Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 21

Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 21
Sunnudagur 8. nóvember 1981 21 verið, og eru jafnvel enn, njósn- arar fyrir Sovétrikin. Watson sá, sem nefndur var hér að ofan hefur þverneitað öllum ásökunum þar til nú i vor að hann gaf i skyn i viðtali við breskt dagblaö að ásakanirnar væru sannar. Þá hafa lengi gengið sögur um ýmsa mjög háttsetta menn sem njósn- uðu fyrir Rússa, talað hefur verið um þingmenn og jafnvel ráðherra. Slikar sögusagnir hafa þó aldrei komist i hámæli vegna sannanaskorts ( en meiðyrðalög- gjöfin breska gerir það að verk- um að til þess að nefna tiltekinn mann i blööum og ásaka hann um njósnir þurfa ásakanirnar að vera algerlega skotheldar. Um- rædd meiðyröalöggjöf hefur oftar oröið til þess að hylma yfir með sekum en vernda saklausa og nægir að nefna Kim Philby i þvi sambandi. Hann lá undir grun allt frá árinu 1951 en þegar þær ásakanir voru viðraðar opinber- lega neyddist breska stjórnin til að hreinsa hann, vegna þess að ekki lágu fyrir óyggjandi sann- anir um að hann heföi verið á mála hjá Rússum. Meiðyrðalög- gjöfin kom þó ekki i veg fyrir að breski blaðamaðurinn Chapman Pincher gæfi út bók fyrr á þessu ári þar sem hann bar það á fyrr- um yfirmann MI-5, Sir Roger Hollisi að hafa verið sovéskur njósnari,en Hollis lést árið 1973 og gat þvi ekki borið hönd yfir höfuð sér. Asakanir Pinchers sættu mikilli gagnrýni ýmíssa sérfræð- inga um málefni leyniþjónust- unnar og hann var sakaöur um æsifréttamennsku, en ef satt er liggur i augum uppi aö MI-5 hefur veriö mikiö til gagnlaus fyrir Bretland þau ár sem Hollis var þar áhrifamestur. MacLean útvegaði Rússum kjarnoriu- sprengju Þá má geta þess i lokin að nokkur endurskoðun hefur farið fram hin siðustu ár á njósnum Philbys, MacLeans og Burgess — þeirra njósnara sem frægastir hafa orðið auk Biunts og George Blakes. Mikilvægi þeirra og sér- staklega Philbys, hefur veriö ýkt mjögaðmatisérfræðinga.en þeir segja að Philby hafi aldrei verið annað en meðalnjósnari fyrir Sovétmenn og ekki komið þeim að nærri eins miklu gagni og ýmsir aðrir. Á hinn bóginn telja menn nú að Donald MacLean sem jafn- an hefur verið talinn mesta kveif, jafnt í njósnum sem persónulega hafi verið einhver mesti njósnari Sovétrikjanna sem sögur fara af. Það hafi nefnilega verið hann sem útvegaði Sovétmönnum leyndarmál kjarnorkusprengj- unnar en ekki Klaus P’uchs eða NunnMay og hvað þá Rosenberg- hjónin. MacLean var starfs- maður breska sendiráðsins i Washington á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina og átti þá sæti i nefnd sem samræmdi kjarnorku- rannsóknir Breta og Bandarikja- manna. Samkvæmt samkomulagi sem gert hafði verið hafði hann aðgang að öllum þeim leyndar- málum sem hann vildi og eftir að reglur höfðu verið hertar mjög hélt MacLean réttindum sinum, þó yfirmaöur kjarnorkurann- sókna Bandarikjamanna hafi verið bannaður aðgangur að ýms- um svæðum! Er nú sagt að þessi viðkvæmi, brotgjarni maður — Donald MacLean — hafi sparað Sovétmönnum fimm ára rann- sóknir og glfurlegt fjármagn með þvi að afhenda þeim réttar upp- lýsingar um kjarnorkusprengj- una. MacLean lifir sem kunnugt er enn og býr i blokkaribúð i Moskvu, hefur hægt um sig og grætur mikið að sögn kunnugra. Kim Philby er aftur á móti ofursti i KGB, mikil hetja i augum Rússa og margra á Vesturlöndum, þótt nú sé taliö að hann hafi orðið Sovétrikjunum aö mun minna gagni en MacLean. Ganga sumir svo langt að fullyrða að Sovét- menn hafi fórnað Philby strax árið 1951, eftir að MacLean og Burgess flúöu yfir járntjaldið, en þá var taliö að Philby hefði varað þá við að brátt kæmist upp um þá, eða að minnsta kosti Mac- Lean. Nú segja sumir að það hafi i raun veriö Blunt sem aðvaraði þá félaga en Sovétmenn hafi vis- vitandi látið grun falla á Philby, og jafnvel Blunt, til að fela enn stærri njósnara. Og hvar eru þeir? —ij tók saman UH HAUSTVERÐ Eigum takmarkað magn af eftirtöldum heyvinnutækjum á mjög hagstæðu verði v Heyhleðsluvagn 26 rúmm. með 7 hnifum og vökvalyftri sópvindu Verð kr. 44.400.- ZIR 165 SLATTUPYRLAN ★ Sterkbyggft- ★ Fullkominn öryggisbúnaður. ★ Driföryggi á reimskifu. ★ Ctsláttaröryggi. ★ Auftveld i flutningsstöftu. ★ Einföld hnifaskipting. ★ Þrir hnifar á tromlu. ★ Vinnslubreidd l,tt5 in. ★ Orkuþörf 40 ha. Verð kr. 11.500.- Fella TH 460 Vinnsiubreidd 4,90 m. og breidd i flutningsstöðu 2.75 m. Vélin hefur fjórar snúningsstjörnur og sex arma á hverri stjörnu. Dreifir þvi mjög vel úr múgunum og tætir heyið. Kastar frá skurðbökk- um og fylgir vel eftir á ójöfnum. Afkastamikil heyþyrla sem hentar flestum. Verð kr. 16.900.- Fella TH 670 6 arma 6 stjörnu heyþyrla með 6,7 m. vinnslubreiddina. Hagnýtið ykkur nútima tækni og vinnuhagræðingu. Verð kr. 21.000.- Fella TS 300 Vinnslubreidd 3.00 m. Hentar mjög vel til að raka saman i garða fyrir heybindivélar. Fljótvirk og skilar múgunum jöfnum og loftkenndum, sem tryggir jafnari bagga og betri bindingu. Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa allar nánari upplýsingar. Verð kr. 12.000.- G/obust LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 LEVIS ÁVINNSLUHERFI Vinnslubr. 3 m. kr. 2.100.- Vinnslubr. 4.20 m. kr. 2.800.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.