Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. nóvcmber 1981 Verðbolgan stendur í vegi orkufreks iðnaðar ■ Þaö má fullyröa, aö fyrsta skrefiö til aö koma hérlendis á fót svokölluöum orkufrekum iönaöi hafi verið stigið af Her- manni Jónassyni, þáverandi forsætisráöherra, þegar hann fól Sigurði Jónassyni aö athuga möguleika á þvi að koma hér upp áburðarverksmiðjuog sem- entsverksm iöju. Þetta geröist i tið vinstri stjórnarinnar á árunum 1934^- 1937, þegar heimskreppan mikla var i' algleymingi. Samt rikti sá stórhugur hjá ráða- mönnum þjóöarinnar, aö hún gæti orðið þess megnug að koma upp stórfyrirtækjum eins og á- burðaverksmiðja og sements- verksmiðja voru þá. Athuganir Sigurðar Jónasson- ar leiddu i ljóst, að það gæti reynzt hagkvæmt að ráðast i þessi fyrirtæki. Af framkvæmd- um varð þó ekki að sinni þvi aö heimsstyrjöldin hófst nokkru siðar. Nýsköpunarstjórnin svo- nefnda, sem fór með völd á ár- unum 1944-1946, hafði ekki á- huga á þessum málum. Það var fyrst eftir að Fram- soknarflokkurinn komst i rikis- stjórn 1947, að aftur var hafizt handa með þessar fyrirætlanir og þeim hrundið i framkvæmd. 1 samræmi við þá upphaflegu forustu um orkufrekan iðnað, sem hér er lýst, hefur Fram- sóknarflokkurinn verið þvi fylgjandi að slikur iðnaður yrði efldur eftir þvi, sem aðstæður og efnahagur leyfðu. Andstaða hans gegn álbræðsl- unni á si'num tima, byggðist á því, að hún var eign útlendinga og undanþegin islenzkum lög- um. Orkuverðið, sem samið var um upphaflega, var einnig allt of lágt. Það hefur jafnan verið af- staða Framsóknarflokksins, að slik fyrirtæki ættu ekki að vera mjög stór, þvi að ella yrði erfitt að dreifa þeim um landið án byggðaröskunar. Einn tilgangurinn með slikum fyrirtækjum ætti að vera sá að rila byggð sem viðast um land. Fyrirtæki á borð við járnblendi- verksmiöjuna geta verið hag- stæö frá þessu sjónarmiði. Margháttaður undirbúningur Eins og kunnugt er, samykkti siðasta Alþingi lög um stórfelld- ar orkuvirkjanir á næstu 12-15 árum. Ef hægt verður að fram- fylgja þeirri áætlun, eykst orku- framleiðslan svo mikið á næstu árum, að veruleg þörf verður fyrir aukningu orkufreks iðnað- ar á þessum tima, ef nýta á hina auknu orku til fulls. Rikisstjórnin hefur þvi látið hefjast handa um athugun á ýmsum möguleikum til að koma upp nýjum orkufrekum iðnaði. Athugun þessi hefur m.a. náö til kisilgúrverksmiðju á Reyðar- firði, magnesiumframleiðslu á Reykjanesi, stækkunar Grund- artangaverksmiðjunnar, þess að loðnubræðslurnar noti raf- orku i stað oliu, natriumverk- smiðju, sem t.d. yrði reist i Þor- lákshöfn, iðjuvers á Akureyri, stálbræðslu, sjóefnaverksmiðju og sykurhreinsunarverksmiöju. Samanlagt myndu þessi fyrir- tæki ef tfl framkvæmda kæmi, nota um 2900 Gwh/á ári, eöa sem nemur allri orkuaukning- unni, er fengist til orkufreks iðnaðar við byggingu hinna fyrirhuguðu orkuvera. Ef til vill mun ekki þykja hyggilegt að ráðast i þessi fyrir- tæki öll í einu. Ýms önnur koma ■ Rafbræðsluofninn I Grundartanga (Tfma-niynd: Róbert). einnig til greina, en hafa verið minna athuguð. Það hefur þannig verið unnið og verður unnið að þessum mál- um af fullu kappi. Tillaga stjórnarandstæðinga um skipun nefndar i þessu sambandi er þvi alveg út ihöttog ekki til annars likleg en að tefja fyrir. Verðbólgan er þrándur í götu Sennilega verður ýmsum af þessum fyrirtækjum ekki komið upp, nema meö einhvers konar samvinnu við útlendinga, bæði hvað snertir fjáröflun og mark- aðsöflun. Ti'minn til samninga við er- lenda aðila um þessi efni er langt frá þvi að vera hagstæður um þessar mundir. Vegna kreppuástands i heiminum er nú viða samdráttur i orkufrek- um iðnaði. Sums staðar hefur rikið orðið að koma slikum fyrirtækjum til aðstoðar með beinum styrkjum, t.d. i Bret-' landi, Belgiu og Frakklandi. Hætta er talin á þvi, aö þetta á- stand geti versnað enn um sinn. Meðan svo horfir má gera ráð fyrir, að fyrirtækiséu ófús tilað leggja i aukna fjárfestingu i þessum greinum. Aðstaða til langtimasamn- inga er þvi sennilega óhagstæð eins og sakir standa, en reikna verður með þvi, að það geti breytzt og samningsstaðan verði þá auðveldari. Annað kemur hér jafnframt til greina, sem er ekki siöur al- varlegt en þaö snertir Islend- inga sjálfa. Meðan verðbólgan er jafn mikilog hún er nú, þrátt fyrir niðurtalninguna á þessu ári, er ekki álitlegt að fjárfesta hér i stærri fyrirtækjum, hvort heldur sem það er gert i sam- vinnu viö útlendinga eða af ís- lendingum einum. Verðbólgan er nú tvimæla- laust mesti þröskuldur i vegi þess, að hægt sé með sæmilegu móti að auka crkufrekan iðnað á Islandi. Þeir, sem tala nú mest um orkufrekan iðnað, en blása jafnframt að glóðum verðbólg- unnar meina litið með þvi, sem þeireru að segja um áhuga sinn á orkufrekum iðnaði. Orkusala eða orkunýting Guðmundur G. Þórarinsson alþm. ritaði athyglisverða grein um orkumál i siðasta þjóðhátið- arblað Timans. 1 upphafi grein- arinnar eru færð rök að því að hagnýting orkulindanna verði meginverkefni þjóðarinnar næstu áratugi. Það geti þvi haft grundvallaráhrif hvernig að þvi verki verði staðið. Sfðan er vikið að mismunandi afstöðu stjórnmálaflokkanna til þessa máls. Um það efni farast greinarhöfundi m.a. þannig orö: „Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur hafa lagt meginá- iherzlu á að hið fyrsta verði gerðir samningar við erlend ístórfyrirtæki um orkusölu. bessirflokkar hafa talið jafnvel háskalegt, að Islendingar eigi sjálfir i kostnaöarsömum iðn- fyrirtækjum, sem nýta orkuna. Slik stefna hefuri för með sér að nokkur erlend stórfyrirtæki eigi hér miklar verksmiðjur, greiða fyrir orkuna og veita nokkrum tslendingum vinnu, en arður af fýrirtækjunum renni að ööru leyti Ut úr landinu. Þessi stefna er alveg vafa- laust háskaleg. Litum á Kanada, Kanada er íiuðugt af orku og hráefnum. Bæði orkulindir og hráefnanám- ur eru þar viða nýttar af erlend- um stórfyrirtækjum, sem greiða fyrir orkuna og veita Kanadamönnum vinnu, en arð- ur og afskriftir fara út úr land- inu. Árangurinn er sá, að Kanada, sem notar liklega mesta orku pr. ibúa allra landa, hefur lágar þjóðartekjur miðað við þau lond, sem við viljum helzt bera okkur saman við. Með þeirri stefnu, sem Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa haft, verður Island fremur orkusöluland, þar sem erlend stórfyrirtæki hafa vaxandi áhrif á atvinnulif og þar meö þjóölif allt. Það má aldrei verða. Þá er illa haldið á spilunum. Orkusala er þvi ekkert skyn- samlegt markmið sem slfkt. Hagnýting orkunnar er auðvitað aðalatriðið. Viðhorf Alþýðubandalags hafa hins vegar verið að virkja hægt og þar hefir gætt fordóma, sem geta haldið niðri lifskjörum i landinu.” Afstaða Fram- sóknarmanna Guðmundur G. Þórarinsson vikur siðan að afstöðu Fram- sóknarflokksins og segir: „Framsóknarmenn hafa á flokksþingum sinum lagt megináherzlu á meirihluta eignaraðild íslendinga að fram- leiðslufyrirtækjum i orkufrek- um iðnaði. Framsóknarmenn it-bgja áherzlu á að hagnýta orku landsins þannig og gera það eins hratt og frekast er unnt með skynsamlegum hætti. Helztu mótbárur andstæðinga, Framsóknarflokksins hafa ver- ið, að við munum ekki hafa bol- magn til að byggja iðjuver sjálf- ir, þvi fylgi of mikil áhætta, við höfum ekki næga tækniþekkingu og getum ekki ráðið við markaðsmálin”. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Greinarhöfundur hrekur þessar mótbárur og tekur jafn- framt fram að framsóknar- menn séu ekki mótfallnir sam- vinnu við útlendinga um þessi mál og eignaraðild þeirra að vissu marki. Minni fyrir- tækin Þótt unnið verði að þvi að auka orkufrekan iðnað, má ekki gleyma minni iðnaðarfyrirtækj- unum og hinum hefðbundnu at- vinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi. Landbúnaöurinn veröur alltaf mikilvægur fyrir fæðuöflun landsmanna og vissar iðngrein- ar. Sjávarútvegurinn mun lengi enn halda áfram að vera sú undirstaða, sem þjóðarbúið byggist mest á. Aukin friðun mun tryggja vöxt hans og aukn- ingu fiskiðnaðarins. Það er fávitahjal, þegar talað er um, að atvinnumöguleikar sjávarút- vegs og fiskiðnaðar hafi verið nýttir til fulls Minni iðnfyrirtæki og meðal- stór hafa lika áfram miklu hlut- verki að gegna. ólikir flokkar hafa nýlega komizt til valda i Frakklandi og i Noregi. Það er hins vegar sameiginlegt með þeim báðum, að þeir leggja mikið kapp á eflingu slikra fyrirtækja. Litlu fyrirtækin og meðal- stóru fyrirtækin hafa tyo kosti. Þau skapa möguleika fyrir framtak margra. Þau skapaJ fleiri atvinnutækifæri en stór- iðjan. Yfirleitt hafa þau svo staðið sig betur i efnahags- kreppunni aö undanförnu en stóru fyrirtækin. Islendingar mega gjarnan minnast þess, að á áratugunum 1960-1980 fjölgaði ibúum lands- ins um 52 þúsund, án þess að teljandi stóriðja eða atvinnu- leysi kæmi til sögunnar. Það var að þakka framtaki hinna mörgu, einstaklinga og félaga, sem ruddu aukinni atvinnu braut. Þennan framtaksanda þarf að styrkja og efla áfram við hlið stóriðjunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.