Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 28

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 28
Sunnudagur 25. október 1981 Opið í öllum deildum MÁNUD.-MIÐVIKUD. KL. 9-18 FIMMTUDAGA KL. 9-20 FÚSTUDAGA KL. 9-22 LAUGARDAGA KL. 9-12 ( Jón Loftsson hf. 1 Hringbraut 121 ' Húsgagnadeild l Símar: 10600 og 28601. RÚM í TILEFNI FUJTNINGANIMA í SKIPHOLT 7 BJÓÐUM VIÐ ÁGJAFVER 1.150= VERÐ SEM EKKI VERÐUR ENDURTEKIÐ y Skipholti 7 símar 20080 'm a m m framnalassagan i - :r §l§||lSj§|| - Votar varir eftir Brján Brjánsson ■ Helgin fór i timburmenn og bakþanka. Hugsanir minar leituðu stöðugt aftur til votu varanna, sem ég hefði svo gjarnan viljaðfá að kynnast með snertingu, en ekki einungis úr fjarlægð. ,,Hvað skyldi hún annars heita?” var ansi áleitin spurning. Mér þóttu nöfn eins og Rósa, Dögg eða Hlif öll hæfa kvenkostinum hið besta, en á sama tima var ég sannfærður um að val foreldra hennar fyrir 19 árum, eða svo, hefði verið mun flatneskjulegra, þannig að draumadisin min héti að öllum likindum Guðrún, Sigriður eða Jónina. „Hvað skyldi hún svo starfa?” var önnur áleitin spurning. Af tur hljóp imyndunaraflið með mig i gönur og ég gerði hana á ör- skammri stundu að félagsráðgjafa, veðurfræðingi, tiskuhönnuði, verslunareiganda og fleiru, en þrátt fyrir timburmenn og draumóra fékk raunsæið yfirhöndina og ég komst að þeirri skyn- samlegu niðurstöðu að blessuð stúlkukindin yrði ef til vill ein- hvern tima eitthvað af þvi sem ég hafði talið upp i huga mér, en aldursins vegna gæti hún i hæsta lagi verið i einhverjum eldri bekkja menntaskólans. Það kom einnig til greina að hún hefði látið skólann lönd og leið strax eftir grunnskóla og hefði selt k jötfars hjá kaupmanninum á horninu siðustu fjögur árin. Ekki fór nú allur sunnudagurinn i það hjá mér að sýta það sem ekki hafði orðið, þvi ég sýndi, þó ég segi sjálfur frá, lofsvert framtak, og gróf upp naglabursta og naglakiippur. Ég skyldi ekki falla aftur i þá gryfju að hrekja frá mér gelluna, með þvi að skarta stórbrotnum sorgarröndum og illa klipptum nöglum. Vegna þjálfunarleysis kostaði þetta framtak mitt. mig drjúgan tima,en að verki loknu, var ðeg bara ánægður með árangurinn. Ég ákvað að sjálfsviðhald yrði héðan i frá þánnig að útgang- urinn á mér gæti ekki fallið undir klögumál. Æ, þessi góðu áform manns i timburmönnum. Þau eru nú oft fljót að renna út i sandinn. Hvað um það, þegar liða tók á sunnu- dagskvöldið, þá dubbaði ég mig upp i minn betri galla, til þess að gera nýlegar rifflaflauelisbuxur, snyrtilega skyrtu og jakka. Vegna reglna danshúsanna, sem mér þykja hálfkjánalegar gat ég ekki klæðst minum besta jakka, þar sem hann er úr þvi óvirðulega efni, nautsleðri. Lagði siðan land undir fót, eða bil öllu heldur og hóf pilagrims- för mina á milli dansstaða borgarinnar, i leit að votum vörum. Hálf var ég orðinn niðurdreginn eftir viðkomu á fjórum dans- stöðum, án þess að hafa rekiðaugun i stúlkuna sem ég leitaði að. A fimmta staðnum hitti ég gamlan kunningja, sem ég haföi engan áhuga á að ræða við. En hann lét sér ekki segjast og her- tók mig eins og hrægammur. Réðst á mig með látum og spurði: „Jæja, hvernig gengur námið Sævar?” Það varð heldur fátt um svör af minni hálfu, þvi ég vissi bók- staflega ekkert um hvaða nám hann væri að tala. Jú, skýringin kom, en hún var sú að hann hefði frétt af mér i tannlæknanámi fyrir svona tveimur árum eða svo. Ég sagði honum að það nám hefði staðið i hálfan mánuð. Eftir það hefði ég haft viðkomu i einum fjórum deildum háskólans. Þessari rannsóknastarfsemi minni hefði ég dreift á heilan vetur, en að rannsókninni lokinni hefði ég komist að þeirri niðurstöðu að ég kærði mig ekki um nánari kynni af innanhúss-starfsemi þeirrar stofnunar. „Hvað ertu þá að jobba?” spurði kunninginn og fékk þau svör að ég hefði verið i siglingum i rúmt ár, en væri nú i frii. Ætlaði jafnvel að skella mér i Stýrimannaskólann til þess að ná mér i farmannapróf. „Heyrðu, ertu eitthvað að slá þér upp með henni örnu?” spurði kunninginn og hjarta mitt lyftist eilitið. „Hét hún þá Arna?” hugsaði ég. Sagði siðan i öllu hlýlegri tón við kunn- ingjann, „Hvaða örnu?” „Svarið fyllti mig bjartsýni: „örnu, sem þú sást og talaðir við i fyrrakvöld.” Nú var ég oröinn ein- staklega hlýlegur i garð kunningjans, og um leið þakklátur fyrir nafnið fallega. Spurði hann siðan deili á stúlkunni og rakti fyrir honum raunir minar. Kunninginn var mjög örnufróður og upplýsti mig um það að hún værigömul vinkona hans og lagði áherslu á að einungis um vináttuhefði verið aðræða, þegar hannsá kuldann i augum mér. Sagði mér hvar hún byggi, hvað hún starfaði og hver hennar helstu áhugamál væru. Stúlkan min hét sem sagt Arna, bjó i Vesturbænumy starfaði sem sjúkraliði og hafði áhuga á tónlist, m.a.s. jazz, hesta- mennsku, (af þvi áhugamáli hreyfst ég litt) fjallgöngum, („Almáttugur, erég nú að falla fyrir einhverju sport- og útilifs- friki?” hugsaði ég örvæntingarfullur) og þar að auki sagöi kunn- inginn að Arna væri meistarakokkur. Brúnin lyftist aftur á mér. Kvaddi kunningjann með mestu vinsemd, brunaði heim á leið, með þeim fagra ásetningi að vera við útidyr örnu i býtið næsta morgun og aka henni i vinnuna. Kominn heim, upp i rúm og farinn út i enn eina loftkastala- smiðina, varð ég snögglega raunsær á nýjan leik. Hvað ef Arna, ég smjattaði á nafninu i huganum, ætti nú ekki að fara á morgunvakt næsta dag? Nú, það yrði bara að koma i ljós, en ég skyldi svo sannarlega biða hennar fyrir utan.Komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri hálfbarnalegt að biða beint fyrir utan dyrnar og ákvað að í nokkurra húsa fjarlægö myndi duga. Búinn að skipuleggja áhlaup númer tvö fullkomlega og gat þvi með góðri samvisku horfið á vit örnu minnar, i draumaheimum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.