Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 25. október 1981 22 nútímirm The Dirty Dan Project komið út: „100% HRETM SKEMMTUN” — segir Mike Pollock ■ The Dirty Dan Project, litil plata me6 Pollock bræðrunum er nú komin út en það er Grammið s.f., sem gefur plötuna út. Út- koma þessarar plötu hefur tafist nokkuð af ýmsum ástæðum, en á henni eru þrjú lög, þar af eitt instrumental lag sem varð til i stúdióinu. „Verkefnið varð til á þeim tima sem Utangarösmenn voru að springa”,sögðu þeir bræður Mike og Danny i' samtali við Timann. „Upphaflega kom hugmyndin fram er Danny stjórnaði upptök- um á fyrstu plötu Purrksins en þá komumst við i samband við Grammið og ákveðið var að gera þetta „Það má segja að þetta hafi verið 100% hrein skemmtun að vinna þetta, þannig er rock and roll og ef vel gengur þá stefnum við aö þvi aö gefa út LP plötu i framhaldi af þessu.” Við að hlusta á plötuna verður maður greinilega var áhrifa frá Rolling Stonesen Mike segir að sú hljómsveit hafi verið uppáhalds hljómsveitin sin frá þvi hann var 11 ára. ,,Það má ef til vill segja að þetta likist jafn mikiö Rolling Stones og Rolling Stones likjast Chuck Berry, en við teljum að það sé fyrir hendi áhugi fyrir tónlist af þessu tagi.” Meö Pollock bræðrunum leikur Asgeir Bragason Purrksmaður á trommur. —FRl plötur — plötur — plötur Utangarðsmenn: í upp- hafi skyldi endirinn skoða Ég meina : hvað á útgáfa þess- arar plötu að þýða? Eiga nú allir að vera svo sorgmæddir útaf frá- falli Utangarðsmanna að þeir streyma út í plötubúð með tárin i augunum og kaupa siðustu minn- inguna. Mér sýnist þessi plata helst gefin út i gróðasjónarmiði, einu sinni töluðu Utangarðsmenn um að þeir væru á móti peninga- plokki af unglingum. En platan er i sjálfu sér ágæt heimild um Utangarðsmenn. A henni eru sextán lög, þar af tiu sem ekki hafa komið á plötu áður og sum þeirra eru engu siðri en bestu lögin á plötunum þremur. Lögin heita: Jón önkari, At- lantic Blues, Sigurður var sjó- maður, Pretty Girls, The Big Print, I Don’t Wanna Girl Like You, Júdas frá Iskariot, Kyrrlátt kvöld við fjörðinn, Bla bla bla, Siðasta blómið, Hirosima, Cansas City, Crazy, Lotta Fun, It’s Easy, I Wanna Be Your Dog. A með- fylgjandi blaði er saga Utan- garðsmanna rakin (sic!) og upp- lýsingar gefnar um hvert lag á plötunni. Slikur fróðleikur mætti oftar fylgja plötum. Og svo spyrjum við: Hvenær hljóðrita Gaukarnir? Ultravox: Ragein Eden Strákarnir i Ultravox eru kunnir af plötunni Vienna sem kom út fyrirnokkru siðan — óhjá- kvæmilegur fylgifiskur er þessi plata sem heitir Rage in Eden. Nú, það er margumtalað að Ultravox fylgir svokallaðri ný- rómantiskri stefnu i poppi, einnig kallað „fútúristapopp”. 1 þessu tilfelli á fyrra nafnið betur við, tónlistin erósköp hugljúf og vönd- uð og áheyrileg — textarnir eiga að vera mjög óræðir og innihalds- rikir. Aheyrileg, já, það er likast til besta lýsingarorðið yfir Rage in Eden.Lögin eru niu og tiltölulega jöfn —The Thin Wallhefur skotið upp kollinum á vinsældalistum upp á siðkastið en er hvorki betra né verra en hin lögin. Fyrsta lagið á plötunni, The Voice, minnir á Animals-plötu Pink Floyd og má það undarlegt heita. Reyndar má greina áhrif frá hinum bleika vi"ö- ar á plötunni. The Voice er þar fyrir utan eitt besta lagið á plöt- unni. Annar er það mesti galli hljóm- sveitarinnar Ultravox hversu hún tekur sig hátiðlega. Það er allt svo gasalega merkilegt sem hún tekur sér fyrir hendur. Sem það er auðvitað ekki, þetta er bara eðlilegt en að visu fremur skemmtilegt popp. Og plötunni má mæla meö fyrir stóra hópa. Nýbylgja af vanefnum Við fyrstu hlustun á þessari frumraun Grafik.sem ættuð er að vestan, dylst manni ekki að hún er gerð af vanefnum. En gegnum misbrestina heyrist að þessir strákar hafa til að bera kunnáttu og leikni. óskandi hefði verið að þeirhefðu farið þá leið að láta at- vinnumenn um upptökunaog aðr- ar þærtæknilegu hliðar, sem gera plötu að plötu. Lagið Video er þrælgott en söngurinn er það aft- arlega að ekki er gott að greina textann og svo er um fleiri lög. Plötuumslagið er litlaust og ó- frumlegt. — En látið ekki deigan siga! wj%m, wmá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.