Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. október 1981 5 „MARGUR FÆR LOF FYRIR 1ÍI1Ð0G LAST FYRIR EKKI PAR” þarna myndi enginn heyra til mln, og því væri þaö óhætt að brölta við þess háttar. Mér finnst þetta svolítið skemmtileg minn- ing og ég held jafnvel að þetta hafi getað verið þokkalegustu ræður hjá mér, annað slagiö. Þegar ég fermdist voru bræður minir farnir að fara aö heiman og eftir þaö sá ég alveg um búið, aö sjálfsögðu undir stjörn móður minnar.” „Móðir min tók vixillán fyrir skólagöngu okkar” — Hvað um skólagöngu þina? ,,Já,mig langaði auðvitaö að ná mér i aukna þekkingu, þvi barna- skólanám var ekki það mikið á þessum árum. Ég fór einn vetur tilDaniels, fööurbrdður mi'ns, aö Hvallátrum og þá var mér mjög velsinnt inámi. Þessi vetur nýtt- ist mér mjög vel, en ekki svo að hann entist fyrir lifið og haustið 1935 þá fórum við i Reykholt við Margrét systir min. Þá var nil litiö fé til þess að greiða með kostnaðinn af skóla- dvölinni og fór ég þvl i vegavinnu hluta sumarsins á sunnanveröu Snæfellsnesi til þess aö afla farar- eyris. Þegar ég fór að heiman, i vegavinnuna, þá hafði ég meö mér 10 krónur til aö greiða far- gjaldiö og annaö. Þegar ég kom heim aftur, þá hafði ég haldið svo spart á krónunum, þegar ég var bilinnaðgreiða fyrir fargjaldið til baka, þá voruenn tvær eða þrjár krónur eftir af tikallinum. Um haustið fórum viö svo i Reykholt systkinin, en þó að ég hafi aflað tekna I vegavinnunni, þá dugöu þær engan veginn fyrir skólavist okkar um veturinn og þvi hafði móðir okkar farið hing- að suöur áður en við fórum og fengið vixillán, sem var nýlunda hjá okkur. ” ,,Jónas frá Hriflu mest- ur stjórnmálamaður á þessari öld” — Hvernig féll þér svo vistin i Reykholti? „Reykholt var i þessa tið af- skaplega merkilegur skdli. Ég álitað ef maöur litur til baka yfir skólasögu landsins og sér hvað gert var á árunum 1927 og fram yfir 1930, þá sé þar um undravert framtak aö ræöa. Það er I raun- inni ekkerttimabil að minu mati, sem lyfti jafn alhliöa Grettistaki og þetta timabil. Ég og mitt fólk vorum mjög hrifin af Jónasi frá Hriflu og það orkar ekki tvimælis að mi'nu mati,að Jónashefur veriö mestur stjdrnmálamaður á þessari öld. Til dæmis það hvaö hann lyfti hin- um andlega vexti þjóöarinnar með héraösskólanum og öðrum þáttum skólamála, eins og Menntaskólanum á Akureyri, er i minum augum stórkostlegt. Þaö var kennaraval i Reykholti á þessum timum: ég er alveg viss um að ég met það rétt. Þetta voru fróðir og góðir uppfræðarar, sem jafnframt tóku virkan þátt i fé- langslifi okkar nemendanna. Nú, ég er aðeins fram á miðjan vetur i Reykholti þetta ár, og þá fer ég hingað til Reykjavikur og var hér það sem eftir lifði vetrar og yfir sumarið á vegum Jónasar frá Hriflu. Þá stundaði ég kennslu i Samvinnuskólanum, sem ó- reglulegur nemandi, en ég hafði ekki nógu gott af þvi, þar sem ég var ekki nógu vel undir slikt bú- inn. En ég fékk góða reynslu af þessu og gaman hafði ég af þvi þegar gamii maðurinn var að kenna, en hann kenndi félags- fræði og Samvinnusögu. Við þá kennslu tengdist margt i frásögn hans. Veturinn á eftir fór ég aftur að Reykholti og lauk þar skólanum. A þessum árum var sterk kommabylgja i landinu og svo nasistar. Þessara áhrifa gætti i Reykholtsskólanum og þegar fé- lagsfundir hófust i skólafélaginu, þá urðu pólitískar umræður strax rikjandi. Kommarnirhöfðu þarna sterk völd og réðu skólafélaginu og ég byrjaði strax að slást við þá og gerði það sem eftir var af vist minni i Reykholti. Seinni veturinn i Reykholti varö ég formaöur i skólafélaginu og hafði þvi betri tök á þvi að standa uppi i hárinu á kommunum en ella.” „Var ekki farinn að lita á kvenmann” — Eftir Reykholtsdvölina ferð þú að Hvanneyri, ekki satt? „Ég gerði þá lykkju á leið mina eftir að ég lauk prófi frá Reyk- holti, að ég fór að búa i Dölunum, að Staðarfelli.” — Ertu kvæntur maður þegar þetta er? „Nei, blessuð vertu, ég var ekki farinn að lita á kvenmenn.” — Aðeins farinn að gefa þeim hornauga þó. „Ja, það hefur þá verið leiðin- legt auga. Rétt er það. Það voru auðvitað myndarkvenmenn með mér i Reykholti, en þær voru að- eins góðar kunningjakonur min- ar. Ég vil nefna eina sérstaklega, en það er kaupfélagsstjórinn i Grimsey, Steinunn Sigurbjörns- dóttir. Hún var i Reykholti þessa vetur, og var þá sem nú myndar- kona. Þær voru það náttúrlega margar fleiri, þó ekki hafi þær orðið kaupfélagsstjórar. — Jæja, aftur að búskap þinum i Dölunum. Hvernig stóð á þvi að þú settist aö á Staðarfelli? „Þar kom nú til þaö samband sem ég hafði við Jónas. Hann spurði mig áður en við skildum um haustið 1936 hvert ég stefndi og ég sagði honum sem var að ég ætlaði mér að Hvanneyri og verða siðan bóndi. Fyrir ráð Jónasar og áhrif, þá tók ég jörðina Staöarfell á leigu vorið 1937, og þá var ég ekki nema á 22. árinu. Staðarfell hafði alltaf verið mikið býli og höfðingjasetur. Margir sýslu- menn höfðu setið þarna, eins og Hannes Hafstein og siðast Þor- steinn Dalasýslumaður. Það var þvi óttalega skritiö þegar strák- hvolpurinn kom þarna. Móðir min og hluti systkina minna flutti að Staðarfelli með mér. Veturinn á eftir fór ég svo á Hvanneyri og þar sem mér fannst ég ekki hafa tima til þess að eyða tveimur árum i búfræðinámið, þá ákvað égað taka skólann á einum vetri. Þaö þýddi að ég varð að lesa yngri deildina utanskóla sumarið eftir. Við vorum fjórir sem ætluðum að ljúka búfræði- náminu á þennan hátt, en á fyrsta degi hættu hinir þrir við, svo ég sat einn eftir. Ég lauk svo yngri deildinni haustið á eftir.” „Hann býr með henni mömmu sinni” — Þú sem bóndi að Staðarfelli — hafðir þú ekki náin samskipti við yngismeyjarnar i Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli? „Ég held ég veröi að segja þér af grinþætti sem yngismeyjarnar i húsmæðraskólanum sömdu, en þær héldu iðulega skemmtikvöld til þess að hressa upp á mann- skapinn. Þetta var fyrsta vetur- inn minn á Staðarfelli og á einu skemmtikvöldinu þá léku tvær stúlkur samtalsþátt, sem gekk út á það að þær væru að hittast 20 árum eftir að þær hefðu lokið skólavistinni i húsmæðraskólan- um. önnur hafði verið allan þenn- an tima erlendis, en hin heima. Sú sem hafði dvalist erlendis var að leita frétta af þeim sem verið höfðu með þeim á skólanum eða i sveitinni i kring. Þá kemur að þvi að sú sem verið hafði erlendis spyr: „Hvað með Halldór? Hvar er hann?” og hin svarar: „Ja, hann býr ennþá á Staðarfelli með henni mömmu sinni.” Og þá spyr hin steinhissa: „Hvað segirðu? Býr hann ennþá með henni mömmu sinni? Gat hann nú ekki náð sér i kvenmann?” Og loka- svarið varð: „Nei, hann var nefnilega aldrei viss um hvenær hún kæmi sú besta.” „Sú besta kom” — Nú, þrátt fyrir þessi orð þin, þá fannst þú samt konuefnið þitt á Staðarfelli, ekki satt? Halldór stendur á fætur, opnar hurðina á skrifstofunni sinni og kallar fram: „Attu á könnunni, gullið mitt?” brosir siðan og sest aftur makindalega i stól sinn, um leið og hann segir: ,,Jú, þetta tókst nú allt saman. Sú besta að minu mati kom og hefur reynst góður lifsförunautur. 1941 þá kvæntist ég þessari konu. Hún heitir Margrét Gisladóttir og var vefnaðarkennari á Staðarfelli. Okkar kunningsskapur féll þann- ig að þetta varð framtiðarsam- band. Við hófum búskap okkar á Staðarfelli, en þar bjó ég i 18 ár. Það má segja að þegar ég hætti búskap hafi ég verið kominn með bústofnog annað sem hæfði Stað- arfelli.” , „Margur fær lof fyrir litið og last fyrir ekki par” — Það hefur gjarnan farið það orð af þér Halldór, að þú værir af- ar kvenhollur maður. Hvað vilt þú sjálfur segja um slikan orð- stir? „Ég minnist þess þegar Félag ungra Framsóknarmanna varð 10 ára gamalt og hélt hóf á Hótel Borg. Ég var þá hér i bænum á námskeiði á vegum Framsóknar- flokksins, og af þvi að ég var ung- ur og ógiftur, en bjó við hliðina á húsmæðraskóla, þá var ég feng- inn til þess að halda ræðu fyrir minni kvenna. Ég eyddi miklum tima i undirbúninginn, oft fram á nótt, en reif ræöuna jafnóðum og henti þvi sem ég hafði skrifað áð- ur en ég sofnaði. Svo fórum viö að sjá Fjalla-- Eyvind tveim kvöldum áöur en hófið var haldið. Þegar þau Ey- vindur og Halla eru aö tala um sinn flótta, þá segir Halla við Ey- vind: „Þú ert svo hugrakkur og áræðinn, en ég er svo kviöin.” Þá segir Eyvindur: ,,Ef ég er áræðn- ari en þú og hugrakkari, þá er það af þvi aö þú hefur gefið mér hug- rekkið.” Þá kipptist ég við og hugsaði þarna hef ég ræðuna, og samdi hana þegar ég kom heim, eftir leikinn. Ef maður reyndi aðflytja svona ræðu núna, þá væri vonlaust að ógiftur maöur næði nokkurn tima i kvenmann.” — Ekki átti það fyrir þér að liggja að verða bóndi ævilangt og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.