Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 8
8 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdasfjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns son. RitstjórnarfuIItrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur HelqarTimans: llluqi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guð- jón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f. Launastefnan og Sunnudagur 25. október 1981 menningarmál ■ Pina Carmirelli og Arni Kristjánsson fluttu þrjár Beethoven-sónötur fyrir Tón- listarfélagið 17. október, Vorsón- ötuna (i F-diir, nr. 5 óp. 24) i G- dúr nr. 10 óp. 96, og i c-moll, nr. 7 óp. 30. Þetta mun vera i fjórða sinn sem Carmirelli og Arni leika saman hjá Tónlistarfélaginu — siðast i febrúar 1980, og fluttu þá allar þrjár fiðlusónötur Brahms. Illu heilli var ég þar ekki, en hins vegar eru mér ógleymanlegir fyrri tónleikar þeirra, er þau fluttu Kreutzer-sónötu Beet- hovens. Þeir tónleikar eru vafa- laust með þvi frábærasta, sem hér hefur heyrst — þangað tíí núna. Það var vel til fundið hjá að- standendum Tónlistarfélagsins að prenta i stað skýringa hluta úr ræðu Grillparzers skálds yfir moldum Beethovens 29. marz 1827 (i þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar): ■ Pina Carmirelli. ■ Arni Kristjánsson. verðbólgan ■ Þær kjarasamningaviðræður, sem nú fara i hönd, munu skipta miklu máli um framtiðarþró- un efnahagsmála og reyndar stjórnmálanna yfirleitt hér á landi næstu misserin. Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, fjallaði itarlega um launamálin i ræðu sinni i útvarpsumræðunum s.l. fimmtudagskvöld og benti þar á, að i þjóðhagsáætlun kæmi fram, að þjóðartekjur á hvern mann hefðu ekki aukist að neinu ráði i ár og að engri aukningu væri spáð fyrir árið 1982. „Við þessar aðstæður fæ ég ekki séð svigrúm fyrir neinar umtalsverðar grunnkaupshækkan- ir”, sagði Steingrimur. „Slikt hlýtur aðeins að leiða til meiri kostnaðar innanlands og gengis- fellinga, sem eyða óðar hverjum þeim ávinning, sem menn telja sig hafa af grunnkaupshækkun. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að ýmsar umbætur þarf að gera á launakerfinu. Ljóst er að menn geta illa lifað af iægstu launum án mjög mikillar yfirvinnu. Á slikum sviðum þarf að ná einhverjum leiðréttingum. Hins vegar hygg ég að vonlaust sé að losna við yfirvinnu á tveimur árum, eins og um er talað. Það verður að gerast með framleiðniaukningu atvinnuveganna og ger- ist ekki nema á allmörgum árum. Það væri hins vegar verðugt markmið. Við íslendingar eigum einnig að leggja áfram áherslu á launajöfnuð. Ég get alls ekki tekið undir kröfu þeirra, sem i hærri launum eru, um grunnkaupshækkanir. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að lifskjör mikils hluta Islendinga séu góð. Það sýnir mikil neysía, t.d. kaup á dýrum hlutum eins og video-tækjum, sólarlandaferðum og margt fleira. Til þess að góður áfangi náist einnig á næsta ári i niðurtalningu verðbólgunnar, er nauðsynlegt að marka launamálastefnu, sem samræmist þeirri hjöðnun verðbólgu sem menn setja sér. Ef menn vilja að sá áfangi verði umtalsverður, fæ ég ekki séð að svigrúm sé fyrir almennar grunn- kaupshækkanir, enda slikt fals eitt. Hins vegar er eðlilegt að stefna að nokkurri aukningu kaup- máttar, t.d. með skattalækkunum, fyrst og fremst á íægri laun”. Það er greinilegt að nú reynir á, hvort raun- verulegur vilji er til þess að halda áfram niður- talningu verðbólgunnar. Það er ekki bæði hægt að knýja fram almennar grunnkaupshækkanir og þykjast styðja minnkandi verðbólgu. Slikt fer ekki saman þegar þjóðartekjur á mann aukast ekki. Rikisstjórnin stefnir nú að þvi að hlutfallsleg lækkun verðbólgu á næsta ári verði svipuð og hún varð á þessu ári. Takist það er ekki ósennilegt, að verðbólgan geti i lok kjörtimabilsins verið orðin svipuð og i helstu viðskiptalöndum okkar. En slik niðurtalning getur þvi aðeins tekist að hags- munasamtök hinna ýmsu þjóðfélagshópa miði kröfur sinar og samningsgerð við slika áfram- haldandi sókn gegn verðbólgunni. —ESJ Beethoven- tónleikar „Sannarlega var hann eigi ein- hamur en þó i öllu mennskur og i hinni göfugustu merkingu. Samt var það kennt óvild og skap- styggð, er hann flúði ú náðir ein- verunnar, og tilfinningaleysi, er hann sneiddi hjá ýmsu þvi, er kom við kviku hans... En þvi flúði hann heiminn, að hvergi i ástriku hjarta sínu fann hann vopn til að verjast honum. Hann dró sig i hlé frá mönnum, þegar hann hafði gefið allt sitt án þess að þiggja nokkuð i móti. Hann varð einfari, af þvi að hann fann engan hollvin samlikan sér, en hann miðlaði öðrum til hinztu stundar af mann- gæzku hjarta sins, skyldmönnum af föðurþeli sinu og gjörvöllum heimi af láni sinu og lifi. Þannig var hann, þannig dó hann og þannig lifir hann um aldir fram.” Beethoven var semsagt „móralskt séni”, sem skipar sér- stæðan sess i sögu tónlistarinnar og mannsandans, bæði sem tón- skáld og maður. Enda umgangast meiri háttar tónlistarmenn Beet- hoven ekki eins og hvern annan eldglæringamann, heldur með djúpri virðingu eins og sæmir svo háleitum jöfri. Og þannig leika þau Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson Beethoven — það er ekki hægt að hugsa sér „finni Beethoven” en við heyrðum nú. Þau Árni og Carmirelli eru af sömu kynslóð tónlistar- mannajkynslóð, sem kannski lagði minna upp úr yfirburða tækni en siðar hefur orðið, en þeim mun meira upp úr innihaldi tónlistarinnar, „sál hennar”. Þessir tónleikar voru stórvið- burður hér i Reykjavik — fiðlu- sónötur Beethovens i túlkun sannra og sannmenntaðra tón- listarmanna. Þeir, sem færu að elta ólar við smáatriði i flutningi sem þessum, kynnu sig ekki — það er eins og að fara að „kritisera” miðbauginn eða sólarlagið. 21.10. Sigurður Steinþórsson. ■ Tveir evrópskir jazzmenn, Daninn Niels Henning örsted Pedersen og Belginn Philip Catherine, héldu tónleika i Há- skólabiói hinn 21. okt. á vegum samtakanna Jazzvakningar. Pedersen er undramaður mikill i bassaleik með furðulega og á- reynslulausa tækni, og prýðilegur tónlistarmaður að auki. Enda vannhannþaðótrúlega afrek hér um árið, þegar hann spilaði með Oscar Peterson i Laugardalshöll, að setja þann mikla fingrafim- leikamann gersamlega i skugg- ann. Sem, ef tækni í hljóðfæraleik er einskorðuð, mætti með ólikindum teljast, þvi Qscar Peterson er viðurkenndur heims- meistari i þvi að spila hratt á pfanó. Bassinn hefur að sönnu sin aðdáunarverðu sérkenni sem hljóðfæri, en hefur þó jafnan verið kunnari að öðrum eiginleik- um en fimleik, en i höndum Nielsar Henning Pedersen er hann „eins og mandólin”, eins og einhver sagði. En þessi danski bassaleikari er ekki einasta yfir- buröa hljóðfæraleikari, heldur lika verulega góður músikant — „impróvisasjónir” hans eða út- lagningar um stefin eru óvenju- lega innihaldsrikar af jazzmanni að vera: hann heldur oftast þræði stefsins, en spilar ekki bara skala og hlaup i sömu tóntegund og innan réttra hljóma, eins og al- gengast er meðal flestra minni spámanna. Philip Catherine hefur sýnilega spilað mikið með Pedersen, eins og fram kom i skrá yfir plötur hins sfðarnefnda — þar var Catherine fastastjarna. Mér heyrðist a.m.k. helmingur lag- anna vera eftir Philip Catherine, fáein eftir Pedersen, en aðeins 2 eða 3 voru gamlir kunningjar. Þessir tónlistarmenn eiga það þvi sammerkt með Beethoven og Jakobi Magnússyni, að „nenna helst ekki að spila lög eftir aðra en sjálfa sig” — sem i þessu til- felii var skaði. Ekki þarf að taka það fram, að húsið var troðfullt: flestir voru innan við þritugt, sýndist mér, en allmargir þó af gömlu jazzista- kynslóðinni. Svo ekki ber á öðru, en að þessi listgrein eigi sér all- marga aðdáendur hér á landi, enda er jazz sagður vera heldur á uppleið aftur eftir að hafa lent i miklum öldudal sem stafaði af þvi, að hann greindist annars vegar i rokk- og dægurtónlist, en hins vegar i „akademiskan jazz”, sem bar dauðann i brjósti sér. Og þá þarf heldur ekki að taka það fram, að þessi eðliskurteisu hljóðfæri, gitar og bassi, voru raf- mögnuð til hins ýtrasta, þótt ekki væri það eiginlegur „bassagitar” sem Pedersen spilar á, heldur al- vörubassi. Tæknilega fannst mér það eitt að, að Pedersen dró aldrei niður i bassanúm, jafnvel ekki heldur þegar hann spilaði dúmm-dúmm undirleik með gitarnum. Það er annars undarlegt með Ermasundið, eins og ég mun hafa tekið fram áður á þessum vett- vangi-yfir það kemst hvorkivin, menning, heimspeki, tónlist né þýski herinn. Vestan Ermasunds er engilsaxneskur jazz og dægur- lög, en austan þess hið evrópska afbrigði, sem mér a.m.k. finnst stórum dauflegra og leiðinlegra, i rauninni allt annar handleggur. Og eins og eðlilegt má telja, eru lög Catherine öll af Evróputag- inu. Enda rikti engin sérstök jazz- stemmning þarna: miklu fremur aðdáun á hinum snjalla hljóð- færaleik, sem enda er alveg með eindæmum. 22.10 Sigurður Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.