Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 6
 IJt I ( II 4.-4 14.144JC.Í.1 v>1 y.' t r‘$ ».i r i i’ty Sunnudagur 25. októbér 1981 „Margur fær lof fyrir lítíð og last fyrir ekki par” Halldór E. Sigurðsson i viðtali við Helgar-Timann þú helltir þér á þessum tima æ meira út i stjórnmálin, ekki satt? „Ég hafði eiginlega tvær bak- teriur, önnur að veröa bóndi og hin var pólitiska bakterian, sem var ansi sterk. I Dölunum tók ég mikinn þátt i félagslifi og þegar ég fluttist til Borgarness 1955, þá gerðist ég að tilhlutan meirihlut- ans i Borgarnesi, sveitarstjóri þar, og þá var einnig haft i huga að ég héldi hugsanlega eitthvað lengra i pólitikinni. Það verður að segjast eins og er, og finnst mér það ekki sist þegar ég horfi til baka, að þetta háfi verið ægilegur glannaskap- ur, þvi búskapurinn stóð traust- um fótum hjá mér er ég ákvað aðhætta honum, en pólitisk fram- tiö var ekki of álitleg, þvl flokk- arnir þrir sem mynduðú meiri- hlutann i Borgarnesi sem voru Framsóknarflokkurinn, Alþýöu- bandalagið og Alþýöuflokkurinn, þeir höfðu 11 atkvæði yfir Sjálf- stæðisflokkinn einan. Þó mér væri ljóst að ég með þVi að fara til Borgarness væri bar meö aö brjóta allar brýr að baki mér, þá freistaðist ég til þess að taka þetta að mér.” — Arið eftir, eða 1956, ferð þú svo i framboð, var þetta fyrsta framboð þitt ekki sögulegt? „Jú, það var söguiegt að þvi leyti, að þegar búið var að telja upp úr öllum kössunum, nema utankjörstaðaatkvæði, þá var ég 31 atkvæði undir keppinaut min- um, Pétri Gunnarssyni. Þegar hins vegar var búið að telja utan- kjörstaðaatvkæðin þá var ég tveimur atkvæðum yfir. Þessi at- kvæöi dugðu mér til þess að ná þingmannssætinu. Einhver spurði mig aö þvi hver þessi tvö atkvæöi heföu verið og ég sagði náttúrlega að erfitt væri um þaö að segja, en ég gæti kannski sagt að þaö væri atkvæði mitt og konu minnar, þvi Pétur og hans kona höföu ekki búsetu I Mýrarsýslu og gátu þar af leiö- andi ekki kosið þar. Ég héltnú áfram að vera sveit- arstjóri eftir að ég varö þingmað- ur, og þá var þetta erfiöara að vera i' samstarfi viö Alþýðuflokk- inn og Alþýðubandalagið sérstak- lega, þvl þaö var fremur órólegt. Ánægjulegustu kosning- arnar 1959 Ef ég ætti að greina frá því hverjar voru minar ánægjuleg- ustu kosningar, þá voru þaö Al- þingiskosningarnar 1959, en þá var i síðasta skipti kosið sam- kvæmt gömhi kjördæmunum. Þá jókst minn meirihluti frá þvi aö hafa verið 2atkvæöi, iþað að vera 113 atkvæöi.Þettahefur mér allt- af þótt afar vænt um. Vegna þesssem ég var aö segja áðan, um samstarfserfiöleika viö hina flokkana i sveitarstjórnar- málum I Borgarnesi, þá stakk ég upp á þvi viö félaga mína aö við kepptum að þvi að ná meirihluta, þannig að við hefðum fjóra menn i staö tveggja. Ég sagöist skyldu fara i f jóröa sætið og falla þá ef við heföum þetta ekki. Viö ákváð- um þetta þvf og stilltum upp lista, með Alþýöuflokksmanninum á. Vin minn, Sigurö Guöbrandsson, mjólkurbússtjóra sem var mikill laxveiöimaöur, dreymdi siöan fyrir úrslitunum á þann veg aö hann var aö veiða lax og fékk fjóra og þá kom til hans Alþýöu- bandalagsmaöurinn, sem var efstur á þeirra lista, og Siguröur spuröi hann hvemig honum gengi veiöin, hann svaraöi: „Illa, ég setti I einn, en missti hann”. Viö vorum alveg sannfæröir um að þetta væri fyrir meirihluta- sigri okkar, hvaö þaö reyndist vera, þvi þegar vq>p var staðiö þá höföum viö fjóra menn, en Al- þýöubandalagsmaöurinn var tveimur atkvæöum undir. 1 næstu kosningum þar á eftir fengum viö verulegan meirihluta. Ég hætti svo sveitarstjórastarf- inu á þriöja kjörtlmabilinu, 1968 og þá var ég farinn aö þreytast mikiö, og fannst aö ég gæti ekki sinnt báöum störfunum sem skyldi. í sveitarstjórnarkosning- unum þá, þá var ég eftur I fjóröa sæti, en féll þá. Mér fannst aö ég yröi aö fara i kosningamar áfram, því annars mætti segja þaö um mig, aö ég gæfi þetta frá mér, þegar ég væri hættur aö vera sveitarstjóri, eöa aö hafa gagn af þessu. Ég vildi þvi láta skömm skella. Ot af fyrir sig, þá gerir þetta ekkert til, þvl þetta em einu kDsningarnarsem ég hef tapað.” „Kom inn i góðan þing- mannahóp í flokknum” — Viltu kannski fara örfáum oröum um þingmennsku þína og ráöherratlö? „Þegar ég kem inn á þing, þá kem ég inn I afskaplega góðan þingmannahóp i flokknum. Þá vom Hermann og Eysteinn báöir starfandi af fullum krafti og Her- mann myndaöi þá rikisstjómina. Þaö var gott að kynnast mönnum eins og Karli Kristjánssyni, Hall- dóri Asgrímssyni, Skúla Guö- mundssyni, Gísla Guömundssyni og fleirum. Þetta voru allt góðir og traustir menn sem vom af- skaplega mikils viröi fyrir sem nýliöa á þingi. Þegar Jón heitinn Steingrlms- son, sýslumaöur I Borgarnesi, sem ég mat afar mikils, afhenti mér kjörbréfiö, þá sagöi hann: ,,Þú veröur aö gera tvennt fyrir mig. Þú máttekki setja þig I efri deild því það ber minna á þing- mönnum þar og þú verðuraö gera kröfu til þess aö fá aö fara i fjár- veitinganefnd.” Sagði ég honum að ég myndi um hvorugt hafa beðiö hafa ef hann heföi ekki bent mér á það og bætti við að ég myndi biðja um hvorutveggja fyrir hans orð. Og svona varö þetta. Ég sat I neðri deild alla mina þingtlð ég sat i fjár- veitinganefnd i samfleytt 15 ár, eða þar til ég varð ráöherra. Mér fannst þaö afskaplega mikils viröi aö vera I fjárveit- inganefnd og oft og iöulega voru störfin sem maður þar vann bók- starflega skemmtileg. Menn I fjárveitinganefnd voru lika mætir menn, sem ég haföi mikla ánægju af að kynnast og vinna meö.” — Getur þú ekki rifjað upp ein- hver skemmtileg atvik frá störf- um fjárveitinganefndar, sem flestir li'ta jú á sem háalvarlega nefnd gjö-sneydda allri klmni- gáfu? ,,Þaö komu mörg skemmtileg atvik fyrir i nefndinni. Ég man t.d.eftirþvi þegar Teresia Veöur- stof ustjóri kom á fund til okkar og einhver okkar spuröi hana hvern- ig veöurútlitið væri. Þá svaraöi frúin: „Þaö er bara merkilega gott, eins og þiö látiö mig hafa lit- iö af peningum!” Það varalltaf þannigþegar leiö aðþvi'að nefndin ættiað skila áliti þá fór meirihlutinn aö funda sér og minni hlutinn sér. Á kvöldin kom nefndin svo öll saman og af- greiddi mál. Þá geröist þaö eitt sinn aö upp kom tillaga um fjár- veitingu i höfnina á Eyrarbakka og Stokkseyri, en viö vissum þaö áöur aö þaö stóö I meirihlutanum aö veita þessa fjárveitingu. Viö vissum lika aö Ingólfur Jónsson haföi veriö á feröinni þennan dag. Þvisögöum viö: „Já þetta hefur Ingólfurfengiöl gegn hjá ykkur.” Svo barst þetta eitthvaö frekar I tal, og þá sagöi okkur Sverrir Júliusson aö Ingólfur heföi sagt viö þá á fundi meirihlutans um daginn þegar hann var aö kveöja: „Jæja, þakka ykkur fyrir og þiö veröiö nú aö viöurkenna þaö, aö ég hef ekki sýnt hér neina frekju.” Þá haföi Sverrir svaraö: „Þú ert nú kannski ekki frekur, ai þú ert þó aö minnsta kosti ýt- inn.” — Hvaö finnst þér um stjórn- málamenn I dag, ef þú berö þá saman við þá sem voru hvaö mest áberandi á þeim árum þegar þú varst aö byrja á þingi? „Ég held ég megi ekki fara að segja mitt mat á þvi, því þaö er svo hæpiö aö þaö veröi rétt. Þegar ég var aö byrja á þingi, þá leit ég svo upp til þeirra manna er fyrir voru aö mér fannst þeir vera svo sem hæöinni fyrir ofan mig. Nú, eftir þá reynslu sem ég hef aflaö mér á þessum árum, þá er viö- horf mitt til þingmanna i dag þannig, aö ég met störf þeirra mikils og þau eru mikils viröi I minum huga, en mat á einstaka þingmönnum held ég aö ég veröi aö geyma mér, þangaö til ég sé hvemig þingsaga þeirra manna sem nú sitja þing veröur. Þaö sem mér er efst f huga, þegar ég hugsa til ráöherratiöar minnar sem fjármála-, landbún- aðar og samgönguráöherra, er gleöi yfir þvl aö hafa kynnst öllu þessu góöa fólki i ráðuneytunum, sem ætiö hefur reynst mér vel og aldrei kom þaö fyrir, þótt póli- tiskir andstæöingar minir innan ráöuneytanna væru minir ráö- gjafar á stundum, aö þeir réöu mér annaö en heilt. Þaö sem mér þykirhvaö vænstum nú,er þegar ég hitti þetta fólk á götu, eöa hvar sem er, þá tekur þaö mér á sama hátt og það geröi þegar viö störf- uöum saman — þegar ég hitti þetta fólk, þá mæti ég vinum. I ööru lagi, þegar ég rifja upp þetta timabil þá minnist ég þess aö ráðherrastarfiö er ofsaleg vinna, ef maöur ætlar aö sinna því. Ég leitþannig á, þegar ég tók viö, aö ég væri ekki það vel undir- búinn, aö ég yröi aö leggja þess meira á mig i vinnu. Þaö reyndist aö sjálfsögöu svo . Þaö var mikil vinna aö setja sig inn I málin og hana telég mighafa innt afhöid- um. Ég er sannfærður um þaö aö ég verö sföastur ráöherra á Is- landi til þessaö gegna öörum ráö- herraembættum meö fjármála- rá öherr aem bæ ttinu. ” Borgarfjarðarbrtíin ris hæst — Ef þú litur nú til baka og skoðar stjórnmálaferil þinn. Hvaö af verkum jínum ris hæst i þínum augum? „Ég býst nú viö aö Borgar- fjaröarbrúin hljóti aö verða meö þvi fremsta. Því ákvöröunin um aö ráöast i þá mannvirkjagerö var geysilega mikil ákvöröun, þvi þaö voru margir sem ekki höföu trú á fyrirtækinu. Satt aö segja held ég að menn hafi yfirleitt álit- iö aö þetta væri ekki fram- kvæmanlegt. Mér finnst að ég hafi faríö út i þetta mál af gætni, þvi tillagan sem ég flutti, hún gerir ráö fyrir athugun, þó að augljóst værí að hverju ég stefni meö tillögunni. Eins álit ég aö annaö mál, sem ég tók ákörðun um, hafi verið og sé verulega þýöingarmikiö mál, en þaö er jaröstööin Skyggnir. Ég er i dag alveg sannfæröur um þaö aö Skyggnir veröur fjárhagslega mjög sterkt fyrirtæki. Notkunin er nú þegar oröin langt umfram þaö sem reiknaö hafði veriö meö Ég fór á sunnudaginn og skoðaöi stöðina og þó ég skildi lltið I mekanismanum, þá skildi ég hugmyndina á bak viö þetta og þar var mér sagt að notkunin væri komin fram úr þvi sem gert haföi verið ráö fyrir og tekjurnar þar af leiöandi mun meiri en reiknað var meö. Annars vil ég nú ekki vera aö tiunda þau verk sem ég ákvaö eða lét framkvæma i ráðherratíö minni, svo ég held ég láti það nægja aö hafa drepið á þessum tveimur málum, sem bæði voru mér hjartans, mál. Þó dreg ég I efa aö landbúnaöarmál hafi nokkurn tlma staöiö betur en þau ár sem ég var landbúnaöarráð- herra, enda get ég með tölum sannað þaö.” — Nú hefur þú dregið þig i hlé frá st jórnmálastörfum . Hvers vegna tókstu þá ákvöröun? „Þegar Jónas, vinur minn, frá Hriflu, var á sama aldri og ég var þegar ég hætti, þá spuröi ég hann eitt kvöldiö sem viö sátum sam- an, hvort hann héldi ekki aö hon- um myndi leiöast þegar hann væri hættur afskiptum af stjórn- málum. Þá sagöi Jónas, ,,ef ég er ekki búinn aö verða til gagns, þá verð ég það ekki úr þessu.” Þó að ég beri mig alls ekki saman viö Jónas, þá held ég aö ég geti gert hansorö I þessu tilviki aö mlnum. Annar þáttur sem ég hugsaöi um, þegar ég var aö ákveöa að hætta, var sá, að þegar ég var á feröalögum ígamla daga.þá hitti ég Pál Hermannsson, sem þá var fyrrverandi þingmaður og haföi hætt tiltölulega ungur. Ég spuröi hann þessarar sömu spurningar og hann svaraöi: „Ég var búinn að sjá nóg af mönnum i þinginu, sem voru búnir að lifa sig þar og áttu þar ekki heima lengur, þó þeir heföu veriö afbragös þing- menn.” Mig langaði ekki til þess aö veröa einn af þessum þing- mönnum sem Pállnefndi og haföi þvi alltaf hugsaö mér aö hætta I tíma.”. —Halldór, mig langar aö lokum aö biöja þig aö segja mér örlitiö frá þinum slðasta kosningarsigri, en þar á ég aö sjálfsögðu við síö- ustu forsetakosningar, þegar þú dyggilega studdir Vigdisi. „Þaö var nú tilviljun á vissan hátt, þvi þetta var i fyrsta sinn á æfinni semég varfvafa um hvern ég ætti aö kjósa. Ég var þd- nokkurn tima aö gera málið upp viö mig, en niöurstaöan varö sú aö ég ákvaö aö Vigdls Finnboga- dóttir væri besti frambjóöandinn. Ég er m jög ánægður meö aö hafa komist aö þessari niöurstööu. Ég haföi aldrei hugsaö mér að taka neinn þátt í kosningabaráttunni opinberlega, en fyrir haröan aö- gang Geröar Steinþórsdóttur og Svölu Thorlacius þá tók ég að mér fundarstjórn á kosningarbaráttu- fundi hjá Vigdisi. Aöur haföi ég þó sett þaö skilyröi aö stuðnings- menn Vigdfsar fengju Pál Péturs- son á Höllustööum til þess aö halda ræöu á fundinum og ef þaö tækist, þá myndi ég stjórna fund- inum. Páll hringdi svo i mig og spuröi hvort þaö væri satt að ég heföi lagt máliö fyrir á þennan hátt og ég sagöi honum aö svo væri og ég myndi standa við þetta. Þar meö varö úr aö Páll kom og héltræöuna og ég stjórn- aöi. Þetta varö hinn ágætasti fundur aö ég held.” —AB I ftff

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.