýta til frjórrar dægradvalar en hængurinn var sá aö ég var löngum meö hugann viö heimahagana og liföi I þeirri hvikulu von aö Marta mundi hressast og safna okkur til sin aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.